21.11.2020 23:06

Ný­stofnað fyr­ir­tæki um Horn­stranda­sigl­ing­ar

                                               2779 Ingólfur  Mynd þorgeir Baldursson 

Sjó­ferðir ehf. hafa skrifað und­ir kaup­samn­ing á tveim­ur bát­um og bryggju­húsi Sjó­ferða Haf­steins og Kiddýj­ar.

                          Hafsteinn, kitty,Stigur , og Henný  mynd Aðsend 

Eig­end­ur Sjó­ferða ehf eru þau Stíg­ur Berg Soph­us­son og unn­usta hans Henný Þrast­ar­dótt­ir.

Sjó­ferðir munu halda áfram áætl­un­ar­ferðum á Hornstrand­ir og um Djúp.

Stíg­ur hef­ur unnið hjá Sjó­ferðum Haf­steins og Kiddýj­ar frá ár­inu 2006 þar sem hann byrjaði sem há­seti en árið 2010 varð hann svo skip­stjóri hjá fyr­ir­tæk­inu.

  Hann á sjálf­ur ætt­ir að rekja til Horn­vík­ur og er vel kunn­ug­ur um svæðið að því er seg­ir í til­kynn­ingu.

Bát­arn­ir eru mis­stór­ir, ann­ars veg­ar er Ingólf­ur sem tek­ur 30 farþega. Hann er að auki með krana svo Ingólf­ur nýt­ist auk farþega­flutn­inga í þunga­flutn­inga og vinnu­ferðir.

Stærri bát­ur­inn, oft nefnd Drottn­ing­in, Guðrún Kristjáns, tek­ur allt að 48 farþega.

                                         2409 Guðrún Kristjáns mynd þorgeir Baldursson 

 

Bátar Sjóferða ehf eru í góði standi og báðir búnir tveimur mjög nýlegum vélum sem tryggja öryggi farþegar enn frekar.

Sjóferðir tryggja það að ávallt séu tveir til þrír starfsmenn eru í hverri áhöfn til að stuðla að öryggi farþega.

 

Áætlun fyrirtækisins fyrir Hornstrandir sumarið 2021 er í vinnslu en ljóst er að áætlun hefst 1.júní 2021 og síðasta ferð farin 31.ágúst.

Hægt er að panta báta í sérferðir utan þess tímabils, auk þess sem hægt er að bæta við ferðum fyrir hópa eða auka stoppum í Grunnavík, Sléttu, Flæðareyri og Lónafirði ásamt öðrum stöðum ef um er beðið.

Allar ferðir hefjast á Ísafirði þar sem hægt er að stíga beint um borð en notast þarf við slöngubáta til að ferja fólk og farangur í og úr landi innan friðlandsins.

Fyrir sérferðir er hægt að hafa beint samband við Stíg Berg í síma 866-9650 eða senda póst á sjoferdir@sjoferdir.is

Af www.bb.is 

 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Móasiða 4f Akureyri

Staðsetning:

Akureyri

Heimasími:

4626947

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1641
Gestir í dag: 219
Flettingar í gær: 1502
Gestir í gær: 292
Samtals flettingar: 10369844
Samtals gestir: 1443741
Tölur uppfærðar: 23.11.2020 14:39:54
www.mbl.is