11.12.2024 23:21

Sáu 20 hnúfubaka

                                  Farþegar ganga um borð i Niels Jónsson mynd þorgeir Baldursson 2024

                                1357 Niels Jónsson á leið i hvalsskoðun mynd þorgeir Baldursson 2024

                                             Hnúfubakur á leið i djúpköfun mynd þorgeir Baldursson 2024

„Það er mjög óvana­legt að sjá svona marga hnúfu­baka í einu á þess­um árs­tíma,“ seg­ir Garðar Ní­els­son hjá hvala­skoðun­inni í Hauga­nesi. Á mánu­dag var farið með 24 manna hóp á Ní­els Jóns­syni EA og í ferðinni sáust 20 hnúfu­bak­ar.

„Þetta var al­veg stór­kost­legt, al­gjör veisla fyr­ir hóp­inn,“ seg­ir Garðar og bæt­ir við að 11 hnúfu­bak­ar hafi sést koma upp úr sjón­um á sömu stundu.

„Það hef­ur verið tals­verður fjöldi af hnúfu­bök­um hérna rétt við Hauga­nesið, inn­an við Hrís­ey og aust­an við hana, núna í des­em­ber. Það er greini­lega mikið æti þarna fyr­ir hval­ina á svæðinu.“

Farið er í eina skoðun­ar­ferð á dag um kl. 11 þegar farið er að birta, en þegar myrkrið skell­ur á, milli þrjú og fjög­ur, er ekk­ert hægt að skoða. „Þetta er stutt­ur gluggi sem við höf­um, en hef­ur gengið mjög vel.“

mbl.is 

 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 781
Gestir í dag: 39
Flettingar í gær: 2300
Gestir í gær: 79
Samtals flettingar: 1070318
Samtals gestir: 51181
Tölur uppfærðar: 26.12.2024 10:53:40
www.mbl.is