Færslur: 2009 September

01.10.2009 00:00

Með Hafnarröst í Ghana


                                    Pokinn flýtur upp


                                           Christjan and Mike


                                                      Chuttelfisk


                                Christjan með Gray Snapper


                                    Christjan © myndir Svafar Gestsson

30.09.2009 21:06

Auðbjörg HU 6 fargað


                         656. Auðbjörg HU 6 í slippnum á Skagaströnd á síðasta ári

Nú í vikunni hefur fyrirtækið Hringrás séð um að farga Auðbjörgu HU 6 sem staðið hefur uppi í fjölda ára í slippnum á Skagaströnd. Bátnum var velt út úr slippnum og síðan kurlaður niður.

Bátur þessi var smíðaður hjá Slippstöðinni hf. á Akureyri 1960 og var fyrsti frambyggði þilfarstrébáturinn sem þar var smíðaður. Sem Hinrik ÍS 26 var hann fyrsti rækjubáturinn sem gerður var út á rækjuveiðar í Faxaflóa. Var það árið1970 og var rækja unnin hjá Jökli hf. í Keflavík.

Báturinn hefur borið eftirfarandi nöfn: Björgvin EA 75, Leifur, Bryndís GK 17, Hinrik ÍS 26, Hinrik HU 8 og Auðbjörg HU 6.


               656. Auðbjörg HU 6, í slippnum á Skagaströnd © myndir Árni Geir 2008

                                   Varðveita átti bátinn


Fyrir tæpu ári var stofnað óformlegt félag Akureyri til að reyna að bjarga bátnum frá eyðileggingu en allt strandaði það á peningaleysi. Stofndag félagsins sem hugðist bjarga Auðbjörgu HU var 1. janúar 2008, sem jafnframt var afmælisdagur þess er sá um skíði bátsins.
Sonur Þorsteins Þorsteinssonar, skipasmiðameistara sem sá um byggingu bátsins á sínum tíma var aðalhvatamaðurinn að stofnun félagsins og reyndi hann hvað hann gat til að ná bátnum til Akureyrar.
 HANN  heitir einnig Þorsteinn Þorsteinsson og er skipasmiður.
Hann stóð fyrir boðun stofnfundar þessa björgunarfélags en vel að merkja þá var félagið mjög svo óformlegt. Þorsteinn var búinn að athuga með flutning á bátnum og hafði í því sambandi haft samband við flutningsaðila og einnig var hann búinn að reyna að fá sveitarfélagið fyrir vestan til að styrkja flutninginn.
Nægjanlegt fé fékkst því miður ekki til að koma bátnum til Akureyrar.
Nú er því miður komið sem komið er og bátnum ekki bjargað hér eftir.

30.09.2009 15:53

Þórir og Skinney


             Þórir SF 77 og Skinney SF 20 á Hornarfirði © mynd Svafar Gestsson 2009

30.09.2009 15:48

Hafnsögubátar Akureyrarhafnar


            Hafnsögubátar Akureyrarhafnar © mynd Þorgeir Baldursson í sept. 2009

30.09.2009 07:32

Aggi SI seldur til Dalvíkur


    6632. Aggi SI 8 nýkeyptur til Dalvíkur frá Siglufirði © mynd Þorgeir Baldursson í sept. 2009

30.09.2009 00:07

Jólakúlur


   JÓLAKÚLUR í gærmorgun (þriðjudag) © mynd Þorgeir Baldursson, Akureyri í sept. 2009

30.09.2009 00:02

Beta I


                                      Beta 1 í Marokkó © mynd Svafar Gestsson

30.09.2009 00:00

Sjóli


                                                      1365. Sjóli, í Marokkó


                                                    1365. Sjóli, í Las Palmas


                        1365. Sjóli, í Las Palmas © myndir Svafar Gestsson

29.09.2009 17:39

Jóhanna Gísladóttir ÍS 7 og Þinganes SF 25 á veiðum


     1076. Jóhanna Gísladóttir ÍS 7 á línuveiðum á Vopnafjarðargrunni í síðustu viku, en skipið landaði 316 körum x 300 kg pr kar í síðustu viku á Djúpavogi © mynd Þorgeir Baldursson í sept. 2009


  2040. Þinganes SF 25 á veiðum í síðustu viku í hólfi sem að kallað er skápurinn og er út af Langanesi © mynd Þorgeir Baldursson í sept 2009

29.09.2009 10:21

Samnorræn æfing


Hér sjáum við TF-SIF koma til Akureyrar nú síðdegis og flýgur hún yfir varðskipin þrjú, en um borð í flugvélinni voru dómsmálaráðherra og æðstu yfirmenn Landshelgisgæslunnar, en nú um kl. 18 þegar þetta var sett inn voru fulltrúar allra þjóðanna komnir á fund á Akureyri, þar sem málin sem til umræðu eru, eru rædd © mynd Þorgeir Baldursson í sept. 2009 (síðdegis í dag)


                          Varðskipið Týr æðir inn Eyjafjörðinn eftir hádegi í dag


                                              Týr á siglingu á Eyjafirði í dag


            Öll skipin þrjú á Akureyri í dag, eins og sést er mikill stærðarmunur á þeim


                                                          Andernes og Týr


    Rössum snúið saman laust eftir hádegi í dag © myndir Þorgeir Baldursson í sept. 2009


Nú í vikunni hefst samnorræn æfing á Norður-Atlandshafi, þar sem taka þátt íslensk, norsk og dönsk varðskip. Af því tilefni komu í gær til Akureyrar Hvitabjorn frá Danmörku  og Andernes frá Noregi og tók Þorgeir Baldursson þessa syrpu af því tilefni. Reiknað er með að skipin verði á Akureyri eitthvað fram eftir vikunni. Í dag bættist síðan íslenska varðskipið Týr í hópinn.

                                                    Lóðsinn um borð


                                           Hvitabjorn og Sleipnir


                                                          Á Eyjafirði


                          Andernes og Hvitabjorn með Kaldbak í bakgrunni


                                                  Tekið á móti springnum


                                                              Andernes


                                                            Hvitabjorn


                                                     Hvitabjorn og Andernes


    Andernes og Hvitabjorn við bryggju á Akureyri í gær © myndir Þorgeir Baldursson í sept. 2009

29.09.2009 00:00

Máritanía










                                      © myndir einn af velunnurum síðunnar

28.09.2009 17:19

Gullborg VE 38


                                     490. Gullborg VE 38 © mynd Emil Páll  1972.


                              490. Gullborg VE 38 © mynd Þorgeir Baldursson

Smíðaður hjá Nyborg Skipswærft í Nyborg í Danmörku 1946. Báturinn var sögufrægt skip til margra ára undir skipstjórn Benónýs Friðrikssonar, Binna í Gröf. Báturinn var endurbyggður hjá Bátalóni hf. í Hafnarfirði 1967. Til stóð að varðveita bátinn í Vestmannaeyjum en hætt var við það og fór hann aftur í útgerð sem stóð þó ekki nema eina vetrarvertíð og frá 2002 hefur hann verið í Reykjavík, fyrst við bryggju eða þar til hann sökk þar þá var hann tekinn upp í slipp þar sem hann er raunar ennþá. Á tímabili stóð til að gera hann að safngripi í Njarðvík, en það dagaði uppi.
Nöfn: Erna Durnhuus (frá Færeyjum), Gullborg RE 38, Gullborg VE 38, Gullborg SH 338 og Gullborg II SH 338

28.09.2009 17:09

Vonin KE 2




                                          221. Vonin KE 2 © myndir Emil Páll

Smíðanr. 587 hjá N.V. Scheepsbouwerft, De Hoop í Hardiuxveld í Hollandi 1960. Lengdur og yfirbyggður í Danmörku 1982. Fór til Afríku undir íslenskum fána 8. mars 1996 og fór ári síðar undir erlendan fána en í eigu íslendings búsettum í Chana.
Nöfn: Pálína SK 2, Vonin KE 2, Vonin ÍS 82, Sæfell ÍS 820, Sæfell GK 820, aftur Sæfell ÍS 820, Sæfell ÍS 99 og enn á ný Sæfell ÍS 820, Jón á Hofi (frá Afríku), Streymur, aftur Jón á Hofi, Rose mary og Surprise.

28.09.2009 13:43

Jón Gunnlaugs GK 444 / Hafnarberg RE 404 / Dúa RE 400


                                617. Jón Gunnlaugs GK 444 © mynd úr safni Emils Páls


                     617. Hafnarberg RE 404 © mynd Markús Karl Valsson


        617. Dúa RE 400 (sá nær) kemur með 619. Fanney HU 83 til Njarðvíkur © mynd Emil Páll 2009

Smíðaður hjá H. Siegfried Eckernförge í Eskerförd í Þýskalandi 1959. Afskráður sem fiskiskip 2006 og skráð sem skemmtiskip fyrir þann tíma. Í ágúst 2008 var sett á hann nafnið Póseidon sem leikara nafn í kvikmyndatökum og fóru þær fram m.a. við bryggjuna í Garði þann 10. ágúst 2008. Var síðan gerður út á lúðuveiðar í sumar.
Nöfn: Jón Gunnlaugs GK 444, Hafnarberg RE 404, Jói á Nesi SH 359, Jói gasalegi SH 359, Dúa SH 359 og Dúa RE 400.

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 565
Gestir í dag: 88
Flettingar í gær: 546
Gestir í gær: 102
Samtals flettingar: 557297
Samtals gestir: 20931
Tölur uppfærðar: 19.3.2024 09:39:59
www.mbl.is