1475 Hvalaskoðunnarbáturinn Sæborg ÞH Mynd Þorgeir Baldursson
Stærð: 40,00 brl. Smíðaár 1977. Eik.Stokkbyrðingur. Þilfarsbátur.Vél 365 ha. Caterpillar.Ný 405 ha. Caterpillar aðalvél sett í bátinn 1988.Báturinn var smíðaður fyrir Karl Aðalsteinsson og Óskar og Aðalstein Karlssyni, Húsavík, sem áttu hann til ársins 1991 en þá var hann seldur til Keflavíkur.Frá árinu 1991 hét báturinn Eyvindur KE-37, Keflavík.Frá árinu 2000 hét báturinn Eyvindur KE-99, Keflavík.Frá árinu 2002 hét hann Sæborg ÞH-55, Húsavík.Frá árinu 2009 hét hann Gunnar Halldórs ÍS-45, Bolungarvík.Árið 2012 hét hann enn Gunnar Halldórs ÍS-45 en nú skráður á Flateyri.Árið 2014 fékk báturinn nafnið Áróra RE-880, Reykjavík en seinna á því herrans ári breyttust einkennisstafirnir í RE-82. Frá seinni hluta árs 2014 heitir báturinn því Áróra RE-82, Reykjavík.
Þrátt fyrir þessi nafnaskipti og flandur á milli heimahafna þá eru áreiðanlegar heimildir fyrir því að í Ísafjarðarhöfn hefur báturinn legið undanfarin fjögur ár og þar var hann að finna á miðju ári 2014. Á haustmánuðum árið 2014 keyptu Brynjar Eyland Sæmundsson og Ari Magnússon bátinn þar sem hann lá í höfninni á Ísafirði og sigldu honum til Reykjavíkur.
Eigendur vinna nú hörðum höndum að því að koma bátnum í upprunalegt horf.
Með fyrstu verkum var að fjarlægja af honum hvalbak sem á hann hafði verið settur eftir að hann yfirgaf skipasmíðastöðina. Einnig var balageymsla, sem að vísu var á honum frá upphafi, fjarlægð.
Báturinn var notaður til að sigla með farþega um sundin blá úti fyrir höfuðborginni.
Árið 2016 keypti Norðursigling bátinn og sigldi hann inn á Húsavíkurhöfn 10. maí 2016 og var hann þar með kominn heim til sinnar fyrstu heimahafnar. Báturinn er nú, árið 2023, notaður til skoðunarferða með fólk út á Skjálvandaflóann.Heimild aba.is
Uppfært 2300 15 des 2024 Hermann Daðasson er skipstjóri á bátnum og er hann gerður út til hvalaskðunnar frá Árskógsandi