Færslur: 2017 Desember

26.12.2017 12:48

Varðskipin Þór og Ægir i Hátiðarbúning

           þór og Ægir fallega skreyttir  mynd Jón páll Ásgeirsson 

 

25.12.2017 23:45

1351 Snæfell EA 310 i jólabúning

                      1351 Snæfell EA 310 mynd þorgeir Baldursson 

 

 

25.12.2017 16:55

Kaldbakur og Björgúlfur við ÚA bryggjuna

   2891 Kaldbakur EA1 og 2982 Björgúlfur   EA 312 þorgeir Baldursson 2017

    Kaldbakur og Björgúlfur við ÚA bryggjuna i dag mynd þorgeir Baldursson 
 

25.12.2017 15:08

20 hnúfubakar i ferð

Hólmasól á leið i hvalaskoðun i morgun  Mynd þorgeir Baldursson 25 des 2017

 

                          Hólmasól Mynd þorgeir Baldursson 25 des 2017

                          Hólmasól  mynd þorgeir Baldursson 

Tæp­lega fjöru­tíu manns fóru í hvala­skoðun um ell­efu­leytið í morg­un í Eyjaf­irði

með báti fyr­ir­tæk­is­ins Eld­ing­ar, Hólma­sól.

Að sögn Arn­ars Sig­urðsson­ar, skip­stjóra á Hólma­sól,

hef­ur verið góður gang­ur í grein­inni í des­em­ber og hafa verið að sjást allt að 20 hnúfu­bak­ar í hverri ferð.

Á Þor­láks­messu fór Hólma­sól með sex­tíu ferðamenn í hvala­skoðun­ar­ferð við góðar und­ir­tekt­ir.

24.12.2017 08:42

Sólberg og Eyborg i Krossanesi

     2917  Sólberg Óf 1 og 2159 Eyborg EA 59 við bryggju i Krossanesi © þorgeir

Eyborg EA 59 hefur legið við bryggju i krossanesi siðan hún kom frá Grænlandi 

þar sem að hún frysti Grálúðu af smábátum og að sögn gekk það ágætlega 

Sólberg ÓF 1 kom i oliutöku áður en að haldið var til löndunnar á Siglufirði 

og var aflaverðmætið i þessum siðasta túr fyrir jól um 360 milljónir 

24.12.2017 00:43

Jólakveðja

           Samherjaflotinn við bryggju Mynd þorgeir Baldursson 2017

óska öllum þeim sem að hafa heimsótt siðuna Gleðilegra jóla árs og friðar 

með þökkum fyrir innlitið á árinu 

kærar kveðjur Þorgeir Baldursson 

20.12.2017 14:24

Björgunnaræfing á Pollinum

          Húni 2 og Sleipnir á Pollinum Mynd þorgeir Baldursson 2017

19.12.2017 23:10

Skötuveisla Húna 2017

Það var góð mæting i skötu og saltfiskveislu  hollvina Húna sem að haldin var i

mötuneyti Brekkuskóla þann 15 des siðastliðin Július Jónasson og Karl Steingrimsson 

sáu um eldamennskuna ásamt vösku liði hollvina Húna sem að pössuðu uppá að allir fengu

nóg að borða og með þessu var heimabakað rúgbrauð sem að  Matráður Húna 

Fjóla Stefánsdóttir bakaði  að sögn Steina Pé  voru  á annaðhundrað 

manns sem að skemmtu sér vel við harmonikkuundirleik Kristjáns frá Gilhaga 

og fóru gestir saddir og glaðir heim að þessu loknu 

                  Karl Steingrimsson og Július Jónasson  © þorgeir 2017

                           Skötuveisla Húna 2017 mynd þorgeir Baldursson 

                        Skötuveisla Húna mynd þorgeir 2017

                               Beðið eftir Skötunni mynd þorgeir 2017

                                         Allir  svangir mynd Þorgeir  2017

                                Skötuveisla Húna 2017  mynd þorgeir 

                Valur Hólm og Fjóla Stefánsdóttir  mynd þorgeir 2017

                            Viðir Ben og Jenný Ragnarsdóttir  þorgeir 2017

                  Guðmundur Baldvin Kátur með Skötuna þorgeir 2017

             Alls voru á annað hundrað i veislunni Mynd þorgeir 2017

                                 Kristján frá Gilhaga tók lgið á Nikkuna 

    Steini Pé kallaði fram þá sem að báru hitan af veislunni þorgeir 2017

       Hjörleifur formaður þakkaði gestum kærlega fyrir komuna þorgeir 2017

18.12.2017 20:01

2926 Stormur HF 294 kom til Eyja i Gærkveldi

Linubáturinn Stormur HF 294 sem að kom til reykjavikur um hádegisbilið i dag hafði 

stutta viðkomu i Vestmannaeyjum i gærkveldi og var þar um kl 23 sem að lagst var að bryggju 

frettaritari siðunnar óskar Pétur Friðriksson  var á sveimi og tók nokkrar myndir og sendi mér 

og kann ég honum bestuu þakkir fyrir afnotin 

         Stormur Hf  við Heimaklett Mynd Óskar Pétur Friðriksson 2017

     gert klárt að leggjast upp að bryggju  Mynd Óskar P Friðriksson 2017

                  Stormur við Heimaklett Mynd Óskar P Friðriksson 2017

       Stormur leggst að bryggju i Eyjum Mynd Óskar Pétur Friðriksson 2017

 

18.12.2017 12:08

Nýr bátur frá Trefjum til Norge

Ný Cleopatra 36 til Troms

 

Bátasmiðjan Trefjar í Hafnarfirði afgreiddi nú á dögunum nýjan Cleopatra bát til Nord-Lenangen í Tromsfylki í Noregi.

Kaupandi bátsins er Terje Moltubakk sem jafnframt verður skipstjóri á bátnum.

 

Báturinn hefur hlotið nafnið Sara Louise.  Báturinn mælist 14brúttótonn. 

Sara Louise er af gerðinni Cleopatra 36.

 

Aðalvél bátsins er af gerðinni Scania D13 650hp tengd ZF V-gír. 

Í bátnum er Nanni ljósavél.  Báturinn er útbúinn fullkomnum siglingatækjum af gerðinni Furuno.

Báturinn er einnig útbúin með tveimur vökvadrifnum hliðarskrúfum sem tengdar eru sjálfstýringu bátsins.  Báturinn er útbúinn til línuveiða.

Veiðibúnaður kemur frá Noregi.

Öryggisbúnaður bátsins kemur frá Viking-björgunarbúnaði.

 

Rými er fyrir 15stk 380lítra kör í lest.  Fullkomin eldunaraðstaða auk borðsals er staðsett í brúnni.  Svefnpláss er fyrir þrjá í lúkar.  Salerni með sturtu er í lúkar. 

Báturinn hefur þegar hafið veiðar.

 

                         Sara Louise i prufusiglingu  mynd Trefjar.is 

www.trefjar.is

 

17.12.2017 22:47

1525 á landleið með fullfermi

         ©1525 Jón kjartansson Su 111 á landleið með fullfermi 2014 

17.12.2017 13:09

Sami skipstjóri búinn að vera á þeim báðum hver er hann

   Guðmundur VE 29 OG Vilhelm Þorsteinsson EA11 mynd þorgeir Baldursson 

 

14.12.2017 21:21

5 Kaldbakar i Eyjafirði

Það er ekki oft sem að hægt er að setja svona skemmtilega færslu hérna inn 

að vera með fimm kaldbaka og hvað geta lesendur sagt okkur um þau 

              Siðutogarinn Kaldbakur EA1 Mynd Kristján Kristjánsson 2012

                  1395 Kaldbakur EA 1 Mynd þorgeir Baldursson 2005

                 6329 Kaldbakur EA 301  Mynd þorgeir Baldursson 

                  2891 Kaldbakur EA 1 Mynd þorgeir Baldursson 2017  

      Fjallið Kaldbakur i minni Eyjafjarðar Mynd þorgeir Baldursson 

 

13.12.2017 22:22

2184 Vigri RE 71 kominn á söluskrá

                    2184 Vigri RE 71 mynd þorgeir Baldursson 2017

Útgerð Ögur­vík­ur hef­ur ákveðið að setja frysti­tog­ar­ann Vigra RE 71 á sölu.

„Við héld­um fund með áhöfn­inni í sl. viku, skipið er í slipp núna.

Við til­kynnt­um að við hefðum hug á að end­ur­nýja skipið, þ.e. setja Vigra á sölu og finna annað skip í staðinn.“

Þetta seg­ir seg­ir Ægir Páll Friðberts­son, fram­kvæmda­stjóri Ögur­vík­ur, út­gerðarfé­lags í eigu Brims,

í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

„Það er nú þannig með sjó­manna­lög og sjó­manna­samn­inga að áhafn­ir eru ráðnar á skip.

Það er ekki hægt að flytja áhafnir  á milli skipa öðru­vísi en að segja upp ráðning­ar­samn­ing­um þeirra

Ögur­vík er ekki hætt út­gerð, Vigri verður gerður út þar til hann selst.

Við reikn­um nú með að finna skip en við þurfum að selja þetta fyrst,“ seg­ir Ægir Páll.????

Heimild Morgunblaðið 

 

13.12.2017 13:56

Stormur HF 294 kom til Færeyja i morgun

Linubáturinn Stormur HF 294 i eigu Storm seafood kom til hafnar i Þórshöfn i Færeyjum 

um kl 11 i morgun og mun hafa viðkomu þar eitthvað frameftir degi 

fréttaritari  siðunnar Jónas Sigmarsson var á kæjanum og smellti þessum myndum af 

skipverjum og skoðaði siðan bátinn með Steindóri Sigurðssyni eiganda 

       Stormur HF 294 að leggjast að bryggju Mynd Jónas Sigmarsson 2017

            búið að binda i Þórhöfn i morgun Mynd Jónas Sigmarsson 2017

        Skipstjórinn á heimsiglingunni Mynd jónas Sigmarsson 2017

            Eigandinn Steindór Sigurgeirsson mynd Jónas Sigmarsson 2017

                  Skjáir i brúnni eru stórir Mynd jónas Sigmarsson 2017

                 Brúinn er vel tækjum búinn Mynd jónas Sigmarsson 2017

          Borðsalurinn er hinn glæsilegasti mynd Jónas Sigmarsson  2017

                 setustofan er rúmgóð Mynd Jónas Sigmarsson 2017

                       Eldhúsið er rúmgott Mynd jónas Sigmarsson 2017

        Likamsræktaraðstaða er um borð Mynd jónas Sigmarsson 2017

                  linuafdragari inná dekki mynd jónas Sigmarsson 2017

                Dráttarspil og færaskifa  Mynd jónas Sigmarsson 2017

                    Uppstokkari á millidekki mynd Jónas Sigmarsson 2017

                               Millidekkið mynd Jónas Sigmarsson  2017

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 268
Gestir í dag: 22
Flettingar í gær: 546
Gestir í gær: 102
Samtals flettingar: 557000
Samtals gestir: 20865
Tölur uppfærðar: 19.3.2024 04:10:48
www.mbl.is