Færslur: 2020 Mars

31.03.2020 22:47

Hvað verður um Önnu EA 305

                   2870 Anna EA 305 mynd þorgeir Baldursson 

Nú velta eflaust margir vöngum yfir þvi hvað verður gert við linuskipið Önnu  EA 

En sem kunnugt er var skipinu lagt og allri áhöfninni sagt upp störfum 

31.03.2020 18:11

Dagur SK 17 Seldur til Eistlands

 

                    Dagó  ex Dagur SK 17 Mynd þorgeir Baldursson 31 mars 2020

Rækjubáturinn Dagó hefur verið seldur til Eistlands 

Dögun á Sauðárkróki hyggst ekki gera út skip til rækjuveiða á Íslandi á þessu ári og hefur sett Dag SK 17 á sölu.

Áhöfninni, fimm manns,  verður sagt upp en hluta hennar býðst mögulega að halda sínum plássum hjá nýjum eiganda gangi samningar um söluna eftir.

Dögun hyggst auka framleiðslu á iðnaðarrækju í verksmiðjunni á Sauðárkróki og stefnt er að vinnslu á 10.000 tonnum á þessu ári.

Dögun hefur starfað óslitið frá árinu 1983 og hefur sérhæft sig í veiðum og vinnslu á rækju.

Rækjuverksmiðjan tók til starfa snemma árs 1984 og var þá að mestu unnin innfjarðarrækja úr Skagafirðinum.

Verksmiðja félagsins hefur verið endurbætt og stækkuð reglulega og er nú ein fullkomnasta rækjuverksmiðja á Íslandi.

Óskar Garðarsson, framkvæmdastjóri Dögunar, segir ástæður þess að ekki verði gert út á rækjuveiðar þær að veiðarnar standi ekki undir sér.

Þar er ekki um lágt verð að sakast heldur ónóga veiði og kostnaðarsamt úthald.

                    Dagó i krosssanesi i dag mynd þorgeir Baldursson 2020

Of hár kostnaður

„Rekstrarskilyrði fyrir rækjuútgerð hafa verið erfið í nokkuð mörg ár eða 10-15 ár.

Aðallega snýst það um litla veiði sem er undir því sem þarf til að útgerð borgi sig.   Kostnaðurinn sem hlutfall af tekjum er of hár þegar aflinn er ekki meiri en raun ber vitni,“ segir Óskar.

Borist hefur tilboð í Dag SK  frá Eistlandi þar sem það yrði gert út á rækju undir eistnesku flaggi.

Samningurinn er þó ekki frágenginn.  Dagur var keyptur 2016 frá Írlandi en skipið var smíðað á Spáni árið 1997.

            Skipverjar á Dagó mynd þorgeir Baldursson 31 mars 2020

31.03.2020 12:12

Eimskip tekur tvö skip úr rekstri

                Goðafoss Mynd þorgeir Baldursson 19 feb 2020

 

Eim­skip fækk­ar um tvö skip í rekstri í byrj­un apríl og mun fyr­ir­tækið skila Goðafossi og Lax­fossi fyrr en áður var áætlað og þannig lækka fast­an rekstr­ar­kostnað, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu til kaup­hall­ar­inn­ar. Þar seg­ir að um tíma­bundn­ar breyt­ing­ar sé að ræða vegna áhrifa út­breiðslu kór­ónu­veirunn­ar og mun fé­lagið því reka átta skip í stað tíu.

Skip­in tvö voru í des­em­ber seld fyr­ir um 480 millj­ón­ir króna.

Eimskip selur gámaskipin Goðafoss og Laxfoss

Frétt af mbl.is

Eim­skip sel­ur gáma­skip­in Goðafoss og Lax­foss

Breyt­ing­arn­ar eru miða meðal ann­ars af því að mæta breytta áherslu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja sem hafa lagt aukna áherslu á fryst­ar afurðir í kjöl­far sam­drátt­ar í eft­ir­spurn eft­ir fersk­um afurðum. „Við sjá­um að fersk­ar sjáv­ar­af­urðir eru að fær­ast í fryst­ar og ger­um m.a. breyt­ing­ar á kerf­inu til að mæta því. Á sama tíma leggj­um við áherslu á hraða þjón­ustu fyr­ir ferskvöru til Íslands og Fær­eyja. Eim­skip hef­ur gripið til ým­issa aðgerða til að tryggja ör­yggi starfs­manna og á sama tíma tryggja áreiðan­leika og okk­ar víðtæku þjón­ustu til viðskipta­vina á þess­um for­dæma­lausu tím­um,“ seg­ir Vil­helm Már Þor­steins­son, for­stjóri Eim­skips.

Engin eftirspurn í Frakklandi

Frétt af mbl.is

Eng­in eft­ir­spurn í Frakklandi

Í til­kynn­ing­unni seg­ir að „nýja sigl­inga­kerfið mun veita sam­bæri­lega þjón­ustu og áður frá lyk­il­höfn­um og verða með stysta mögu­lega flutn­ings­tíma frá meg­in­landi Evr­ópu, Skandína­víu og Bretlandi til Íslands og Fær­eyja“

Kveðst Eim­skip ætla meðal ann­ars að halda stysta flutn­ings­tíma frá meg­in­landi Evr­ópu, Skandína­víu og Bretlandi til Íslands og Fær­eyja og stutt­um flutn­ings­tíma frá Íslandi til Rotter­dam og Brem­er­haven. Auk þess verður þjón­usta við strönd­ina á Íslandi veitt bæði með sjó- og land­flutn­ing­um

Breyt­ing­arn­ar eru sagðar tíma­bundið sigl­inga­kerfi sem Eim­skip mun hafa í rekstri þar til sam­starfið við Royal Arctic Line hefst en áætlað er að það verði seint á öðrum árs­fjórðungi 2020.

30.03.2020 22:44

Áhöfnin á Sirrý bíður niðurstöðu úr Covid-19 prófi

                   2919 Sirrý is 36 Mynd þorgeir Baldursson 12 mars 2020

 

Áhöfnin á Sirrý ÍS sem gerir út frá Bolungarvík á Vestfjörðum bíður nú eftir því að fá niðurstöðu úr Covid-19 prófi sem einn skipverjanna fór í fyrir vestan í morgun. Togarinn verður í höfn þar til niðurstaða fæst og skipverjarnir sem eru á annan tug fara að öllu með gát.

Kærastan skipverjans, sem ekki er búsett á Vestfjörðum, er smituð af Covid-19. Sýni skipverjans þarf að senda suður til Reykjavíkur í greiningu og er niðurstöðu að vænta á miðvikudag.

Höskuldur Bragason er skipstjóri á Sirrý ÍS sem er skip í eigu Jakobs Valgeirs. Höskuldur segir áhöfnina bíða niðurstöðu úr sýni félaga þeirra.

„Það er enginn okkar smitaður, svo við vitum. Þetta er bara fyrirbyggjandi aðgerð,“ segir Höskuldur um áhöfnina sem fer öllu með gát á meðan.

Ef í ljósi komi að skipverjinn sé smitaður þá þurfi auðvitað að skoða aðra í áhöfninni. Á sjónum sé unnið í þröngu rými.

Möguleg harmónikkuáhrif

Ljóst er að smit í áhöfninni myndi hafa töluverð áhrif á samfélagið fyrir vestan. Gæti haft harmonikkuáhrif. Þannig hafi löndunin mikil áhrif á störf í frystihúsinu í Bolungarvík þótt vissulega séu fleiri bátar sem landi á svæðinu.

„Konur manna um borð náttúrulega vinna í fyrstihúsinu eða sinna öðrum störfum í bænum. Þess vegna taka menn enga sénsa. Við bíðum bara.“

Hann segir mannskapinn ekki hafa umgengist íbúana mikið undanfarnar vikur. Skipverjar rétt komi í land og eru svo farnir aftur. Menn séu hraustir en maður viti auðvitað aldrei. Alls öryggis sé gætt.

Vestfirðir hafa verið svo til lausir við greind smit hingað til. Á Covid.is sést að þrjú smit hafa greinst á Vestfjörðum. Tvö þeirra eru þó frá fólki með lögheimili á Vestfjörðum þótt það búi alls ekki þar.

Verður erfitt að sleppa frá þessu

„Fyrsta smitið var einhver sem kom að utan og fór í sóttkví fyrir sunnan þegar hann greindist, og hefur ekki komið hingað. Svo var annar nálægt Reykhólum og með lögheimili á Patreksfirði,“ segir Höskuldur. 

 Hann segir fólk á Vestfjörðum meðvitað að veiran muni koma, á Vestfjörðum eins og annars staðar.

„En við vitum að það verður erfitt að sleppa alveg frá þessu. Það er bara hversu harkalegt þetta verður. Við viljum bara hefla þetta niður svo þetta komi ekki eins og einhver snjóhengja.“

Uppfært klukkan 12:20: Greint hefur verið frá fyrsta smitinu á Vestfjörðum að því er fram kemur á vef Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða.

30.03.2020 20:58

Akranes á Seyðisfirði i dag stutt stopp

i dag 30 mars  kom Akranes nýjasta skip smyril Line til Seyðisfjarðar með vörur  skipið stoppaði  stutt 

og hélt siðan áfram til þorlákshafnar og verður þar á morgun  þar sem að skipið tekur vörur 

en Ómar Bogasson  tók meðfylgjandi myndir og sendi Siðunni og kann ég honum bestu þakkir fyrir afnotin 

           Akranes  á Seyðisfirði  mynd  ómar Bogasson 30 mars 2020

                   Akranes kemur að bryggju mynd ómar Bogasson 30 mars 2020
    Akranes siglir út fjörðinn Gullver Ns 12 i forgrunni mynd ómar Bogasson 

30.03.2020 20:26

Harstad sækir búnað i Helguvik

                    Varðskipið Harstad  Mynd þorgeir Baldursson 2012 

I gærkveldi kom Norska varðskipið Harstad til Helguvikur og var erindið að sækja búnað

sem að notaður hafi verið vegna loftrýmisgæslu Norðmanna og komst ekki i flug 

né flutninga skip  skipið hélt siðan aftur áleiðiðs heim til Noregs um kl 13 i dag 

Hilmar Bragi ljósmyndari Vikurfrétta sendi mér myndir af skipinu i Helguvik 

og kann ég honum bestu þakkir fyrir afnotin 

            Harstad i Helguvik i Gærkveldi  Mynd Hilmar Bragi 29 mars 2020

                         Harstad  Mynd Hilmar Bragi 29 mars 2020

                            Harstad Mynd Hilmar Bragi 29 mars 2020

               Týr OG Harstad i Helguvik Mynd Hilmar Bragi 29 mars 2020

                       Harstad mynd Hilmar Bragi 29 mars 2020

          Norski fáninn i skut Harstad mynd Hilmar Bragi 29 mars 2020
 
 

29.03.2020 12:08

Helga Maria og Eirikur Ragnarsson

                     1868   Helga Maria AK 16 mynd þorgeir Baldursson 

                  Eirikur Ragnarsson skipst Mynd þorgeir Baldursson 

 

28.03.2020 15:47

Netarall hafið i 25 sinn

                Netaveiðar mynd þorgeir Baldursson 1mars 2013

Fyrsti bátur lagði af stað í netarall Hafrannsóknastofnunar þann 25. Mars. Næstu daga byrja aðrir bátar einn af öðrum.

Netarallið stendur fram í síðari hluta apríl og taka 5 bátar þátt í netarallinu.

Magnús SH í Breiðafirði, Saxhamar SH í Faxaflóa, Friðrik Sigurðsson ÁR frá Reykjanesi að Skeiðarárdjúpi, Sigurður Ólafsson SF frá Meðallandsbugt að Hvítingum og Geir ÞH fyrir norðurlandi.

Um 45-60 trossur eru lagðar á hverju svæði og er þeim dreift innan svæða á helstu hrygningarslóðir þorsks. Á hverju svæði er helmingur lagður í fyrirfram ákveðna punkta,

svokallaðar fastar stöðvar en hinn helmingurinn er lausar stöðvar sem skipstjórar ákveða hvar skulu lagðar.

Markmið verkefnisins er að safna upplýsingum um lengdar- / þyngdasamsetningu, kynþroska og vöxt eftir aldri á helstu hrygningarsvæðum þorsks.

Einnig til að meta árlegt magn kynþroska þorsks sem fæst í þorskanet á hrygningarstöðvum og meta breytingar í gengd hrygningarþorsks á mismunandi svæðum.

Heimild Hafogvatn.is

28.03.2020 11:18

Blóðbað i Barentshafi

                 2917 Sólberg ÓF 1 Mynd þorgeir Baldursson 2018

 

Sólberg ÓF komið með 1.000 tonn upp úr sjó

 

Blóðbað í Barentshafinu


Sólberg ÓF er komið með 1.000 tonn upp úr sjó í Barentshafinu af blönduðum afla á einungis hálfum mánuði. Þetta þýðir líklega um 550 tonn af flökum, bitum og öðrum afurðum því Sólbergið er fullbúið frystiskip með flaka- og bitavinnslu og vatnsskurðarvél frá Völku. Sigþór Kjartansson skipstjóri segir mikil veiði hafi verið undanfarið og óhætt að segja að mannskapurinn hafi staðið i „blóðbaði í Barentshafinu“.

GUÐJÓN GUÐMUNDSSON

gugu@fiskifrettir.is

„Við komum hingað út 9. mars um hádegisbil. Það var alltaf í spilunum að fara hingað en þetta var í seinna fallinu núna. Við höfum yfirleitt lagt af stað um mánaðamótin janúar-febrúar en samningar gengu eitthvað hægt við Norðmenn að þessu sinni,” segir Sigþór.

Útstímið tók ekki nema þrjá sólarhringa enda hrepptu þeir gott veður alla leið.

Sama áhöfn er að uppistöðu á Sólbergi og var áður á Mánaberginu. Eftir að hið fyrrnefnda var tekið í drift hefur verið farinn einn túr á ári í Barentshafið en þeir voru tveir á Mánaberginu. Sólbergið er einn fullkomnasti frystitogari landsins með heilmikilli vinnslu um borð. Áhöfnin telur enda 34 menn og fiskurinn er unninn í flök og hnakkastykki og aðra bita. Ekki hafa verið framleiddir hnakkar í túrnum í Barentshafi en heilmikil framleiðsla hefur verið á heimamiðum. Afurðirnar eru frystar og fara vonandi á bestu verðum enda gæðavara.

Fullur af loðnu

„Aflabrögð hafa að stærstum hluta verið góð. Þetta byrjaði reyndar ekkert sérstaklega. Það hafði verið góð veiði áður en við komum á miðin í janúar og febrúar. Svo kom bakslag í veiðarnar en þær hafa verið með miklum ágætum núna undanfarna tíu daga. Það má lýsa þessu sem blóðbaði síðustu daga. Þetta er vænn fiskur og meðalvigtin síðustu daga er að minnsta kosti 4 kíló og ágætis gota í honum. Hann er fullur af loðnu og hérna er ekki hægt að kvarta undan loðnuleysi þótt engar loðnuveiðar fari fram. Norðmenn láta þorskinn um loðnuna enda er hann vel haldinn. Það er hellings æti í sjónum.“

 

Á miðunum er heill floti af rússneskum skipum og ekki önnur íslensk skip nema Sólbergið og Örfirisey RE. Sigþór er í spjallfæri við íslenska skipstjóra á erlendum skipum sem þarna eru, þ.e. Kirkella og Santa Princesa sem tengjast Samherja. Veiðar ganga vel hjá flestum.

 

Kvótinn minni en möguleikarnir

„Við gætum tekið um 800 tonn til viðbótar upp úr sjó en við eigum ekki eftir kvóta nema upp á 350-370 tonn til viðbótar. Núna hefur reyndar verið bræla í eina fjóra daga. Við bíðum eftir að það hægist um. En sjólagið er mildara hérna þó við höfum alveg lent í því í gegnum árin að fá á okkur mikinn sjó. Hérna er lofthitinn sitt hvorum megin við núllið og sjávarhitinn er rúmar 5 gráður og botnhitinn nálægt 6 gráðum.“

 

Lítið er af ýsu á miðunum. Meðafli með þorskinum má ekki fara yfir 30%. Þorskur í þessum túr er á milli 80-90% af afla.

 

„Nú á eftir að koma í ljós hvað fæst fyrir afurðirnar því það eru vissulega blikur á lofti. Ég býst samt við því að frosinn fiskur komi betur út úr þessari stöðu en margt annað.“

 

27.03.2020 23:44

Enn truflar veður veiðar

              Löndun úr Blæng Nk mynd Smári Geirsson 

Frystitogarinn Blængur NK kom til Neskaupstaðar í gær að lokinni 20 daga veiðiferð. Aflinn var 500 tonn upp úr sjó og blandaður. Verðmæti aflans var tæplega 180 milljónir króna.
Síðan var haldið norður fyrir land. Staðreyndin er sú að við ráðum ekki hvar veitt er, það er veðrið sem ákveður það. Það virðist ekkert lát á þessum brælum sem einkennt hafa veturinn og skipin hrekjast fram og til baka undan þeim.

Heimasíðan ræddi við Bjarna Ólaf Hjálmarsson skipstjóra og var fyrst spurt hvar skipið hefði verið að veiðum. „Við fórum hringinn. Við byrjuðum hér fyrir austan og fórum þaðan suður fyrir.

Annars getum við ekki kvartað hvað veiðina varðar. Alls staðar var þokkalegasta kropp og veiðiferðin telst góð. Gert er ráð fyrir að skipið fari út á ný á sunnudag og það eru gerðar ýmsar ráðstafanir til að tryggja að Covid-19 komist ekki um borð.

Til dæmis fór öll áhöfnin frá borði í gærmorgun og þá var skipinu læst. Það verður svo ekki opnað á ný fyrr en hálftíma fyrir brottför. Þá gilda strangar reglur um áhöfnina.

Einn úr áhöfninni á konu í sóttkví og hann fer að sjálfsögðu ekkert heim á meðan staldrað er við í landi. Það verður að taka þetta föstum tökum,“ segir Bjarni Ólafur.

26.03.2020 21:25

Allir Bátar Hvalaskoðunnarfyrirtækja bundnir

 það er hálf erfið  staða hjá Hvalaskoðunnarfyrirtækjum i Eyjafirði þetta timabil sem að nú er að hefjast þar sem að að samkomubann hefur verið sett á 

og einsýnt að hvalaskoðun gengur ekki þvi að ekki fleiri en tveir geta komið saman i hóp við þessu hafa fyrirtækin brugðist með þvi að fella niður 

Allar ferðir til að minnsta kosti til 14 april og jafnvel lengur en i samtali við forsvasfólk þessara fyrirtækja fannst þeim hvalaskoðunin gengið vel i vetur 

nema óveðurskaflinn i desember og janúar þar sem litið var hægt að sigla og veður slæmt hinsvegar þykir það tiðindum sæta að talsvert af 

Hnúfubak hefur sýnt sig inná Pollinum og jafnvel nokkir saman og hefur sést til hvals allveg norður að Gjögrum i minni Eyjafjarðar 

               Hvalaskoðun  Á pollinum Mynd þorgeir Baldursson 

                   1487 Máni EA Mynd þorgeir Baldursson  

               Whales EA 200 á Pollinum mynd Þorgeir Baldursson 

                   2938 Konsull Kemur úr hvalaskoðun mynd þorgeir Baldursson 

 

 

 

26.03.2020 14:18

Hlé á Kolmunnaveiðum framyfir páska

                 2909 Bjarni Ólafsson  AK 70 mynd Smári Geirsson  

 

Nú eru öll kolmunnaskipin sem landa hjá Síldarvinnslunni komin til hafnar af miðunum vestur af Írlandi.

Bjarni Ólafsson AK kom til Neskaupstaðar á föstudag með 1.200 tonn og Börkur NK kom þangað á sunnudag með 2.200 tonn.

Loks kom Beitir NK á mánudag með 1.750 tonn. Nú verður gert hlé á veiðunum fram undir páska en þá munu veiðar væntanlega hefjast á ný á gráa svæðinu suður af Færeyjum.

Hafþór Eiríksson, verksmiðjustjóri í Neskaupstað, segir að vinnsla á kolmunnanum hafi gengið afar vel. Úr honum fæst gott mjöl  og eitthvað lýsi,

en lýsið í fiskinum hefur farið minnkandi enda er hann að horast mjög um þessar mundir. 

Heimasiða svn.is

 

26.03.2020 13:59

Þjálfun á Magna frestað vegna veirunnar

                        2985   Magni  Mynd Hilmar Snorrasson  2020

                                       2985 Magni        Mynd Hilmar Snorrasson  2020

                                   2985 Magni Mynd hilmar Snorrsson 2020

Nýi drátt­ar­bát­ur­inn Magni, sem kom til lands­ins í lok fe­brú­ar, hef­ur reynst vel en kór­ónu­veir­an hef­ur sett strik í reikn­ing­inn í sam­bandi við þjálf­un starfs­manna.

Gísli Jó­hann Halls­son, yf­ir­hafn­sögumaður hjá Faxa­flóa­höfn­um, seg­ir að þegar þjálf­un­in hafi verið búin að standa yfir í viku hafi Hol­lend­ing­arn­ir sem hafi séð um hana verið kallaðir heim vegna veirunn­ar sunnu­dag­inn 15. mars.

„Við höf­um því aðeins verið að fikra okk­ur sjálf­ir áfram,“ seg­ir hann og bæt­ir við að vegna góðra aðstæðna í fyrra­dag hafi bát­ur­inn verið notaður til að færa skip Eim­skips í Reykja­vík­ur­höfn.

Þá standi til að taka þjálf­un með Land­helg­is­gæsl­unni í dag eða á morg­un.

„Við för­um mjög var­lega,“ seg­ir Gísli um stöðuna og nefn­ir að ekki hafi verið hægt að halda áfram þjálf­un í Stýri­manna­skól­an­um vegna veirunn­ar. „Við tök­um hænu­skref,“ seg­ir hann.

200 milur mbl.is

26.03.2020 09:35

Við verðum að stækka hratt

Skaginn 3X með verkefni út um allan heim

   Ingólfur Árnasson framkvst mynd Hag 

 Flæðilínur, ofurkæling, mannlausar lestar, risavaxin verkefni út um allan heim og framundan er fjórða iðnbyltingin í landvinnslunni. Allt hefur þetta orðið til í hugskoti íslenskra frumkvöðla og fáir þekkja söguna betur en Ingólfur Árnason, framkvæmdastjóri Skagans 3X.

Burðarásinn í atvinnulífinu á Akranesi er Skaginn 3X. Fyrirtækið og umfang þess stækkar með hverju árinu. Nú er svo komið að framleiðslan á Sindragötu á Ísafirði hefur sprengt utan af sér og sömu sögu er að segja á Akranesi. Framundan eru mörg stór verkefni, ekki síst erlendis, og innleiðing nýrrar tækni í eigin framleiðslu fyrirtækisins.

Ingólfur Árnason er driffjöðurin að baki fyrirtækinu og stærsti eigandi. Að loknu tæknifræðinámi í Danmörku á níunda áratugnum hóf hann störf hjá Framleiðni, sjávarafurðadeild Sambands íslenskra samvinnufélaga. Hans hlutverk var að heimsækja fiskvinnslur víða um land og innleiða nýja tækni. Á þessum árum var allur fiskur flakaður í bökkum og bakkarnir fluttir fram og til baka með handafli. Þá fæddist honum sú hugmynd að færa vinnuna inn á færibönd og útkoman var sú að fyrsta flæðilínan var kynnt til sögunnar 1983. Þar með var flæðilínuvæðingin hafin í íslenskri fiskvinnslu. Hugmyndin og heitið á fyrirbærinu varð til í hugskoti Ingólfs, sem og enska útgáfan flowline. Með flæðilínunni urðu miklar framfarir og framleiðniaukning í sjávarútvegi.

Mjór er mikils vísis

Fyrir um 30 árum þótti mjög gott ef nýtingin úr þorski í flök væri 40-43% en Ingólfur bendir á að hún sé nú miklu nær 48-50%. Þannig hefur fiskvinnslunni fleygt fram á þremur áratugum.

Þessi 7 prósentustiga aukning úr 40-43% nýtingu í 48-50% nýtingu þýðir að nýtingin á hverjum þorski hefur aukist um 20%. Þetta má þakka flæðilínuvæðingunni og því að láta fiskinn ekki stöðvast í vinnslunni. Þetta gerist með betri meðferð á hráefninu sem hefst strax úti á sjó og hvatinn er ekki síst takmörkuð auðlind og nauðsyn þess að fullnýta hráefnið.

Kvótakerfið var tekið upp á svipuðum tíma og flæðilínuvæðingin hófst og á örfáum árum var búið að flæðilínuvæða allt Ísland. Í framhaldinu var tæknin innleidd í Noregi, Kanada og víðar um heim.

Ingólfur fór í framhaldinu að starfa sjálfstætt og í samstarfi við Þorgeir & Ellert á Akranesi sem tóku að sér smíðavinnu. Í dag eru Skaginn og Þorgeir & Ellert systurfyrirtæki. Við tók þróun og smíði á næstu kynslóð flæðilína sem var með vigtareftirliti. Til varð fyrsta vigtartengda flæðilínan sem sýndi nýtinguna frá hverjum starfsmanni, afköst og fleira. Innleiðing á þessari tækni hófst árið 1988 og var mikið framfaraspor fyrir fiskvinnsluna og stuðlaði að mikilli framleiðniaukningu.

Ný kynslóð flæðilínu hafði verið þróuð í samstarfi við Pólstækni á Ísafirði sem á þessum árum var annað tveggja, lítilla fyrirtækja sem sérhæfði sig í framleiðslu á vogum. Hitt var Marel. Fyrsta vigtartengda flæðilínan var seld til Vestmanna í Færeyjum. Um svipað leyti fór Pólstækni í gjaldþrot. Þórólfur Árnason, fyrrverandi borgarstjóri og núverandi forstjóri Samgöngustofu, var þá hægri hönd Geirs Gunnlaugssonar, forstjóra Marel. Hann hafði samband við Ingólf og bauð upp á samstarf við Marel.

Fyrsta skurðarvélin

Samstarfið við Marel varði í talsverðan tíma og samhliða því byrjar Ingólfur einnig að þróa fyrstu sjálfvirku skurðarvélina.

„Menn höfðu nú ekki mikla trú á því að unnt væri að skera fisk á milli færibanda en við smíðuðum vél og sýndum fram á að það væri hægt. Í framhaldinu gerði ég samning við Marel um að fyrirtækið smíðaði fyrstu skurðarvélina með myndavél fremst í henni. Það hittist þannig á að hjá Marel vann ungur maður að sínu doktorsverkefni og sérsvið hans var myndgreiningartækni. Hann hafði þróað tæki fyrir færabandaflokkara sem átti að greina sporð frá miðstykki eða hnakka. Marel nefndi tækið formflokkara. Doktorsefnið var Hörður Arnarson, núverandi forstjóri Landsvirkjunar. Ég hafði séð þessa tækni og fannst kjörið að tengja hana við nýju skurðarvélina. Það varð úr og til varð fyrsta skurðarvélin með myndgreiningartækni og hún rokselst enn þann dag í dag hjá Marel. Hún hefur auðvitað verið þróuð mikið áfram en það voru við Hörður sem gerðum fyrstu skurðarvélina með myndgreiningartækni,“ segir Ingólfur.

Ingólfur seldi Marel framleiðsluréttinn á skurðarvélinni sem hann segir nú að hafi verið mikil mistök af sinnu hálfu. Marel hóf einnig framleiðslu á flæðilínum þegar fyrirtækið flutti framleiðslu sína í Garðabæinn enda var þessi uppfinning Ingólfs ekki einkaleyfisvernduð.

Skaginn 3X verður til

1998 stofnaði Ingólfur fyrirtækið Skagann. Hófst strax á vegum nýstofnaðs fyrirtækis útflutningur á vigtartengdum flæðilínum um allan heim. Það sem hefur einkennt feril Ingólfs og fyrirtækja hans er framsýni. Nú var búið að flæðilínuvæða vinnsluna en fjölmörg verkefni önnur í tengslum við meðferð sjávarafla voru framundan. Skaginn fór að beina sjónum sínum að kælitengdum lausnum. Undanfarin 20 ár hefur fyrirtækið unnið að þróun á kælitækni og hefur sá þáttur starfseminnar vaxið gríðarlega.

Fyrir fjórum árum varð 3X Technology á Ísafirði systurfélag Skagans. Hófst þá þróun á enn einni byltingarkenndri tækninni sem ekki sér fyrir endann á, íslausri kælitækni. Þróunarvinnan byggði á góðu samstarfi við FISK Seafood, Iceprotein á Sauðárkróki og Matís sem styrkt voru af Tækniþróunarsjóði og AVS-sjóðnum.  Sambærilegt þróunarsamstarf hefur átt sér stað hvað varðar nýsköpun í uppsjávarvinnslum sem jafnframt hefur verið stutt af opinberum sjóðum. Þau fyrirtæki sem hvað mest hafa rutt brautina með Skaganum 3X, í uppsjávarlausnum, eru HB Grandi, Síldarvinnslan, Eskja, Skinney-Þinganes, Ísfélagið í Vestmanneyjum og færeyska fyrirtækið Varðin Pelagic.


Framfarir kvótakerfinu, umhverfis- og auðlindastýringu að þakka

 

Ingólfur þakkar það kvótakerfinu og aukinni umhverfis- og auðlindastýringu þann vilja og áhuga sem stóru sjávarútvegsfyrirtækin hafa sýnt nýrri tækni og aðferðafræði.

„Það góða við kvótakerfið er að það leggur þá ábyrgð á menn að þeir fari vel með auðlindina og nýti hana til hins ítrasta. Aukin nýting á þorski í afurðir um 20% á er að stórum hluta kvótakerfinu að þakka. Það varð að skapa meiri verðmæti úr aflanum og leita leiða til að auka geymsluþol og koma vörunni meira út í ferskfisk og dýrari afurðir. Þetta skipti miklu minna máli þegar allir gátu veitt eins og þeir vildu. Þegar það þarf að greiða fyrir aðgang að auðlindinni þá þurfa menn gera sem mest úr aflanum. Þetta virkar sem hvati til þess að gera betur og smitar út frá sér í aðrar greinar, til að mynda tæknigreinarnar. Sem dæmi má nefna að nútímavædd uppsjávarvinnsla greiðir um eina klukkustund í laun fyrir 1.500 kíló af pakkaðri vöru. Fyrir tæknivæðingu uppsjávarvinnsla þótti gott að sleppa með 150 klukkustundir fyrir sambærileg störf. Með tækniframförum er því búið að tífalda afkastagetuna. Við erum alveg að komast á þann stað að uppsjávarvinnsla fari fram án þess að mannshöndin komi nokkurn tíma nærri afurðinni.“

Hefja uppsetningu á Kúril-eyjum í haust

Lykillinn að vexti Skagans 3X er samstarf við íslensk sjávarútvegsfyrirtæki.

„Við værum ekki að selja uppsjávarverksmiðju til Kúril-eyja núna nema vegna þess að við nutum samstarfs við Síldarvinnsluna á sínum tíma við þróun á fyrstu stóru plötufrystunum. Svo kemur til samstarfs við önnur sjávarútvegsfyrirtæki og tæknistigið eykst jafnt og þétt,“ segir Ingólfur.

Tækniforskot Íslands spyrst út og eftirspurn kemur erlendis frá. Nýjasti samningur Skagans 3X í samstarfi við Frost og Rafeyri á Akureyri snýst einmitt um uppbyggingu á uppsjávarvinnslu rússneska sjávarútvegsrisans Gidrostroy í Rússlandi. Til að gefa hugmynd um stærð fyrirtækisins má nefna að það fer með álíka stóran kvóta og allur íslenski kvótinn er. Á Kúril-eyjum verður reist hátæknivædd uppsjávarverksmiðja með afkastagetu upp á 800 tonn á sólarhring. Hráefnið, sem verður mestmegnis sardína, fer inn í verksmiðjuna og kemur út úr henni pakkað og tilbúið til flutnings á markaði nánast án þess að mannshöndin snerti nokkurn tíma á því.

Fulltrúar frá Gidrostroy komu hingað til lands á einkaþotu á síðasta ári í þeim erindum að skoða lausnir Skagans 3X. Frá Reykjavík var síðan flogið til Egilsstaða og ekið þaðan til Eskifjarðar og á Neskaupstað þar sem uppsjávarverksmiðjur voru skoðaðar. Frá Íslandi hélt hópurinn til Noregs og skoðaði  tæknilaunir varðandi uppsjávarverksmiðjur þar. Eftir þessa yfirreið barst Ingólfi símtal frá Alexander Verkhovksy, eiganda Gidrostroy. Skilaboðin voru þau að Rússar væri á sínum stað hvað viðkemur lausnum í uppsjávarvinnslu, Íslendingar í fararbroddi og Norðmenn einhvers staðar þar á milli. Gidrostroy vildi lausn Skagans 3X.

Hafist verður handa við uppsetninguna í haust. Eitt af úrslausnarefnunum var hvernig koma ætti starfsmönnum fyrirtækjanna fram og til baka. Þessu fylgir umtalsverður kostnaður því á milli 50-60 manns frá Skaganum 3X, Frost og Rafeyri munu vinna við uppsetninguna í tveimur áföngum og ferðakostnaðurinn fram og til baka er á aðra milljón króna á hvern mann. Ráðgert er að flogið sé til Moskvu, þaðan til Vladivostok og Shakalin-eyju. Þaðan er farið síðasta spölinn með skipi til Shikotan-eyju í Kúril-eyjaklasanum. Ferðalagið tekur þrjá daga. Verið er að reisa góða starfsaðstöðu í eynni þar sem mannskapurinn mun halda til meðan á verkinu stendur. Vinna við fyrri áfangann hefst í haust og stendur fram á vetur. Svo stendur til að hefja seinni áfangann næsta vor.

4. iðnbyltingin í landvinnslu

Þróun og framleiðsla á flæðilínum fyrir bolfiskvinnslu var upphafið að farsælum ferli Ingólfs innan tæknigeirans. Og þangað leitar hugurinn. Hann segir að framundan sé fjórða iðnbyltingin í landvinnslu á bolfiskafla.

Fyrir dyrum stóð árið 2014 að FISK Seafood léti smíða fyrir sig nýjan togara sem síðar fékk nafnið Drangey og kom til landsins síðla sumars 2017. FISK Seafood óskaði eftir þróunarsamstarfi hvað varðar ofurkælingu, vinnslubúnað til að kæla fisk um borð í veiðiskipum án þess að ís eða krapi komi þar nærri. Úr varð að farið var í verkefnið með aðkomu rannsóknaraðilanna Iceprotein og Matís.  Íslaus kæling var í framhaldinu sett í skip FISK Seafood, Málmey, fyrst skipa í heiminum. Það var gert 2014 og hefur búnaðurinn því fengið eldskírn sína þar og var því ákveðið að búnaðurinn yrði einnig settur um borð í Drangey.

„Í framhaldi af þessu ákveður HB Grandi að láta smíða sín skip. Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, kallar mig á sinn fund og segir fyrirtækið ekki vilja byggja ný skip með sama fyrirkomulagi í lest og tíðkast hafði. Hann taldi það ekki boðlegt fyrir áhafnirnar. Ég taldi nú í fyrstu að ekki væri svo einfalt að gera stórar breytingar á því fyrirkomulagi. En Vilhjálmur vildi að við leystum þetta verkefni í samvinnu. Eftir miklar vangaveltur duttum við niður á alveg einstaka lausn. Við gerðum teikningu að mannlausri lest en vissum samt ekki alveg hvernig við áttum að leysa verkefnið tæknilega. Við smíðuðum módel í skipamíðastöðinni hérna á Akranesi til þess að sjá hvernig tæknin gæti virkað. Tæknilausnir af þessu tagi, sem þróaðar hafa verið allt frá veiðum til sjálfvirkrar löndunar á síðustu fjórum árum er það byltingarkenndasta sem gert hefur verið í íslenskum sjávarútvegi. Þær eiga eftir að breyta öllu. Nú erum við að fara af stað með þessum sömu fyrirtækjum, HB Granda og FISK Seafood, og ætlum að skoða möguleika á nýrri tækni í bolfiskvinnslu í landi,“ segir Ingólfur.

Knarr

Markmiðið verður að auka kælingu og meðferð fisksins í vinnsluferlinu með nýrri hugsun. Ingólfur segir að litlar framfarir hafi í raun orðið í þessum efnum í fiskvinnslunni, fram að vatnskurðarvél, frá því fyrstu flæðilínurnar voru teknar í notkun. Þróunarferlið verður einnig í samstarfi við Iceprotein, sem hefur þróað vinnslu á próteinum úr afskurði og öðrum hliðarafurðum bolfisks. Slík vinnsla byggist á hágæða hráefni – fiski sem hefur verið ofurkældur. Markmiðið er sem sagt að hámarka virði aðalafurðarinnar, flaksins, og hliðarafurðanna.

Þróunarvinnan er hafin. Ingólfur segir að hún væri ekki möguleg nema í samstarfi við fyrirtækin. Þannig verði tæknin til og síðar tilbúin til notkunar innanlands og til útflutnings á erlenda markaði. Sama hefur gerst í uppsjávarfiski. Þar hefur orðið til tækni í samstarfi við íslensku sjávarútvegsfyrirtækin sem nú eru seld víða um heim. Fimm milljarða samningur var gerður um uppsjávarverksmiðju fyrir Vardin Pelagic í Færeyjum og nú síðast var gerður samningur á Kúril-eyjum. Fjölmargt fleira er í farvatninu hjá Skaganum 3X jafnt innanlands sem erlendis.

Afsprengi (e. Spin-off) þess samstarfs sem Skaginn 3X hefur átt við önnur tæknifyrirtæki á Íslandi er Knarr. Skaginn 3X á 30% hlut í þessu sameiginlega markaðsfyrirtæki sex af fremstu tækni- og þjónustufyrirtækja landsins innan sjávarútvegs.

Tækifæri út um allt

„Við sækjumst ekki lengur sérstaklega eftir því að selja búnað eða einstaka hluti búnaðar í skip. Hugsunin er sú að framleiða allan búnaðinn og skipið utan um hann. Starfsemi Knarr er komin í fullan gang. Verið er að smíða uppsjávarskip í Noregi fyrir hollenska útgerð og í farvatninu er framleiðsla á búnaði fyrir fleiri frystiskip, innanlands og erlendis. Það er núna verið að teikna uppsjávarskip með Knarr-laginu með afköst upp á 400 tonn af frystri vöru á sólarhring. Tækifærin eru út um allt. Sem dæmi erum við nú að vinna að því að flytja uppsjávartækni í landi um borð í veiðiskipin. Við höfum sáð vel í akurinn og það eru að koma upp margvísleg tækifæri,“ segir Ingólfur.

Skaginn hf., eitt af systurfélögunum þremur innan Skagans 3X, velti eitt á árinu 2016 um 4,3 milljörðum króna sem var 42% aukning frá árinu 2015. Veltuaukningin varð enn meiri á árinu 2017 þótt tölur um það liggi ekki fyrir enn.

Ingólfur segir ekki standa til að skrá fyrirtækið á markað. „Við höfum getað vaxið sjálf í gegnum eigin vöxt um 30% á ári. Við erum að flýta okkur að vaxa eins hratt og við lifandi getum. Við gerum okkur grein fyrir því að það getur verið hættulegt að vaxa á þessum hraða. En það er líka hættulegt að verja milljörðum króna í þróun á einstakri tækni og hafa svo ekki afl til að framleiða. Við verðum því að stækka hratt,“ segir Ingólfur.

Heimild Fiskifrettir 

 

25.03.2020 23:14

Grænland

                                        Á siglingu við Strönd Grænlands Mynd þorgeir Baldursson 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 232
Gestir í dag: 21
Flettingar í gær: 546
Gestir í gær: 102
Samtals flettingar: 556964
Samtals gestir: 20864
Tölur uppfærðar: 19.3.2024 03:26:31
www.mbl.is