23.09.2014 17:24

Týr kemur til Akureyrar i dag

 

Varðskipið Týr kom til Akureyrar síðdegis í dag eftir að hafa verið frá byrjun maí í leiguverkefni við Svalbarða þar sem skipið var notað til eftirlits- og björgunarstarfa sem og almennra löggæslu- og þjónustustarfa fyrir Sýslumanninn á Svalbarða.  Tveir starfsmenn Landhelgisgæslunnar voru í áhöfn Týs hverju sinni meðan á verkefninu stóð og var mikil ánægja með frammistöðu þeirra.

Landhelgisgæslan gerði samning við Fáfni Offshore hf um verkefnið en nýtt skip Fáfnis, Polarsyssel var afhent Sýslumanninum á Svalbarða í síðastliðinni viku. Fyrirtækið gerði samning við Sýslumanninn á Svalbarða um gæsluverkefni í kringum eyjarnar sex mánuði í senn næstu tíu árin og mun nýta hið nýja skip til þeirra verka. Skipið er fyrsta sérhæfða skip Íslendinga til að þjónusta olíuborpalla og er sérstaklega hannað til að sinna verkefnum á norðlægum slóðum.  Fyrirtækið Fáfnir Offshore hefur haslað sér völl á sviði þjónustu við olíurannsóknir og olíuvinnslu á Norðurslóðum og hyggst enn frekar færa út kvíarnar á þeim vettvangi. 

Landhelgisgæslan hefur beint og óbeint sinnt verkefnum fyrir Sýslumanninn á Svalbarða gegnum árin en mikið samstarf hefur verið milli þyrlusveitar Sýslumannsins og þyrlusveitar Landhelgisgæslunnar.  Landhelgisgæslan telur afar mikilvægt að efla samstarf leitar- og björgunaraðila á Norður-Atlantshafi og hefur verkefnið eflt enn frekar samstarf milli Svalbarða og Íslands um öryggismál á Norðurslóðum.

Rekstraráætlanir Landhelgisgæslunnar fyrir árið 2014 gera aðeins ráð fyrir einu varðskipi á sjó í einu og hafa tekjur vegna verkefnissins gert Landhelgisgæslunni kleift að sinna betur björgunargetu við Ísland. Nú er verkefninu lokið og ekkert fast í hendi með frekari verkefni á næstunni. Frétt af heimasiðu landhelgisgæslunnar www.lhg.is

Myndir Þorgeir Baldursson.

        Hafnsögubáturinn Sleipnir ásamt Týr við komana til Akureyrar i dag

                               Týr kemur á bryggju Sleipnir til aðstoðar 

                  Skipverji  i endunum 

                              Sleipnir aðstoðar Týr að bryggju

                   Sigurbrandur Jakopsson  

   Maron Björnsson Yfirhafsögumaður fylgist með 

                             skipverji i brúnni á Týr fylgist með 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Móasiða 4f Akureyri

Staðsetning:

Akureyri

Heimasími:

4626947

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 2124
Gestir í dag: 128
Flettingar í gær: 2828
Gestir í gær: 212
Samtals flettingar: 10129423
Samtals gestir: 1402184
Tölur uppfærðar: 10.8.2020 15:24:49
www.mbl.is