Færslur: 2013 Október

27.10.2013 21:15

Kap VE með fyrsta sildarfarminn til Eyja i dag

Fyrsti sildarfarmurinn til Vestmannaeyja á þessari vertið  kom i dag

þegar að Kap Ve 4 sem að er i eigu Vinnslustövarinnar kom með góðan afla 

Meðfylgjandi myndir tók Óskar P Friðriksson Ljósmyndari Eyjafrétta i dag 

þegar skipið kom til hafnar og kann ég honum bestu þakkir fyrir afnotin

                         Kap Ve 4  © Mynd Óskar P Friðriksson okt 2013

                Kominn i Rennuna © Mynd Óskar P Friðriksson 2013

                     Með Góðan Túr © Mynd Óskar P Friðriksson 2013

               Kominn innfyrir Bauju © Mynd Óskar P Friðriksson 2013

           Endarnir gerðir Klárir © mynd Óskar P Friðriksson  2013

25.10.2013 22:02

Alina GDY-147

         Alina GDY-147 © MYND Viðir Benidiktsson okt 2013

               Allina Ex Kristina mynd Viðir Benidiktsson okt 2013 

25.10.2013 12:45

Beitir NK 123 á landleið með fyrsta sildarfarminn

                         Beitir NK 123© Mynd þorgeir Baldursson 

Breiðafjarðarballið er byrjað

Beitir NK hélt til veiða á íslenskri sumargotssíld sl. þriðjudag. Eins og síðustu ár var stefnan tekin á Breiðafjörðinn en þangað er 36 tíma stím frá Neskaupstað. Skipið hóf veiðar í gærmorgun og lagði af stað heimleiðis með 1100-1200 tonn á milli klukkan 9 og 10 í gærkvöldi. Beitir var að nálgast Vestmanneyjar þegar haft var samband við Hálfdan Hálfdanarson skipstjóra og hann spurður út í gang veiðiferðarinnar. „Það var ekkert sérstaklega mikið af síld að sjá þarna“,sagði Hálfdan,“ það voru einungis tvö skip á miðunum, við og Ingunn AK og þess vegna fengum við góðan afla. Við köstuðum tvisvar við Hrútey á Breiðafirðinum og fengum samtals um 700 tonn. Ingunn AK fékk hinsvegar 1000 tonna kast og við fengum gefins hjá þeim 400-500 tonn“.

Börkur NK liggur nú á Grundarfirði og bíður eftir að hefja veiðar á Breiðafirðinum. Mikilvægt er að hann komi ekki að landi með afla fyrr en vinnslu á afla Beitis er um það bil að ljúka í fiskiðjuverinu í Neskaupstað. Allt er lagt upp úr að hráefnið sé sem ferskast þegar það kemur til vinnslu og því er tímasetning veiðanna lykilatriði.

22.10.2013 20:15

myndasyrpa af Æfingu Slökkviliðs Akureyrar um borð i V/s Týr

Slökkvilið Akureyrar æfði nýverið um borð í varðskipinu Týr þar sem það er staðsett á Akureyri. Um var að ræða lið í stjórnendanámskeiði slökkviliðsins. Í æfingunni var sett upp atvik þar sem kviknað hafði í farþegaskipi og var fjögurra farþega saknað. Frá þessu er sagt á heimasíðu Landhelgisgæslunnar.

Þegar slökkvilið mætti á staðinn var byrjað á að ákveða bestu aðgönguleiðir með því að fara yfir teikningar af skipinu með stjórnendum og reykköfurum. Sett var upp reykvél á afturþilfari varðskipsins og fóru reykkafararnir því inn í mjög raunverulegar aðstæður. Að lokinni æfingu var farið yfir helstu niðurstöður og voru þátttakendur mjög sáttir við aðstöðuna og æfinguna í heild sinni. Einnig var farið með þátttakendum æfingarinnar um skipið og farið yfir búnað um borð er varðar slökkvistörf, sjúkraflutninga og flutningsmöguleika skipsins á mannskap og búnaði.
Búast má við frekari samæfingum milli viðbragðsaðila fyrir norðan á næstu vikum en gert er ráð fyrir að Týr verði til taks á Akureyri næstu vikur. Hlutverk Landhelgisgæslunnar er að vera hlekkur í því að gæta sem best öryggis almennings og vera sem best viðbúin hinum ýmsu aðstæðum sem geta komið upp á sjó og landi. Þáttur í því er að æfa reglulega með viðbragðsaðilum víðsvegar um landið þær aðstæður sem geta komið upp í starfi þeirra.

www.kvótinn.is

                                    Farið yfir stöðu mála

                                               Reykræst 

                             Fyllst með reyklosun úr afturskipinu

                                  Spáð i teikninar varðandi leit 

                                        Hópfundur i Þyrlukýlinu 

             Einar Valsson Skipherra fer yfir björgunnarbúnað v/s Týr

           Sævar Bátmaður og reykkafari frá S.A. i sjúkrarkefa skipsins

                    Sjúkra og Slökkvibifreiðar voru sendar á staðinn 

 

 

20.10.2013 00:27

Hvalaskoðun Hafró á Eyjafirði

           Hvalaskoðun Hafró i vikunni © Mynd þorgeir Baldursson 2013

 

20.10.2013 00:23

2705-Sæþór EA 101

              2705 -Sæþór EA 101 i minni Eyjafjarðar i vikunni 

                                    Gerir klárt á leggja Netin 

20.10.2013 00:13

1281-Múlaberg Si 22

                   Múlaberg Si 22 © mynd Þorgeir Baldursson 2013

                1281 Múlaberg Si 22 © Mynd þorgeir Baldursson 2013

 

19.10.2013 17:15

Eftirlitsmaður Fiskistofu að störfum

      Einar Guðmundsson  © Mynd Þorgeir 2011

Eftirlitsmenn fiskistofu eru viða að störfum um borð

i togurum ,bátum og lika i landi þessi var með okkur 

á Sólbak  Ea 2011  

15.10.2013 22:13

Norðurljós á sjó i tunglskyni

        Ein litil og nett fyrir skipaáhugamenn © mynd þorgeir 2013

15.10.2013 19:12

Komið Færandi hendi með umbúðir

1281 Múlaberg Si 22 og 1977 Július Geirmundsson Is 270 © mynd þorgeir 2013

 

 Það var nóg að gera hjá stjána á Múlaberginu i dag i umbúðaflutningum 

  fyrir Július Geirmundsson is og  pakka sem að þurfti að komast um borð

i Oddeyrina Ea  en bæði skipin er á grálúðuslóð i norðurkantinum 

14.10.2013 20:27

1019- Sigurborg SH 12

                1019 Sigurborg SH 12 tekur trollið © mynd þorgeir 2013

                   Gert klárt til köstunnar © mynd þorgeir 2013

Smá kaldafýla á köllunum á Sigurborgu i siðustu viku þegar þeir voru að taka trollið

og aflabrögðin  eftir þvi og voru skipin að fá allt frá 300 kg og uppi 2 tonn hjá

þeim bestu en þess má geta að þetta er lengi farið og setti veðrið mikið strik 

i aflabrögð hjá flestum bátanna 

14.10.2013 13:42

Hvaða skip er þetta

              Hvaða skip er hér nánast sokkið © mynd þorgeir  2013

Eins og segir á ákveðinni skipasiðu meira á miðnætti 

  • 1

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 618
Gestir í dag: 97
Flettingar í gær: 546
Gestir í gær: 102
Samtals flettingar: 557350
Samtals gestir: 20940
Tölur uppfærðar: 19.3.2024 10:46:51
www.mbl.is