Færslur: 2020 Október

31.10.2020 21:28

Jóhanna EA 31

    1831 Jóhanna EA 31 kemur til löndunnar á Akureyri mynd Þorgeir 

31.10.2020 03:49

Baldvin Njálsson Gk 400

      2182 Baldvin Njálsson Gk 400 togar í kaldaskit á Austfjarðamiðum mynd þorgeir Baldursson

30.10.2020 18:19

Fiskeldisbáturinn Eir

                                 2891 Eir Fiskeldisbátur á Eskifirði mynd þorgeir Baldursson 2020
 

30.10.2020 05:50

Ósk EA 17

        7095 Ósk EA 17 á handfæraveiðum sigurður Kristjánsson skipst er á dekkinu mynd þorgeir 

29.10.2020 13:48

Drangi ÁR 307 lyft á stöðvarfirði i morgun

Þetta var erfitt og krefjandi starf á lyfta bátnum á flot i morgun sagði Sigurður Stefánsson Kafari og eigandi köfunnarþjónustunnar 

starfsmenn hans birjuðu um kl 5 i morgun að lyfta honum hérna sjáið þið afraksturinn 

 

                                    1686 Drangur ÁR 307 mynd þorgeir Baldursson 29 okt 2020

 

                                         1686 Drangur ÁR 307 mynd þorgeir Baldursson 29 okt 2020

                                       1686 Drangur ÁR 307 mynd þorgeir Baldursson 29 okt 2020

29.10.2020 00:37

Reynt að lyfta Drangi Ár í dag

        1686 Drangur Ár sökk í höfninni á Stöðvarfiði í vikunni en reynt verður að lyfta honum í dag
Fleiri skot munu birtast eftir Hádegi í dag 

Í nýjustu Fiskifrettum í dag 29 október er fjallað um fyrirtækið sem að gerir skipið út og rætt við forsvarsmenn þess www.fiskifrettir.is 

27.10.2020 18:12

Smábátar á Stöðvarfirði

  Nokkrir smábátar voru við bryggjuna á Stöðvarfirði í gærmorgun þann 26 okt mynd þorgeir 

27.10.2020 14:50

Seyðfirðingar á toginu á heimaslóðinni

       2182. Baldvin Njálsson Gk 400 EX Rán Gk og Otto Wathne Ns og 1661 Gullver Ns 12 mynd þorgeir Baldursson 

26.10.2020 20:12

Drangur ÁR 307 Sökk við bryggju á Stöðvarfirði

 

            Drangur ÁR 307 sokkinn við bryggju á Stöðvarfirði i morgun 26 okt mynd þorgeir Baldursson 

 

Fram­kvæmda­stjóri Aur­ora Sea­food seg­ir að mik­il fjár­fest­ing liggi í bátn­um Drangi ÁR-307. sem sökk í höfn­inni á Stöðvarf­irði. Á þessu ári hafi miklu verið varið í bát­inn til að gera hann fær­an til sæ­bjúgna­veiða. Þetta sé mikið högg fyr­ir fyr­ir­tækið og komi ofan í erfiða markaði á heims­far­ald­urs­tím­um. 

„Skipið er ný­lega komið úr slipp. Það er búið að setja óhemju fjár­muni í að gera það hæft til sæ­bjúgna­veiða á þessu ári og því síðasta þegar við keypt­um það. Það ger­ir þetta ennþá gremju­legra og erfiðara fyr­ir okk­ur. En við get­um ekk­ert gert nema að horfa fram á veg­inn og koma öðru skipi á veiðar,“ seg­ir Davíð Freyr Jóns­son, fram­kvæmda­stjóri Aur­ora Sea­food.  

„Vertíðin er rúm­lega hálfnuð og það er al­veg ljóst að það er rosa­lega vont að missa at­vinnu­tæki sem er í rekstri. Tala nú ekki um þegar markaður­inn er erfiður fyr­ir sjáv­ar­af­urðir al­mennt,“ seg­ir Davíð Freyr. 

Afl­inn til mat­ar­gerðar í Kína 

Hann seg­ir að til þessa hafi gengið vel að selja sæ­bjúg­un og hef­ur nær all­ur afl­inn farið til Kína þar sem sæ­bjúg­un er notuð til mat­ar­gerðar. Und­an­far­in ár hef­ur fyr­ir­tækið flutt út 5-6.000 tonn. Á þessu ári er kvót­inn hins veg­ar um 2.000 tonn þar sem leyfi­leg­ur heild­arafli hef­ur minnkað. 

Níu skip hafa heim­ild til sæ­bjúgna­veiða á Íslandi. 

Drang­ur var sjó­sett­ur árið 1984 en að sögn Davíðs hef­ur mikið verið lagt í bát­inn til að gera hann hæf­an til sæ­bjúgna­veiða. „Það eru tug­ir millj­óna sem hafa farið í skipið bara á þessu ári,“ seg­ir Davíð. 

                                          1686 Drangur ÁR 307 mynd þorgeir Baldursson 26 okt 2020

Skipið ónýtt 

Hann seg­ir að fyr­ir­tækið eigi annað skip en notk­un þess var hætt 1. októ­ber þar sem heild­arafl­inn var mun minni en hann hef­ur verið. Næstu dag­ar muni hins veg­ar fara í það að hugsa um að koma Drangi úr höfn­inni. Hann seg­ir ljóst að Drang­ur sé nær ónýt­ur. „Þetta eru gaml­ir tog­ar­ar og verðmæt­in í svona skip­um eru ekki mik­il. Að end­ur­smíða svona skip kost­ar rosa­lega mikið. Svona skip kosta ein­hverja tugi millj­óna. Trygg­ing­ar­fjár­hæð á svona skip­um er yf­ir­leitt ekki svo há að það dekki alla þá fjár­fest­ingu sem er í bátn­um,“ seg­ir Davíð Freyr. 

Áhöfn­in í skýrslu­töku 

Áhöfn­in mun fara í skýrslu­töku hjá Rann­sókn­ar­nefnd sjó­slysa. Að sögn Davíðs var samið við hafn­ar­vörð um að fylgj­ast með því og nú verði farið í gegn­um það hvernig menn skildu við skipið. Ekki er kom­inn tím­arammi á það hvenær skipið verði dregið upp en málið er úr hönd­um fyr­ir­tæk­is­ins þar til af því verður.  

Köfunnarþjónusta Sigurðar Stefánssonar hefur verið fengin til að ná bátnum á flot en ekki er vitað á þessari stundu hvenar það muni verða 

              Sigurður Stefánsson Kafari á bryggjunni á Stöðvarfirði i morgun mynd þorgeir Baldursson 

25.10.2020 11:42

Júlíus Geimundsson Is 270

           1977 Júlíus Geirmundsson is 270 mynd þorgeir Baldursson 2 nóvember 2011

25.10.2020 09:40

Drangur Ár sökk í höfninni á Stöðvarfirði í morgun

         Drangur Ár 307 í höfninni á Stöðvarfiði í morgun landhelgisgæslan og Hafdís voru á vettvangi 

    Myndina tók Björgvin valur Guðmundsson í morgun 

25.10.2020 04:21

Cuxhaven Nc100 og Ljósafell Su 70

 

Þarna mætast frystitogarinn Cuxhaven Nc100 og Ljósafell Su 70 en sá síðarnemdi 

Var í togararalli fyrir hafró en Cuxhaven að koma til löndunnar á Akureyri með fullt skip af þorski 

Sem að veiddist við Grænlandi myndin er tekin úr ólafsfjarðarmúlanum 

23.10.2020 21:52

Á skaki á Skjálfanda

            Guðmundur A Hólmgeirsson útgerðarmaður og Snorri voru á skaki mynd þorgeir 2/8 2012

23.10.2020 17:57

Makrilveiðar á Barða Nk 120

                        Flottrollið tekið á Barða Nk 120 8 Águst 2013 mynd þorgeir Baldursson 

23.10.2020 05:04

Loðnuvertíð Sigurður Ve 15

                       Sigurður VE15 dregur nóttina þann 10 mars 2015 mynd þorgeir Baldursson 

 

                     Sigurður VE15 og Áhuginn Ve55 á loðnumiðunum við Svörtuloft 10mars 2015

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 232
Gestir í dag: 21
Flettingar í gær: 546
Gestir í gær: 102
Samtals flettingar: 556964
Samtals gestir: 20864
Tölur uppfærðar: 19.3.2024 03:26:31
www.mbl.is