Færslur: 2007 Maí

26.05.2007 00:49

50 Ára Söngafmæli

Okkar ástsæla Helena Eyjólfsdóttir sóngkona hélt uppá 50 ára söngafmæli sitt i Sjallanum i gærkveldi að viðstöddu fjölmenni en um það bil 200 manns sóttu tónleikana og hafði hún með sér einvalalið söngvara og hljóðfæraleikara og á meðal þeirra voru Ragnar Bjarnasson og Þorvaldur Halldórsson , sem að sjást hérna á mynd með söngkonunni 

25.05.2007 12:59

Noregsmet i Sandsilaveiði

Norski togarinn Torbas fékk 500 tonn af sandsíli í einu holi nú í vikunni sem er norskt met, en mest hafði norskt skip áður fengið 380 tonn í holi. Aflinn fékkst á Vestbanken sem er í átta tíma siglingu frá Egersund.

Torbas var áður kominn með 580 tonn í lestarnar þannig að aflinn í túrnum var næstum 1.100 tonn af 1.760 tonna árskvóta skipsins. Sandsílaveiðar Norðmanna eru nýlega hafnar en þeir mega veiða um rúmlega 50.000 tonn. Skipstjórinn á Torbas fullyrðir í samtali við norska sjávarútvegsblaðið Fiskaren að miklu meira sé af sandsíli í sjónum en fiskifræðingar vilji vera láta.

Heildarkvótinn á sandsíli í Norðursjó var nýlega ákveðinn 170.000 tonn eftir að tilraunaveiðar höfðu farið fram sem gáfu tóninn um heildarkvóta ársins, samkvæmt ráðleggingum fiskifræðinga. Veiðar ESB-þjóðanna hafa verið stöðvaðar þar sem hlutdeild þeirra í kvótanum er þegar veidd. Danir eru stærsta þjóðin í sandsílaveiðunum og eru þeir ósáttir við stöðvun veiðanna Heimild Skip.is Mynd þorgeir Baldursson 2005

24.05.2007 23:57

Sildveiðar

Nokkur skip hafa haldið til sildveiða eftir að fréttist að Árni Friðriksson RE 200 hefði fundið hana fyrir austan land uþb 65 milur frá landi frést hefur af 5 skipum á slóðinni Hákon EA 148 ,Aðalsteinn Jónsson SU 11 ,Krossey SF 20 OG Jóna Eðvalds SF 200 .En ekkert er vitað hversu mikið magn er þar á ferð

24.05.2007 17:48

Nýtt Starf

Aðalsteinn hættir hjá Síldarvinnslunni

24.5.2007

Aðalsteinn Helgason forstjóri Síldarvinnslunnar hf. mun láta af störfum hjá fyrirtækinu á næstu dögum. Hann mun taka við rekstri verksmiðjuskipaflotans sem Samherji keypti af Sjólaskipum í síðustu viku og gerður er út við Afríkustrendur.

Þetta kemur fram í blaðinu Austurglugginn í dag. Aðalsteinn tók við forstjórastarfi Síldarvinnslunnar í janúar 2006 af Björgólfi Jóhannssyni. Ekki er enn ljóst hver ráðinn verður sem forstjóri Síldarvinnslunnar í stað Aðalsteins en það verður ákveðið á næstu dögum, segir í Austurglugganum.

Skipaflotinn sem Samherji keypti af Sjólaskipum samanstendur af sex verksmiðjutogurum og tveimur þjónustuskipum. Skipin veiða makríl, hestamakríl, sardínu og sardínellu við strendur Marokkó og Máritaníu. Aflinn er losaður í flutningaskip á miðunum.Heimild skip.is mynd Þorgeir Baldursson

24.05.2007 09:14

Mikil vinna i slippnum

Hún er engin smásmiði skrúfan sem að var sett á HÁKON EA 148 nú nýverið hjá slippnum á Akureyri 4M I Þvermál

23.05.2007 22:01

NÝR BÁTUR TIL FLATEYRAR

Nýr bátur hefur verið keyptur til Flateyrar .Garðar IS 22 sem að er  Vikingur 800 og hét áður, Kristbjörg EA 225 útgerðarmaður er Sigurður Garðarsson ,og verður báturinn gerður út á linu .Hann er væntanlegur til heimahafnar á Flateyri i kvöld eða i fyrramálið                                     

23.05.2007 21:27

Rækjuveiðar v/island

 Birtir til í rækjuiðnaði á Ísafirði Gunnbjörn ÍS, áður Framnes, landaði í dag rúmum 30 tonnum af úthafsrækju, eftir 6 sólahringa á veiðum. Aflinn fer í vinnslu hjá Miðfelli á Ísafirði. Þetta er þriðja rækjulöndun Gunnbjarnar eftir að skipið hóf rækjuveiðar á ný í byrjun mánaðarins. Ferskri rækju hafði þá ekki verið landað á Ísafirði frá því Framnesinu lagt fyrir einu og hálfu ári. Jón Guðbjartsson, útgerðarmaður hjá Birni ehf. segir að um tilraun sé að ræða, það muni koma í ljós hvort áframhald verði á veiðunum, aflabrögð og afurðaverð ráði því. Ekki hefur verið bjart yfir rækjuútgerð og -iðnaði í mörg ár. Verð lág og aflabrögð léleg. Var það ástæðan fyrir því að Hraðfrystihúsið - Gunnvör sá sig knúið til að hættu veiðum og vinnslu á rækju. Skipstjóri í túrnum var Jón Steingrímsson og fékkst rækjan norður af Djúpinu og er þetta ágæt rækja. Tvö önnur skip frá Ísafirði eru á rækjuveiðum, Óli Hall HU og Strákur SK. Þau eru á veiðum vestur af landinu og landa á Snæfellsnesi og er aflanum keyrt til Ísafjarðar til vinnslu hjá Miðfelli.HEIMILD BB.IS

22.05.2007 23:27

Birtingur NK 119 ex (guðmundur ólafur óf 91 )

 
Tog og nótaskipið Guðmundur Óf 91 hefur fengið nýtt nafn BIRTINGUR  NK 119 og er nú alfarið i eigu Sildarvinslunnar i Neskaupsstað. Hérna er hann með  nótina á siðunni á vetrarvertið 2001

22.05.2007 21:26

Beitir Nk 123 i pottinn i Danmörku

Eitt aflahæðsta skip landsins BEITIR NK 123 hefur verið seldur úr landi til niðurrifs og fór til Danmerkur þann 2 mai og þá eru eftir Sigurður ve 15 Vikingur ak 100 Suðurey ve 12 og Lundey ns 14 er ekki rétt munað að þeir séu allir smiðaðir eftir svipaðri teikningu

20.05.2007 18:17

Samherji hf kaupir útgerð sjólaskipa erlendis

Sjólaskip hf. og Samherji hf. hafa gert samkomulag um að Samherji hf. kaupi erlenda starfsemi Sjólaskipa hf. og tengdra félaga. Þessi félög hafa gert út 6 verksmiðjuskip og tvö þjónustuskip í lögsögu Máritaníu og Marokkó. Sjólaskip hf. eru með höfuðstöðvar á Íslandi, en með bækistöðvar á Kanaríeyjum

Sjólaskip hf. hafa gert út fiskiskip við Máritaníu og Marokkó síðastliðin 10 ár. Starfsemin hefur vaxið stöðugt og reksturinn hefur gengið vel. Við reksturinn starfa ríflega eitt þúsund starfsmenn af ýmsum þjóðernum, þ.á.m. um 80 Íslendingar.

Fiskiskipin eru áþekk að stærð og búnaði og Engey RE sem Samherji hf. keypti nýlega.
Skipin veiða einkum makríl, hestamakríl og sardínellu. Aflinn er unninn um borð en skipin eru búin öflugum vinnslubúnaði og fiskimjölsverksmiðjum. Á hverju skipi eru um eitthundrað sjómenn.


"Starfsemi Samherja hf. erlendis hefur vaxið stöðugt frá því að hún hófst árið 1994 og verður nú um 70% af okkar veltu", sagði Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja hf. "Þessi kaup eru stærsta fjárfestingarverkefni sem Samherji hf. hefur tekist á hendur.
Við þetta verða ákveðin kaflaskil í rekstri okkar, því við höfum hingað til starfað í Norður- Atlantshafi. Við höfum skoðað möguleikana þarna vel og teljum að reynsla okkar og þekking muni nýtast vel í þessu verkefni. Það er jafnframt ljóst að þessi fjárfesting kallar á skipulagsbreytingar í Samherja hf. Við erum að taka við góðum rekstri sem hefur gengið vel, vaxið og dafnað og gerum ekki ráð fyrir að miklar breytingar verði á starfseminni" sagði Þorsteinn Már.

Sjólaskip hf. hófu útgerðarrekstur í landhelgi Marokkó árið 1997. Reksturinn fór rólega af stað en hefur vaxið hratt ár frá ári. "Framsýnir, samheldnir og öflugir starfsmenn bæði á landi og sjó eiga stóran þátt í hversu vel hefur tekist að byggja upp þessa öflugu útgerð. Rekstur okkar hefur verið afar farsæll í þessu framandi og krefjandi rekstrarumhverfi", sagði Haraldur Jónsson framkvæmdastjóri Sjólaskipa hf.

Eftir þessi viðskipti eiga Sjólaskip hf. eitt skip, Delta, sem stundar veiðar í landhelgi Marokkó og landar ferskum fiski til vinnslu þar í landi.

Á heimasíðu Sjólaskipa hf. www.sjoli.is má finna frekari upplýsingar um starfsemina.Heimild .www.samherji.is

20.05.2007 13:39

Chase 550 prufukeyrsla á pollinum

Hann var ekkert smá flottur nýi CHAMPION  báturinn  hans Sævars sem að er CASE 550 þegar að hann tók hringin fyrir ljósmyndarann i bátnum er 320 Hp VOLVO PENTA  og dual pro skrúfa ganghraði á svona bát er uþb 70 mph svo að skurðurinn er enginn fyrirstaða og nú er bara að fjölga bátunum

10.05.2007 19:00

Góð veiði við Bjarnarey

Arctic Warrior


Sigurbjörn Sigurðsson ( Sibbi) skipstjóri á Arctic Warrior hringdi í mig
í dag. Þeir eru í Honningvaag að taka olíu á 45 degi veiðiferðarinnar.
Tíðarfar er búið að vera í verri kantinum 25m/s voru í gær þegar þeir
hífðu síðasta hol fyrir olíutöku. Búið er að loka heilmiklu svæði við Bjarnarey
sem gerir þeim erfitt fyrir. Komnir með 150 milljón króna aflaverðmæti
og sagðist Sibbi ætla ná 150t af flökum í viðbót áður en hann færi í land. Arctic Worrior
er í eigu dótturfélags Samherja og er gert út frá Bretlandeyjum. Willard Helgason er
1. stýrimaður þar um borð. (Mynd: Þorgeir Baldursson fengin á heimasíðu Samherja) fréttin er fengin af www.123.is/arnir og kann ég honum bestu þakkir fyrir afnotin

10.05.2007 17:25

KARFAVEIÐI

Karfaveiði i úthafinu hefur farið rólega rólega af stað og eru nokkur islensk skip þegar farin til veiða og talsvert af erlendum skipum eru dansandi á landhelgislinunni og er jafnvel talið að þau séu milli 40 og 50 og hefur veiðin verið i kringum 1 tonn á togtimann  þessi karfi sem að guðmundur guðmundsson skipverji á Kaldbak EA heldu á var 8 KG og 77 CM á lengd

02.05.2007 23:16

FRÉTTARITARI MBL Á GÓÐRI STUND

Svona gera bara toppmenn  sagði Hafþór þegar myndin var tekin af honum i skemmunni hjá Alla Geira

  • 1

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 484
Gestir í dag: 70
Flettingar í gær: 546
Gestir í gær: 102
Samtals flettingar: 557216
Samtals gestir: 20913
Tölur uppfærðar: 19.3.2024 08:04:41
www.mbl.is