Færslur: 2015 Maí

24.05.2015 16:05

Venus NS 150 Rétt ókominn til Vopnafjarðar

Hið nýja uppsjávarveiðiskip Granda H/F  Venus NS 150  er nú rétt ókomið til heimahafnar á Vopnafirði

á eftir um eina og hálfa klst innað bryggju og hérna koma málin á honum 

  • IMO: 9718296
  • Name: VENUS NS 150
  • MMSI: 251426000
  • Type: TRAWLER
  • Gross Tonnage: 3750
  • Summer DWT: 2950 t
  • Build: 2015
  • Flag: ICELAND
  •       Venus NS 14 mynd Baddi 

23.05.2015 21:34

Atlandsfarið VA 218 Kemur með kolmunna til Fáskrúðsfjarðar

Færeyska skipið Atlantsfarið kom til löndunar á Fáskrúðsfirði dag með um 1.350 tonn af kolmunna.sem

að fékkst á miðunum SA af Færeyjum skipið hét áður Guðmundur Ólafur Óf og Sveinn Benidiktsson SU 

Myndina Tók Jónina Guðrun Óskarsdóttir og kann ég henni bestu þakkir fyrir afnotin 

 

       Atlandsfarið  VA 218 Mynd Jónina Guðrún Óskarsdóttir 

22.05.2015 12:16

Tveggja trolla uppsjávarveiði skip

Nú á næstunni verða afhent tvö uppsvávarveiði skip sem að geta dregið tvö troll samtimis 

og verður gaman að sjá hvernig það gengur fyrir sig 

                    Beinur HG 62  Mynd úr safni Jónleif Joensen 

                     Ruth HG 264 Mynd úr safni Jónleif Joensen

21.05.2015 17:56

Landanir fyrir austan

Stórvinur minn og nágranni Pétur Ingasson sem að keyrir hjá Flytjanda á Akureyri 

sendi mér nokkrar myndir frá lönun á Breiðdalsvik  og Djúpavogi sem að koma hér 

kann ég honum bestu þakkir fyrir afnotin 

           Löndun úr Bildsey SH 65 Mynd  Pétur Ingasson 2015

                Þorskur á Djúpavogi mynd Pétur Ingasson 2015

                Mikil umsvif á Djúpavogi mynd Pétur Ingasson 2015

        Á Breiðdalsvik var lika mikil traffik og löndunnarbið mynd Pétur 2015

                     Löndunnarbið mynd Pétur Ingasson 2015

               Allt að gerast fyrir austan  mynd Pétur Ingasson 2015

                      Löndun mynd pétur Ingasson 2015

                    Löndun á Breiðdalsvik mynd Pétur Ingasson 

      Gamli og nýji timinn á Strandveiðum mynd Pétur  Ingasson 2015

14.05.2015 09:50

Bjarni ólafsson með fullfermi i Jónfrúartúrnum

    Bjarni Ólafsson AK 70 i morgun Mynd Guðlaugur Birgisson  2015

               Bjarni Ólafssson AK 70 mynd Guðlaugur Birgisson 2015

 

Þessa myndir tók Guðlaugur Birgisson i morgun þegar Hinn nýji Bjarni Ólafsson

kom til hafnar i Neskaupstað með fullfermi af kolmunna um 2000 tonn 

Bjarni Ólafsson AK er á landleið úr sinni fyrstu veiðiferð eftir að Runólfur Hallfreðsson ehf.

á Akranesi eignaðist skipið. Aflinn er góður, fullfermi af kolmunna eða um 2000 tonn,

sem fékkst í færeysku lögsögunni. Þegar heimasíðan hafði samband við Gísla Runólfsson skipstjóra

í morgun var skipið á siglingu norður með Færeyjum í blíðuveðri.

„Þessi fyrsti túr gekk frábærlega og reyndar vonum framar,“ sagði Gísli glaður í bragði.

„Skipið er frábært og uppfyllir allar okkar óskir. Ég held að áhöfnin sé alsæl.

Við lentum bæði í brælu og blíðu og það er ljóst að þetta skip er sjóborg.

Við fengum aflann í sex holum sem gáfu á bilinu 200 til 500 tonn og allur búnaður um borð reyndist vel.

Báturinn er dálítið hlaðinn með fullfermi, en það er ekki til skaða.

Væntanlega verðum við í Neskaupstað í fyrramálið ef allt gengur eðlilega.

Við fiskuðum svipað og skip eins og Börkur og Beitir og ég er sáttur þegar við fáum álíka afla og norðfirsku snillingarnir,“

sagði Gísli að lokum og hló dátt.

Heimild Heimasiða Svn 

mynd Guðlaugur Birgisson 

 

14.05.2015 00:42

Jón Kjartansson SU 111 Aflahæstur i Kolmunna

          Jón Kjartansson Su 111 á landleið með Fullfermi mynd þorgeir 

      Dæling um borð i Jón Kjartansson SU á miðunum mynd Fb siða Jk su 111

                   Bliða á landstiminu mynd þorgeir Baldursson 

Það sem af er ári hafa íslensk skip veidd 55.487 tonn af kolmunna.  Á sama tíma í fyrra var aflinn 71.788 tonn.

Mestur afli á yfirstandandi vertíð er veiddur í lögsögu Færeyja eða 44.736 tonn og í íslenskri lögsögu 9.452 tonn.

Þetta kemur fram í samantekt Fiskistofu.

 Aflahæsta skipið í kolmunna á fjórum fyrstu mánuðum ársins er Jón Kjartansson  SU-111 með 11.011 tonn.

Næst kemur Hoffell II SU-802 með 6.719 tonn.
Þegar horft er til aflabragða í kolmunna á ofangreindu tímabili síðastliðin ár þá var mestur afli á árunum 2006 til 2009

þegar afli íslensku skipanna fór vel yfir 100 þúsund tonn en mikill niðurskurður var í aflaheimildum árið 2011

og voru þá íslensk skip búin að landa aðeins 1.274 tonnum á áðurnefndu tímabili. Aflinn á þessu ári er því í meðallagi.


Íslensk skip hafa undanfarnar vikur verið á kolmunnaveiðum í færeyskri lögsögu eins og kom fram hér að framan.

Meðafli af makríl hefur fengist í veiðarfærin en í síðasta mánuði voru það 33 tonn og það sem af er maí er makríl meðaflinn orðinn 80 tonn.

 

12.05.2015 20:07

North Sea Atlantic

Þessi er þokkalegur með heimahöfn á spáni var i Leirvik i dag myndir Ian Leask 

                                      photo Ian Leask 2015

                                 Photo Ian Leask 2015

                                   photo Ian leask 2015 

                            Photo Ian Leask 2015

 

 

10.05.2015 23:19

Fyrsti hvalurinn var erfiður

       Ambassador á Siglingu á Eyjafiði i gær mynd þorgeir Baldursson 

      Komið að bryggju rétt fyrir neðan miðbæ Akureyrar mynd þorgeir 2015

 

Hvala­skoðun­ar­bát­ur­inn Ambassa­dor fór í sína fyrstu ferð í gær á þessu sumri og var fjöldi farþega um borð.

Fóru all­ir sátt­ir frá borði enda léku tveir hnúfu­bak­ar list­ir sín­ar fyr­ir farþega að sögn Magnús­ar Guðjóns­son­ar, fram­kvæmda­stjóra fyr­ir­tæk­is­ins.

„Þetta var al­veg glimr­andi fín ferð sem byrjaði þannig að við sáum strax einn [hnúfu­bak] á Poll­in­um við Ak­ur­eyri.

En hann var nú reynd­ar svo­lítið erfiður þannig að við dvöld­um ekk­ert lengi við hann,“

seg­ir Magnús og bend­ir á að hóp­ur­inn hafi því næst haldið lengra út á fjörð og sást þar strax ann­ar hval­ur af sömu teg­und.

Spurður hvort bók­an­ir fyr­ir sum­arið séu orðnar mikl­ar kveður Magnús já við. „Þetta lof­ar góðu og það eru tölu­vert mikl­ar fyr­ir­fram bók­an­ir hjá okk­ur,“

seg­ir hann en á bil­inu 95 til 96 pró­sent þeirra eru er­lend­ir ferðamenn.

Dæmi­gerð hvala­skoðun­ar­ferð hjá fyr­ir­tæk­inu tek­ur um þrjá til þrjá og hálf­an tíma og seg­ir Magnús nán­ast hægt að lofa ferðamönn­um að þeir sjái hval.

„Þetta er þriðja sum­arið hjá okk­ur [...] og erum við oft að sjá hrefn­ur, höfr­unga, hnís­ur og ein­staka sinn­um há­hyrn­inga og steypireyð.“

Aðspurður seg­ir hann mikla eft­ir­spurn vera eft­ir hvala­skoðun hér á landi og nefn­ir í því sam­hengi að um 230.000 manns hafi í fyrra bókað slíka ferð vítt og breitt um landið. 

„Eyja­fjörður er hins veg­ar mjög gott hvala­skoðun­ar­svæði. Fyrst og fremst vegna þess að það eru mjög fáar ferðir farn­ar þar sem eng­ir hval­ir sjást.

En síðan er líka mjög slétt­ur sjór hérna sem dreg­ur úr lík­um á sjó­veiki.“

Heimild Mbl.is 

myndir Þorgeir Baldursson 2015

10.05.2015 21:51

Elding 111 kominn til Reykjavikur nú rétt i þessu

Hin nýja ferja Eldinar sem að sagt var frá hér á siðunni fyrir skömmu 

er kominn til hafnar i Reykjavik og fékk ég mynd frá Jósef Ægir Stefánssyni 

og kann ég honum bestu þakkir fyrir afnotin 

      Elding i höfn i Reykjavik mynd Jósef Ægir Stefánsson 2015

10.05.2015 17:30

Bótin i morgun

Svona ver lifið i bótinni i morgun rólegt og friðsælt 

    Smábátar við bryggju og  Sigurður ve i Kvinni  mynd Þorgeir Bald

                  Sigurður ve i slipp  mynd þorgeir Baldursson 

                          Rólegt yfir bótinni i morgun © Þorgeir 2015

                                Allir rólegir  mynd þorgeir 2015

09.05.2015 14:27

Samkomulag um nýja aflareglu i loðu undiritað

 Um borð I Tuneq á loðnuveiðum i haust

Í dag lauk tveggja daga fundi Íslands, Grænlands og Noregs um loðnusamning þjóðanna.

Samkomulag náðist á fundinum um nokkuð breytt skilyrði í samningi fyrir vertíðina 2015/2016.

Um er að ræða samkomulag milli strandríkjanna þriggja og sérstakt samkomulag

milli Íslands og Grænlands annars vegar og Íslands og Noregs hins vegar.
Strandríkin ákváðu að taka upp nýja aflareglu, með aðlögun nú í sumar,

sem er í samræmi við nýjustu ráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins og Hafrannsóknastofnunar.

Þessi nýja aflaregla mun leiða til lægri heildarafla í upphafi vertíðar vegna varúðarsjónarmiða.

Er þetta mjög í samræmi við hagsmuni Íslands vegna mikilvægi loðnu fyrir lífríki hafsins hér við land.

Jafnframt verður notkun flotvörpu við loðnuveiðar bönnuð við Grænland á sumarvertíð

ásamt því sem Grænland mun setja sams konar reglur um lokun veiðisvæða vegna smárrar loðnu í afla og gilda hér við land.

Í samningnum er nokkur breyting á reglum um aðgang Grænlands og Noregs að íslenskri lögsögu.

Grænland getur á næstu vertíð veitt allt að 35.000 tonn við Suður- og Vesturströndina, sunnan 64° 30N og eftir 15. febrúar,

en hafði áður heimild til veiða á 23.000 tonnum. Grænland fékk jafnframt heimild til vinnslu afla um borð í einu veiðiskipi

innan íslenskrar lögsögu og nær sú heimild til allt að 6.500 tonna.
Í samningi við Noreg var ákveðið að Noregur geti veitt allar sínar aflaheimildir innan íslensku lögsögunnar,

en hingað til hafa þeir einungis haft heimild til veiða á 35% sinna aflaheimilda innann íslensku lögsögunnar.

Ef Norðmenn hafa öðlast aflaheimildir frá Grænlandi, beint eða óbeint, geta þeir einnig veitt þær innan íslenskrar lögsögu.

Veiðitíminn breyttist um eina viku, þ.e.a.s. nú geta þeir veitt frá 1. október til 22. febrúar í stað 15. febrúar.

Engar breytingar voru gerðar á takmörkun á svæði og er Noregur bundinn af að veiða norðan 64° 30‘N.

Fjölda skipa sem geta veitt í einu innan íslensku lögsögunnar var breytt þannig að nú geta 25 skip verið að veiðum á hverjum tíma.

Áður gátu 30 skip verið að veiðum samtímis fyrir 1. desember en allt að 20 eftir 1. desember.
Telja verður það mikilvægan árangur að strandríkin skulu hafa náð samkomulagi um veiðar á þessum mikilvæga stofni

í samræmi við ráðleggingar vísindamanna. Eins og fram kemur í ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar og Alþjóðahafrannsóknaráðsins

 getur mikil sumarveiði leitt til minni afraksturs úr stofninum bæði vegna þess að loðnan þyngist mjög fram að hausti

auk þess sem mikið er um ungloðnu á veiðisvæðinu á sumrin sem getur dregið mjög úr möguleikum hennar til að lifa af,

m.a. vegna smugs í gegnum möskva veiðarfæra.  Því er jafnframt mikilvægt fyrir hagsmuni Noregs og Grænlands

 að náðst hafi samkomulag um bættan aðgang þeirra til veiða á sínum hlut á haust- og vetrarvertíð á Íslandsmiðum

í stað sumarveiða þessara þjóða.


Formaður íslensku sendinefndarinnar var Jóhann Guðmundsson skrifstofustjóri í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu.

07.05.2015 13:13

Á Loðnu við Grænland

                         Tasilaq Mynd þorgeir Baldursson 2014

Tasilaq og Tuneq í rannsóknaleiðangur í grænlensku lögsöguna

Ráðgert er að grænlensku uppsjávarskipin Tasilaq og Tuneq haldi fljótlega til tilraunaveiða á kolmunna við Austur-Grænland

og hugsanlega verður loðna við Vestur-Grænland einnig könnuð, að því er Sturla Einarsson, skipstjóri á Tasilaq, sagði í samtali við Fiskifréttir.

Sturla sagði að sumarið 2006 hefðu íslensk skip veitt kolmunna við Dohrnbanka.

Vert væri að kanna hvort þarna væri kolmunni á ferðinni að þessu sinni eða annars staðar í grænlensku lögsögunni.

Fram kom hjá Sturlu að ef til vill myndu þeir einnig huga að loðnu vestan við Hvarf.

„Við Vestur-Grænland er sérstakur loðnustofn sem lítið sem ekkert er vitað um og engar veiðar hafa verið stundaðar úr.

Vart hefur orðið við töluvert af loðnu í fjörum á hrygningartíma meðfram vesturströndinni.

Þá hefur loðna ánetjast í troll rækjuskipa,“ sagði Sturla.Royal Greenland Pelagic gerir Tasilaq og Tuneq út.

Sem kunnugt er hétu þessi skip áður Guðmundur VE og Þorsteinn ÞH en voru seld til Grænlands á síðasta ári.    

Heimild Fiskifréttir mynd þorgeir Baldursson

04.05.2015 17:32

540 á strandveiðar i dag

 

Alls eru 540 bát­ar á strand­veiðum en þær hóf­ust í dag. Það er bræla fyr­ir aust­an land og því fáar þar á sjó og eins eru fáir á veiðum á Breiðafirði  vegna norðan­strekk­ings. 

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá stjórn­stöð sigl­inga hef­ur sjó­sókn­in í dag gengið áfalla­laust fyr­ir sig.

Á tíma­bil­inu maí, júní, júlí og ág­úst er heim­ilt að veiða á hand­færi allt að 8.600 lest­ir af óslægðum botn­fiski á strand­veiðum. Sá afli reikn­ast ekki til afla­marks eða króka­afla­marks þeirra fiski­skipa sem stunda veiðarn­ar.

Fái fiski­skip leyfi til strand­veiða, falla úr gildi önn­ur veiðileyfi sem skipið kann að hafa inn­an ís­lenskr­ar lög­sögu. Þó get­ur fiski­skip ekki stundað strand­veiðar ef flutt hef­ur verið meira afla­mark, í þorskí­gild­um talið, frá skipi en flutt hef­ur verið til þess.

Land­inu er skipt í fjög­ur veiðisvæði. Leyfi til strand­veiða eru veitt á því svæði þar sem heim­il­is­festi út­gerðaraðila viðkom­andi báts er skráð og ein­göngu er heim­ilt að landa afla inn­an þess landsvæðis á veiðitíma­bil­inu. Afla­magn er háð tak­mörk­un­um fyr­ir hvert landsvæði inn­an hvers mánaðar. Sé heim­ild­in ekki full­nýtt flyst heim­ild­in á milli mánaða, allt til ág­ústloka. Í reglu­gerð um strand­veiðar fisk­veiðiárið 2014/?2015 er veiðisvæðum og magni á hverj­um tíma­bili skipt svo:

  • Svæði A: Eyja- og Mikla­holts­hrepp­ur til Súðavík­ur­hrepps. Í hlut þess koma 715 tonn í maí, 858 tonn í júní, 858 tonn í júlí og 429 tonn í ág­úst.
  • Svæði B: Stranda­byggð til Grýtu­bakka­hrepps. Í hlut þess koma 509 tonn í maí, 611 tonn í júní, 611 tonn í júlí og 305 tonn í ág­úst.
  • Svæði C: Þing­eyj­ar­sveit til Djúpa­vogs­hrepps. Í hlut þess koma 551 tonn í maí, 661 tonn í júní, 661 tonn í júlí og 331 tonn í ág­úst.
  • Svæði D: Sveit­ar­fé­lagið Horna­fjörður til Borg­ar­byggðar. Í hlut þess koma 600 tonn í maí, 525 tonn í júní, 225 tonn í júlí og 150 tonn í ág­úst.

04.05.2015 12:35

Ný Margret EA 710 i flota Samherja

Heyrst hefur að islensk útgerð sé að kaupa þennan til Islands 

                                      Antares Lk 419  photo Jan Leask 

                        Antares  LK 419  photo P Laurenson 

                           Antares  LK 419 photo Jan Leask  

Samkvæmt Fiskifréttum i dag Var Samherji H/f að kaupa skipið

Samherji hefur fest kaup á uppsjávarskipinu Antares af Antares Fishing (Whalsay) á Hjaltlandi.

Skipið fær nafnið Margret og verður með einkennisstafina EA 710, að því er Kristján Vilhelmsson,

framkvæmdastjóri útgerðarsviðs Samherja, sagði í samtali við Fiskifréttir.

Stefnt er að því að Samherji fái skipið afhent á föstudaginn. Nýja Margret EA var smíðuð í Flekkefjord í Noregi árið 1995

en skipið var lengt árið 2009. Mesta lengd skipsins er 73 metrar og breiddin er um 13 metrar.

Aðalvélin er af gerðinni Wartsila Vasa og er 4920kW. Í skipinu eru RSW kælitankar sem taka alls rúm 2.000 tonn.

„Okkur vantar skip inn í reksturinn en við höfum þó ekki verkefni fyrir það allt árið. Nýja Margret mun stunda veiðar á kolmunna og loðnu,“ sagði Kristján.

04.05.2015 11:37

Nýr Bjarni Ólafsson AK 70 til Neskaupstaðar i morgun

Nýr Bjarni Ólafsson Ak 70 kom til hafnar á Neskaupstað i morgun 

og að sjálfsögðu var Guðlaugur Birgisson mættur á Kæjann klár i myndtöku 

og kann ég honum bestu þakkir fyrir afnotin af myndunum 

Hérna er smá upplysingar um skipið 

          2909  Bjarni Ólafsson AK 70      Mynd Guðlaugur Birgisson  2015

         2909    Bjarni ólafsson AK 70   mynd Guðlaugur Birgisson 2015
MO: 9195781
MMSI: 251239000
Kallmerki: TFRH
Fáni: Iceland (IS)
AIS Type: Fishing
Gross Tonnage: 1969
Dauðvikt: 2350 t
Lengd × Breidd: 64.4m × 13.03m
Byggingaár: 1999
Staða: Active
 
  • 1

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 704
Gestir í dag: 109
Flettingar í gær: 546
Gestir í gær: 102
Samtals flettingar: 557436
Samtals gestir: 20952
Tölur uppfærðar: 19.3.2024 12:13:59
www.mbl.is