Færslur: 2007 Febrúar

21.02.2007 23:13

ÁLSEY VE 2 LANDAR I EYJUM

Það er búið að vera mikið fjör i vestmannaeyjum siðustu daga loðnuvertiðin i hámarki og mikill atgangur á bryggjunum eins og  sést hérna er verið að landa úr álsey ve og vestmannaeyjarbær i baksýn og eins segir i kvæðinu þeir fiska sem róa myndina tók baldvin johansen starfsmaður isfélags vestmannaeyja  og kann ég honum bestu þakkir fyrir afnotin

21.02.2007 22:36

fréttir af loðnuveiðum

Góður gangur í loðnunni:   fengið af www.eyjafrettir.is

30 þúsund tonn komin á land

Hrognataka að hefjast og búið að frysta 6000 tonn

Ísfélag og Vinnslustöð hafa tekið á móti 28.000 tonnum af loðnu í Vestmannaeyjum og þar af er búið að frysta 6.000 tonn. Hrognataka er hafin en bræla á miðunum hefur sett strik í reikninginn og á miðvikudag voru loðnuskipin við Reykjanes.

Sighvatur VE kom inn á þriðjudagskvöld með 600 tonn sem fengust á Selvogsbanka. Klárað var að landa 500 tonnum úr Kap VE aðfaranótt miðvikudags og þá hófst löndum úr Sighvati og aflinn úr báðum skipunum fór í frystingu.

Guðni Ingvar Guðnason, útgerðarstjóri

Vinnslustöðvarinnar sagði á miðvikudagsmorgun

að loðnan væri nú vestan við Eyjar en skipin hafa leitað vestur undir Reykjanes til að vera í skjóli enda bræla á miðum. Stefán Friðriksson, aðstoðarframkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, sagði að þar á bæ væri búið að taka á móti 13.000 tonnum af loðnu á vertíðinni og u.þ.b. 3000 tonn hefðu verið fryst á Japans- og Rússlandsmarkað. Áætlað var að hefja hrognafrystingu á fimmtudag.

Hrognataka var að hefjast hjá Ísfélagi á miðvikudag en þá var verið að landa 1200 tonnum úr Sigurði VE.

Eyþór Harðarson, útgerðarstjóri, sagði að skip Ísfélagsins væru búin að veiða 30.000 þúsund tonn af loðnu og 15.000 tonn væru komin á land í Eyjum.

Ísfélagið er með sex skip við loðnuveiðarnar.

Björn Brimar, vinnslustjóri Ísfélagsins sagði að búið væri að vinna 3.000 tonn

hjá frystihúsinu. ?Þetta hefur verið mjög stíf

vika, en veðrið hefur sett strik í veiðarnar og áta í loðnunni.

Hins vegar hefur loðnan verið góð undanfarið og við erum að byrja að frysta hrogn núna, reynum að frysta loðnu með til að byrja með en svo verðum við að skipta alveg yfir í hrognin," sagði Björn Brimar.

 

 

19.02.2007 00:57

MÁLMEY SK 1

Mámey sk 1 er á veiðum i barentshafi og hafa verið þokkaleg aflabrögð frá 10 - 25 tonn á sólahring og aflaverðmæti frá 3-5 milljónum per dag auk Málmeyjar sk 1 eru Sigurbjörg óf 1 Venus hf 519  lika á svæðinu

17.02.2007 16:09

Sigurður Ve 15

Á LANDLEIÐ MEÐ FULLFERMI   Sigurður Ve 15 er á landleið, til Þórshafnar með fullfermi af loðnu,1450 tonn sem að veiddist útaf  þorlákshöfn en ekki virðist vera mikið magn þar á ferðinni, og hefur veðrið sett strik i reikninginn varðandi veiðarnar siðastliðinn sólahring

16.02.2007 22:50

Aðalskrifstofur Samherja H/F

Skrifstofuhald sameinað undir einu þaki                Samherji H/f hefur sameinað allt skrifstofuhald fyrirtækisins á Akureyri undir sama þaki að glerárgötu 30 og er skrifstofu aðstaðan með þvi glæsilegasta norðan heiða

14.02.2007 11:00

Kleifarberg Óf 2

þormóður Rammi hefur selt frystitogarann Kleifarberg Óf 2 til Brims H/F og verður skipið afhent nýjum eigendum 30 mars allri áhöfninn hefur verið boðin áframhaldandi starf  hjá nýjum eigendum nánar á skip.is

13.02.2007 23:36

Guðmundur Ólafur Óf 91 á miðunum

Fin loðnuveiði er búinn að vera undan farin sólahring og mörg skip búin að fá mjög góðan afla, hér má sjá Guðmund Ólaf óf 91, með nótina á siðunni. Mynd þorgeir baldurssongóð loðnuveiði fyrir austan eyjar

13.02.2007 09:00

Heimaey Ve 1

Heimaey Ve 1 kom fyrir skömmu úr sinni siðustu veiðiferð fyrir Isfélag Vestmannaeyja en ákveðið hefur verið að leggja skipinu sem að búið er að þjóna Vestmannaeyjingum vel og lengi skipstjóri er Sigurjón Ingvarssonkominn úr siðasta róðri á vegum Isfélags Vestmannaeyja

12.02.2007 01:10

Oddeyrin Ea 210

Oddeyrin Ea 210 kom til Akureyrar i gærmorgun kl 10 og voru þá teknar nokkrar myndir, hérna er 1 þeirra og fleiri eru i mynda albúmi.  Skipið er 55 metra langt og 12 ,2 metrar á breidd með 4000 hp MAK Aðalvél. Skipið er útbúið með rækjulinu og heilfrystibúnaði og getur dregið 2 troll.  Skipstjórar eru Guðmundur Freyr Guðmundsson og Hjörtur Valsson.  Fleiri myndir i myndaalbúmi                                   Á SIGLINGU Á EYJAFIRÐINUM

09.02.2007 23:28

Hálendismyndir /vegaskarð

ÞAÐ ER OFT FALLEGT UM AÐ LITAST Á MÖÐRUDALDÖRÆFUM  VEGASKARÐ FRAMUNDAN

09.02.2007 20:37

VIÐIR EA 910 Mettúr úr Barentshafi

Viðir  ea 910 eitt skipa Samherja  h/f kom i dag til Akureyrar með 13000 kassa og aflaverðmæti uppá 160 milljónir  sem að er einn besti árangur skipsins undir merkjum samherja . f/t Venus Hf 519 i eigu HB Granda kom lika inn til akureyrar með 11000 kassa og 148 milljónir

  • 1

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 254
Gestir í dag: 22
Flettingar í gær: 546
Gestir í gær: 102
Samtals flettingar: 556986
Samtals gestir: 20865
Tölur uppfærðar: 19.3.2024 03:48:26
www.mbl.is