Færslur: 2020 Júlí

28.07.2020 11:29

Sigurður Ve 15 á Makrilmiðunum

                                        2883 Sigurður Ve 15 mynd þorgeir Baldursson  júli 2020 

                   2883 Sigurður Ve 15 tekur Trollið á Papagrunni i siðustu viku mynd þorgeir Baldursson 2020
 
 
 

28.07.2020 11:23

nú segi ég Takk Fyrir mig

30 júní sl. kom Halldór Hjálmarsson úr sinni síðustu veiðiferð með Málmey SK1 og af því tilefni afhenti Gylfi Guðjónsson útgerðarstjóri honum blóm og gjafakort frá FISK og samstarfsfólki, með kæru þakklæti fyrir samstarfið og vinnu í þágu fyrirtækisins í áratugi. Rætt er við hann á heimasíðu Fisk Seafood.

Dóri hóf störf hjá FISK 1987 og hefur því verið hjá fyrirtækinu í 33 ár þar af sem kokkur frá 1991, áður var hann á sjó á bátum frá Grindavík í 15 ár og árin til sjós  því orðin 48, sem er orðið gott, sagði Dóri. Það er margs að minnast frá löngum ferli en eftirminnilegar eru löngu ferðirnar í Smuguna og einnig siglingar erlendis um jólin sem voru erfiðar fyrir fjölskyldufólk. Aðspurður um matarhefðir sjómanna sagði Dóri að fiskurinn og lambakjötið væri alltaf vinsælt og klikkaði aldrei, en yngri mennirnir vildu gjarnan hafa pizzur og hamborgara.

Dóri kvíðir ekki verkefnaleysi þó hann segi skilið við sjóinn, en hlakkar til að eyða tíma með barnabörnunum og fjölskyldunni. Hann vildi að lokum koma á framfæri kæru þakklæti til allra samstarfsmanna og stjórnenda FISK fyrir ánægjulegt samstarf. Strákarnir eru búnir að segja ,,takk fyrir mig“ í öll þessi ár og nú segi ég TAKK FYRIR MIG  sagði Dóri að lokum.

Heimild Audlindin.is

 

                        1833 Málmey Sk 1 mynd þorgeir Baldursson 2019

 

28.07.2020 09:17

Akurey AK 10 mokfiskar i tvö troll

TVEGGJA TROLLA VEIÐARNAR VIRKA FULLKOMLEGA

                        2890 Akurey Ak 10 mynd þorgeir Baldursson 

,,Það hefur allt gengið að óskum og veiðar með tveimur trollum í stað eins hafa virkað fullkomlega. Tvö troll voru alfarið notuð í síðustu veiðiferð og það sem af er þessari og árangurinn er alltaf betur að koma í ljós.”

Þetta segir Eiríkur Jónsson, skipstjóri á ísfisktogaranum Akurey AK, en reynsla er óðum að komast á veiðar skipsins með tveimur trollum samtímis í stað eins. Til þess að gera mönnum mögulegt að beita þessari veiðitækni þurfti að setja þriðju togvinduna í skipið auk tveggja nýrra grandaravinda. Um það verk sáu starfsmenn Stálsmiðjunnar / Framtaks en allur vindubúnaður í skipinu er frá Naust Marine.

Að sögn Eiríks eru notuð tvö 360 möska Hemmertroll frá Hampiðjunni á Akureyri við veiðarnar í stað eins 470 möskva Hemmertrolls. Notaðir eru gömlu Thybörön toghlerarnir sem samtals vega 7,4 tonn. Milli trollanna tveggja er rúmlega fimm tonna snúningslóð en það tengist skipinu með togvír frá nýju tovindunni og innri gröndurum.

,,Við notum svokallaða rússa sem gilsunum er húkkað í. Það eru engar stroffur á trollpokunum og þrýstingur á fisknum í pokunum er því í lágmarki. Svo hefur það auðvitað sitt að segja að t.d. tíu tonna hol dreifist á tvo trollpoka í stað eins. Allt hjálpar þetta til að bæta meðferð aflans,” segir Eiríkur Jónsson sem reyndar er í fríi í þessum túr. Akurey er nú á Látragrunni og er Magnús Kristjánsson skipstjóri í veiðiferðinni.

 

28.07.2020 08:59

Venus NS 150

             2881 Venus NS 150 Mynd þorgeir Baldursson júli 2020

 

Uppsjávarveiðiskip Brims Venus Ns 150 er hér á landleið til vopnafjarðar með um 900 tonn 

af makril sem að fengust á Papagrunni i siðustu viku en frekar gloppótt veiði hefur verið 

hjá uppsjávarveiðiflotanum allt frá 15 -300 tonnum  lengi dregið og nú hafa skipin fært 

sig i Sildarsmuguna og þaðan voru að koma  Aðalsteinn Jónsson SU 11 og Börkur NK 122 

með um 1000 tonn hvort skip sem að landað verður i frystihús viðkomandi útgerða 

Bergur Einarsson er skipstjóri á Venusi 

 

27.07.2020 21:51

Kostnaður myndi aukast

           Léttabátur af Vs Týr i fiskveiðieftiliti mynd þorgeir Baldursson 2020

Bæði Landhelgisgæslan og Fiskistofa taka vel í tillögur um aukið samstarf. Landhelgisgæslan gæti fjölgað úthaldsdögum varðskipa um þriðjung og nýtt flugvélina meira hér heima til eftirlits með fiskveiðiauðlindinni.

Verkefnastjórn um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni gerir það að tillögu sinni að Landhelgisgæslu Íslands verði falið „aukið hlutverk við framkvæmd sjóeftirlits en að Fiskistofa fari með stjórnsýsluþátt verkefnisins og beri ábyrgð á áhættustýringu þess að höfðu samráði við Landhelgisgæsluna.“

Ennfremur verði gerð „samstarfsyfirlýsing milli viðkomandi ráðuneyta, Fiskistofu og Landhelgisgæslunnar með það fyrir augum að nýta skipa- og tækjakost Landhelgisgæslunnar betur þannig að eftirlit á sjó verði markvissara en það er í dag og þekja eftirlitsins betri.“

    Sjóeftirlit fiskistofu og Landhelgisgæslu mynd þorgeir Baldursson 2020
 

Verkefnastjórnin nefnir það í skýrslu sinni að ein helsta takmörkun hefðbundins fiskveiðieftirlits sé „hversu mannaflafrekt og dýrt það er. Af þvi leiðir að þekja eftirlitsins er lítil í þeim skilningi að það nær einvörðungu til lítils hluta veiðiferða eða landana.“

Kostar sitt

„Okkur líst mjög vel á þetta,” segir Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar.

Hann segir Landhelgisgæsluna auðveldlega geta fjölgað úthaldsdögum varðskipa um að minnsta kosti þriðjung. Flugvél Landhelgisgæslunnar er auk þess töluverðan hluta ársins í verkefnum erlendis.

„Á meðan kostar hún ríkissjóð ekki neitt því hún er rekin af Evrópusambandinu. Við gætum vel haft góð not af henni hér heima. Við gætum verið að fljúga hér eftirlitsflug 3-4 sinnum í viku eins og fyrirhugað var,“ segir hann.

Hann tekur þó fram að það kosti sitt. Þessar hugmyndir, sem settar eru fram í skýrslu verkefnastjórnarinnar, muni hafa töluverðan kostnað í för með sér.

Eftirsóknarvert

Verkefnastjórnin óskaði eftir afstöðu Fiskistofu til breyttra áherslna í sjóeftirliti. Stofnunin tekur undir það að mikilvægt sé að auka sjóeftirlit og bæta það.

                                Skipverjar á Vs Týr við fiskveiðieftirlit mynd Þorgeir Baldursson júli 2020

„Brottkast er eitt af alvarlegustu og jafnframt erfiðustu eftirlitsverkefnunum á veiðieftirlitssviði Fiskistofu,“ segir í svarinu. „Árangur eftirlits með brottkasti að mati Fiskistofu er að miklu leyti bundinn viðveru veiðieftidits¬manna um borð og lengd veiðiferðar. Í hlutfallslegu samhengi er vera eftirlitsmanna um borð mjög óveruleg miðað við heildarfjölda veiðiferða skipa.“

Eftirsóknarvert sé að auka samstarf og aðkomu Landhelgisgæslunnar að eftirliti úti á sjó: „gæslan á skip og búnað til að nálgast fiskiskipin úti á sjó og hægt er að vinna slík verkefni í samstarfi stofnananna. Með þvi móti er hægt að komast um borð í mörg skip á skömmum tíma til að sinna eftirliti með veiðarfærum, aflasamsetningu og afladagbókum o.fl. Skilvirkara og hagkvæmara eftirlit fæst með þvi og betri nýting á almannafé.“

        Gert klárt  til uppgöngu i skip mynd þorgeir Baldursson 

Ennfremur bendir Fiskistofa á að hagkvæmt sé „að nýta léttabáta og smærri báta við eftirlit á sjó umfram varðskip LHG, til dæmis á grunnslóð. Góð reynsla er af notkun slíkra báta til eftirlits á sjó í Noregi.“

Þá hafi notkun Landhelgisgæslunnar á flugvél í eftirlitsskyni og þeirri tækni sem vélin er búin „gefið góða raun í veiðieftirliti með brottkasti en flugvélin er verulega vannýtt í þeim tilgangi. Mjög má bæta eftirlit með brottkasti með því að virkja LHG til eftirlits með þeirri tækni og þekkingu sem þar er til staaar og um leið nýta þá þekkingu sem Fiskistofa býr yfir, s.s. áhættumat og greiningarvinnu, til að tryggja að eftirlit sé haft með þeim skipum þar sem áhættan er mest.“

Samstarfið aukið

Ásgrímur segir að Landhelgisgæslan hafi verið að auka samstarf við Fiskistofu, og þá reynt að halda sig innan þeirra fjárhagsmarka sem ríkið setur.

Nýverið voru tveir eftirlitsmenn frá Fiskistofu um borð í varðskinu Tý, en þá er siglt á milli skipa og farið um borð.

        Starfsmaður Fiskistofu Mælir afla um borð  mynd þorgeir Baldursson 

„Það er ekkert nýmæli, við höfum gert það áður og munum halda því áfram og vonandi auka það. Okkar menn fara þá í öryggiseftirlitið, en þeir fara í aflann og aflasamsetningu. Það er svo sem líka það sem okkar menn hafa verið að gera þegar farið hefur verið í skyndiskoðanir.”

Stundum hafa menn frá Fiskistofu líka verið meðferðis í eftirlitsflugi meðfram ströndinni á þyrlunum.

„Þá erum við aðallega að kíkja eftir netalögnum. Við erum búnir að fara að minnsta kosti eitt langt flug núna í sumar með eftirlitsmennina þeirra í svoleiðis, og svo stendur til annað á næstunni. Þetta er eitthvað sem við vildum geta gert meira af, bæði Fiskistofa og við.“

  Sigurður,Þórir, Baldvin og Hálfdán mynd þorgeir Baldursson júli 2020

 

Á síðasta ári fékk Landhelgisgæslan eftirlitsdróna frá Evrópusambandinu, sem gaf góða raun en þó segir Ásgrímur ákveðna annmarka hafa komið í ljós.

„Dróni af þessari tegund nýtist varla mikið yfir vetrarmánuðina, en hann nýttist vel hér yfir skárri hluta ársins. En við höfum meiri áhuga á að prófa dróna sem við getum haft um borð í varðskipunum og gert út frá þeim.”

        Vs Týr á reki á Austfjarðamiðum mynd þorgeir Baldursson júli 2020

Heimild Fiskifrettir 

Myndir Þorgeir Baldursson 

24.07.2020 02:15

Arnar Ár 55

 2794 Arnar Ár 55 í þorlákshöfn mynd þorgeir Baldursson 

19.07.2020 12:43

Hlöddi Ve 98

   2782  Hlöddi Ve 98 mynd þorgeir Baldursson 

17.07.2020 12:45

Strandveiðibátar í þorlákshöfn

     Strandveiðibátar i  þorlákshöfn mynd þorgeir Baldursson 2020

 

 

13.07.2020 06:32

Varðskipið Týr í fiskveiðieftirliti á Austfjarðamiðum

                             1421 Týr mynd þorgeir Baldursson 2019

12.07.2020 23:32

Einar i Nesi EA 49 Lengdur

                  7145 Einar i Nesi Ea 49 mynd þorgeir Baldursson 2019

Nú i vor var báturinn Einar i Nesi EA 49 i eigu Bliðfara hifður upp á landi i sandgerðisbótinni 

og er verið að lengja hann um 2 metra og setja á hann siðustokka báturinn var 

smiðaður i hafnarfirði 1988 og hét Ármann GK og siðan Gaui Gisla GK 

Bátnum var breytt i rannsóknarbát og i eigu Hafrannsóknarstofunnar  þar til að 

núverandi eigandi kaupir bátinn af stofnuninni 

12.07.2020 01:55

Eskja byggir Frystiklefa

  Drónamynd af athafnarsvæði Eskju og grunninum á nýjum frystiklefa

Á dögunum flaug ég Drónanum yfir athafnarsvæði Eskju og þá 

Leit þetta svona út en nú er kominn grunnur að  nýrri 

Frystigeymslu alls um 8000 fermetrar sunnan við uppsjávar 

Frystihúsið og síðan á að gera viðlegukannt fyrir útskipun 

Austan við komandi aðstöðu þar sem að hægt er að skipa

Út afurðum fyrirtækisins 

    Frystihús Eskju og komandi hafnarsvæði mynd þorgeir Baldursson 

12.07.2020 00:40

Aðalsteinn Jónsson Su 11

      Aðalsteinn jónsson Su 11 mynd Bjarni Már Hafsteinsson 2020

10.07.2020 21:42

Jón Kjartansson Su á útleið eftir löndun

Það var  létt yfir Hjálmari skipstjóra á Jóni Kjartanssyni Su 111 i dag þegar ég hringdi i hann 

til að falast eftir þvi að mynda skipið á siglingu eftir löndun á Eskifirði 

hér koma  myndir sem að voru teknar við þetta tækifæri 

 

     2949 Jón kjartansson Su 111 á siglingu eftir löndun á Eskifirði i dag 10 júli

       2949 Jón Kjartansson SU 111 mynd þorgeir Baldursson 10 júli 2020

10.07.2020 16:50

Makrillöndun á Eskifirði í morgun

         Makrillöndun úr Jóni Kjartanssyni Su 111 í morgun mynd þorgeir 

09.07.2020 23:35

Kaldbakur EA á Austfjarðamiðum

   2891 Kaldbakur Ea 1 á veiðum á Austfjarðamiðum í morgun mynd þorgeir Baldursson 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 704
Gestir í dag: 109
Flettingar í gær: 546
Gestir í gær: 102
Samtals flettingar: 557436
Samtals gestir: 20952
Tölur uppfærðar: 19.3.2024 12:13:59
www.mbl.is