09.12.2024 23:10

Hoffell Su 80

                                                   3035 Hoffell SU 80  Mynd þorgeir Baldursson 2022

Ísland og Fær­eyj­ar hafa gengið frá samn­ing­um um fisk­veiðar árið 2025.

Ákveðið var í kjöl­far viðræðna í byrj­un des­em­ber að fram­lengja gild­andi samn­ing­um milli ríkj­anna og í því felst að skip beggja ríkja fá að veiða kol­munna og norsk-ís­lenska síld í lög­sög­um hvors ann­ars.

Fá fær­eysk skip að veiða 5.600 tonn af botn­fiski á Íslands­miðum. Þar af má allt að 2.400 tonn vera þorsk­ur og 400 tonn af keilu. Þá fá Fær­eyj­ar 5% af heild­arkvóta í loðnu en þó ekki meira en 30 þúsund tonn.

Íslend­ing­ar fá 1.300 tonn af mar­kíl­kvóta Fær­ey­inga, en enn er ósamið milli ríkj­anna um mak­ríl­veiðar. Fær­eyj­ar hafa þó gert samn­ing um mak­ríl­veiðar við Nor­eg og Bret­land án aðkomu Íslands, Evr­ópu­sam­bands­ins og Græn­lands.

Eining um heildarkvóta en ekki skiptingu

Frétt af mbl.is

Ein­ing um heild­arkvóta en ekki skipt­ingu

Fram kem­ur í til­kynn­ingu á vef sjáv­ar­út­vegs- og sam­gönguráðuneyt­is Fær­eyja (Fiski­vinnu- og sam­ferðslu­málaráðið) að upp­haf­lega hafi verið gert ráð fyr­ir að samn­ingaviðræðurn­ar færu fram í Fær­eyj­um fyrr í haust, en viðræðum hafi verið frestað eft­ir að til­kynnt var um að efnt yrði til þing­kosn­inga Íslandi.

heimild Mbl.is

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 789
Gestir í dag: 39
Flettingar í gær: 2300
Gestir í gær: 79
Samtals flettingar: 1070326
Samtals gestir: 51181
Tölur uppfærðar: 26.12.2024 11:26:56
www.mbl.is