29.07.2021 17:49

73% strandveiðiafla verið landað

 Strandveiðibátarnir 6620 Ljúfur Ba 43 og 6137 Rut Ba 117 koma til hafnar á Patreksfirði mynd þorgeir Baldursson

 

Farið er að síga á seinni hluta strand­veiða þessa árs. Þokka­leg­ur gang­ur hef­ur verið á veiðunum til þessa. Alls hef­ur 661 bát­ur landað afla á strand­veiðum í ár. 

Þó sótti 681 bát­ur um leyfi til strand­veiða og greiddi fyr­ir. Að sögn Önnu Guðrún­ar Árna­dótt­ur, sér­fræðings hjá Fiski­stofu, hafa síðan 25 bát­ar þegar skráð sig af strand­veiðum. 

Fyr­ir af­skrán­ingu geta legið ýms­ar ástæður, svo sem að bát­ur­inn ætli sér á mak­ríl­veiðar eða hafi ótt­ast að veiðiheim­ild­ir til strand­veiða myndu klár­ast eft­ir skamma stund þar sem frest­ur til að af­skrá bát rann út á sama tíma og til­kynnt var um aukn­ar afla­heim­ild­ir til strand­veiða. 

Önnur ástæða get­ur verið að bát­ar með afla­mark snúi sér að því að upp­fylla veiðiskyldu sína fyr­ir fisk­veiðiára­mót­in í ág­ústlok. 

Jöfn dreif­ing á milli mánaða

Heild­arafla­heim­ild­ir í strand­veiðum eru, eft­ir aukn­ingu þann 20. júlí, 12.271 tonn af botn­fiski, þar af 11.171 tonn af þorski. 

Af heild­arafl­an­um hef­ur 8.742.035 tonn­um af kvóta­bær­um botn­fiski verið landað, þar af 8.071.277 tonn­um af þorski og 611.330 tonn­um af ufsa. Alls hef­ur því rúm­um 73 pró­sent­um af heild­arafla­heim­ild­um strand­veiðanna verið landað. 

Færa má rök fyr­ir því að dreif­ing á afla hafi því verið nokkuð jöfn, þar sem tæp­lega þrír fjórðungs­hlut­ar heim­ilda hafi verið veidd­ir þegar þriðji mánuður­inn af fjór­um er að klár­ast. Afl­inn dreif­ist sömu­leiðis nokkuð jafnt á milli mánaða en í maí, júní og júlí hef­ur 2.700-3.000 tonn­um verið landað.  

Svipuð staða var uppi á sama tíma í fyrra þegar 720 tonn­um af botn­fiski hafði verið bætt við heim­ild­ir og voru í heild­ina 10.720 tonn af þorski. Þá höfðu 663 bát­ar landað inn á strand­veiðikerfið og 81,6 pró­sent­um af heild­arafla verið landað. 

Heimild 200 milur mbl.is 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Heimasími:

4626947

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1089
Gestir í dag: 165
Flettingar í gær: 1071
Gestir í gær: 328
Samtals flettingar: 10995280
Samtals gestir: 1534176
Tölur uppfærðar: 21.9.2021 23:11:01
www.mbl.is