Færslur: 2021 Febrúar

28.02.2021 22:37

RAV á Fáskrúðsfirði

       Norska loðnuskipið RAV TR-4-q við bryggju á Fáskrúðsfirði  mynd Eddi Grétarsson 2021

              RAV heldur til veiða eftir löndun á Fáskrúðsfirði mynd Eddi Grétarsson 2021

21.02.2021 02:28

Herjólfur í þorlákshöfn í gær

Herjólfur  að Bakka út frá bryggjunni í þorlákshöfn í gær. mynd þorgeir Baldursson 

 

17.02.2021 13:12

Færeyingar á loðnumiðunum

                              Nordborg KG689 á loðnumiðunum mynd Sturla Einarsson 

15.02.2021 12:14

Loðnulöndun á Fáskrúðsfirði

                     H Ostervold landaði 610 tonnum hjá loðnuvinnslunni í gær mynd þorgeir Baldursson 

        Fjöldi  Norskra loðnuskipa var í væri á Fáskrúðsfirði í gær mynd þorgeir Baldursson 14 feb 2021
 

13.02.2021 19:49

Mjölinu landað úr Sólbergi ÓF 1

                                                          Það var lif og fjör við löndun úr Sólbergi ÓF 1 þegar þeir voru að landa á Akureyri fyrir skömmu mynd þorgeir Baldursson 2021

12.02.2021 20:51

Tveimur stórum verkefnum nýlokið í Slippnum Akureyri

Frystitogarinn Blængur NK 125, sem er í eigu Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, kom til viðhalds í Slippnum á Akureyri í lok desember. Mynd/Þorgeir Baldursson

                                        Ólafur 0rmsson mynd þorgeir Baldursson 

Verkefnastaðan er góð hjá okkur eins og er, en þó er svigrúm til að bæta við verkefnum,” segir Ólafur Ormsson sviðsstjóri skipaþjónustu Slippsins á Akureyri.

Frystitogarinn Blængur NK 125, sem er í eigu Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, kom til viðhalds í Slippnum á Akureyri í lok desember. Meðal verkefna var almálning á skipinu, þ.e.a.s. málning á yfirbyggingu, þilförum, síðum og botni. Veltitankur var smíðaður á skipið og var hann settur upp ásamt tengingum og tilheyrandi stjórnbúnaði. Afgasketill var hreinsaður, ýmis innréttingarvinna í matsal og vistarverum skipverja var framkvæmd auk þess sem búnaður á vinnsluþilfari var yfirfarinn og önnur hefðbundin viðhaldsverkefni kláruð.

                                   1345 Blængur NK 125 mynd þorgeir Baldursson 2021

Þetta kemur fram í frétt Slippsins.

Að sögn Ólafs Ormssonar sviðsstjóra skipaþjónustu Slippsins gekk verkefnið vel. Það sé augljóst að vilji útgerðarinnar er að halda skipinu vel við, sést það best á útliti og ástandi búnaðar skipsins, að hans sögn.

                                                Masilik GR 6-350 Mynd þorgeir Baldursson 2021
 

Eins segir frá því að grænlenska línuskipið Masilik, sem er í eigu Royal Greeland, er farið á veiðar eftir að hafa verið í slipp allan janúarmánuð. Í skipinu var unnið við endurbætur á klæðningum á vinnsludekki og það heilmálað. Skipið var jafnframt öxuldregið, unnið að ýmsum viðhaldsverkum í vélarrúmi auk þess sem akkerishús var lagfært eftir að skipið fékk á sig brot fyrir skemmstu.

 
 
                                         2894 Björg EA7 mynd þorgeir Baldursson 12 febrúar 2021

„Björg EA 7 er komin til okkar og verður hjá okkur fram í miðjan marsmánuð í reglubundnu viðhaldi auk þess sem nýr lestarbúnaður frá Slippnum verður settur í skipið.

Grænlenski togarinn Angunnguaq II kemur í næstu viku en Slippurinn sér um að setja nýja aðalvél í skipið, endurnýja gír og margskonar vélbúnað í vélarrúmi skipsins.

Verkefnastaðan er góð hjá okkur eins og er, en þó er svigrúm til að bæta við verkefnum,” segir Ólafur.

12.02.2021 17:51

Hákon EA148 heldur til loðnuveiða i dag

 


 Uppsjávarveiðiskipið Hákon EA148 i eigu Gjögurs lét úr höfn á Akureyri skömmu eftir hádegi i dag áleiðis á loðnumiðin

skipsttjóri er Björgvin Birgisson Hákon er með um tvöþúsund tonn sem að að öllum likindum verða fryst og reiknar

Björgvin með þvi að það taki um 3 vikur að klára kvótann en það gæti breyst vegna veðurs enda spáin ekki góð

                                                                            2407 Hákon EA 148 á siglingu út Eyjafjörð i dag myndin er tekin við Hjalteyri með Dróna mynd þorgeir Baldursson 12 febrúar 2021

                                                                                                                        2407 Hákon EA148 á Eyjafirði i dag mynd þorgeir Baldursson 12 feb 2021 

                                                                                                  2407 Hákon EA 148 á leið út Eyjafjörð með stefnu á Kaldbak mynd þorgeir Baldursson 12 feb 2021

12.02.2021 08:56

ÞÖRF Á NÝJUM DRÁTTARBÁT TIL HAFNA ÍSAFJARÐARBÆJAR

                         2642 Sturla Halldórsson Dráttarbátur Isafjarðarhafnar mynd þorgeir Baldursson 

 

Í minnisblaði Guðmundar M. Kristjánssonar, hafnarstjóra til hafnarnefndar

kemur fram að eftir stækkun Sundahafnar verður að taka að bryggju í Sundunum allt að 130.000 tonna skip og allt að 330 metra löng.

Telur Guðmundur að þá verði ekki hjá því komist að auka getu dráttarbáts.

„Miðað við reynslu bæði Faxaflóahafna og Akureyrarhafnar þá mun

                 2955 Seifur hinn nýji dráttarbátur Hafnarsamlags Norðurlands mynd þorgeir Baldursson 

dráttarbátur með 50 til 60 tonna togkraft vera nauðsynlegur til að geta brugðist við aðstoð við skip við komu og brottför.
Gera má ráð fyrir því að núverandi dráttarbátur Sturla Halldórsson verði seldur. Sturla Halldórsson er með dráttargetu 12,5 tonn og alla tíð reynst hið mesta happafley.

Um kostnaðinn segir í minnisblaðinu að gera megi ráð fyrir að gangverð á núverandi bát gæti verið 70 til 90 miljónir en að nýr og öflugur
dráttarbátur muni kosta á bilinu 600 til 800 miljónir.

                                                2985  Magni mynd Hilmar Snorrasson 2020
 

Hafnarstjóri leggur til við hafnarstjórn að kannað verði með hvaða hætti mun verða hægt að ýta þessu verkefni úr vör í samvinnu við Hafnamálasvið Vegagerðarinnar. Fallist var á það.
Frétt af bb.is

10.02.2021 22:23

ENDRE DYROY H-21-F leitar loðnu á Austfjarðamiðum

            Norska Loðnuskipið ENDRE DYROY H-21-F EX   Lunar Bow mynd þorgeir Baldursson 6 febrúar 2021

10.02.2021 21:34

Haldið til loðnuveiða frá Fáskrúðfirði

                                                                                 1277 Ljósafell SU 70   Kings Bay M-22-HQ Tasiilaq GR 6-41 2885 Hoffell SU 80 Drónamynd þorgeir Baldursson 7 feb 2021 

10.02.2021 00:31

Brúin yfir Jökulsá á fjöllum Krapastifla

Svona leit þetta út þegar ég á átti leið um um Jökulsábrú á Möðrudalsöræfum þann 7 febrúar siðastliðinn 

enn er mikill krapi i ánni og stutt var i að vatnið næði uppi brúargólfið    smá myndasyrpa af þessu 

tekið með Dróna 

                                                                                            Drónamynd af krapastiflunni i Jökulsá á Möðrudalsöræfum mynd þorgeir Baldursson 7 febrúar 2021

                                     mikill karpi er i ánni eins og sjá má mynd þorgeir Baldursson 7 febrúar 2021

          Krapastiflan teygir sig alllangt uppeftir ánni sennilega up 2-3 kilómetra mynd Þorgeir Baldursson 

09.02.2021 08:30

Breki VE 61 á miðunum

                                            2861 Breki Ve 61 mynd þorgeir Baldursson 2020

07.02.2021 20:38

Goðafoss i Klakaböndum i dag

                  Hann er glæsilegur Goðafoss klakabrynjaður i dag 7 febrúar mynd þorgeir Baldursson 

06.02.2021 03:09

Dypkunnarframkvæmdir á Þórshöfn

          Dýpkunnarframkvæmdir á Þórshöfn í síðustu viku mynd þorgeir Baldursson 2 febrúar 2021

05.02.2021 18:25

Gamla þinganes SF selt til Skotlands

                  Njord Venture INS 28 Mynd Eirikur Sigurðsson 5 feb 2021 
              2040 Þinganes Ár 25  mynd þorgeir Baldursson 2020

Skinn­ey-Þinga­nes á Höfn í Hornafirði hef­ur selt gamla Þinga­nesið ÁR 25, áður SF, til In­ver­ness í Skotlandi.

Skipið er 30 ára gam­alt, smíðað í Portúgal 1991, og hafði verið á sölu­skrá í rúmt ár.

Gamla Þinga­nesið hafði ekki verið í notk­un í um ár eða frá því að nýtt Þinga­nes SF byrjaði róðra í byj­un síðasta árs.

Stein­unn SF er syst­ur­skip nýja Þinga­ness­ins, bæði skip­in smíðuð hjá Vard í Aukra í Nor­egi. Þau eru meðal sjö syst­ur­skipa, sem komu til lands­ins 2019.

                   2970 Þinganes SF 25 kemur til heimahafnar mynd Þorgeir Baldursson 2020

Sam­fara ný­smíði á þess­um skip­um voru eldri Stein­unn og Hvann­ey seld til Nes­fisks í Garði, en þau skip voru smíðuð í Kína fyr­ir 20 árum.

aij@mbl.is

Heimild Mbl.is 

Myndir Eirikur Sigurðsson 

Þorgeir Baldursson 

 

 

 

 

 

 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 341
Gestir í dag: 32
Flettingar í gær: 546
Gestir í gær: 102
Samtals flettingar: 557073
Samtals gestir: 20875
Tölur uppfærðar: 19.3.2024 05:15:56
www.mbl.is