08.10.2024 21:51

Ísleifur VE 63 á leið í pottinn

                                                      2388 Isleifur Ve 63 mynd þorgeir Baldursson 2020

„Já, hann er á leiðinni í skrap. Því miður,“ segir Willum Andersen, tæknilegur rekstrarstjóri Vinnslustöðvarinnar um Ísleif VE sem hefur þjónað félaginu frá árinu 2015. Ísleifur er uppsjávarskip og þykir gott sjóskip. Nú er hann á leið í pottinn. „Þegar skipið var byggt var það lengt til að það héldi stöðugleika. Einhver mistök hafa verið gerð í hönnun því bönd og byrðingur sinnhvoru megin við lenginguna eru alltaf að springa og höfum við fengið sprungur út úr byrðingnum.

Það var skoðað að endurbyggja skipið en sú aðgerð hefði verið dýrari heldur en að kaupa notað skip sem er mun yngra en Ísleifur, þegar viðgerð á burðarvirki skipsins var komin inn í verkið. Við munum afhenda skipið í Færeyjum og eigum að vera búnir að því fyrir lok október,“ segir Willum.

Íseifur hét upphaflega Ingunn AK og var smíðaður í Síle árið 2000. Skráð lengd er 65,18 metrar, breidd 12,6 metrar og er hann rétt tæp 2000 brúttótonn. Vélin er  MAK 5870 hestöfl.

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 852
Gestir í dag: 24
Flettingar í gær: 3737
Gestir í gær: 72
Samtals flettingar: 1060267
Samtals gestir: 50927
Tölur uppfærðar: 21.12.2024 12:54:16
www.mbl.is