04.01.2025 00:30Birkir Bárðarson farinn frá Hafró til Rastar„Mér fannst þetta vera það spennandi að ég stóðst ekki mátið,“ segir Birkir Bárðarson sem stjórnar hefur loðnurannsóknum hjá Hafrannsóknastofnun en heldur nú á ný mið. Birkir Bárðarsson og Hafþór Jónsson um borð i Gefjun EA 510 mynd þorgeir Baldursson Birkir Bárðarson sjávarlíffræðingur sem starfað hefur hjá Hafrannsóknastofnun í yfir tvo áratugi og haldið þar utan um loðnurannsóknir er hættur og tekinn til starfa fyrir Röst sjávarrannsóknasetur. Enn meira spennandi„Ég hef verið í mjög spennandi verkefnum hjá Hafró en fer yfir í enn meira spennandi verkefni,“ segir Birkir sem verður verkefnastjóri hjá Röst sem tók til starfa á síðasta ári. „Þar eru áhugaverðar rannsóknir í gangi og sem eru fram undan í tengslum við bindingu kolefnis í hafi. Þetta verður skemmtileg nýsköpun í hafrannsóknum.“ Að sögn Birkis er starfsemi Rastar styrkt af umhverfisverndarfélögum. Þar séu nú þrír starfsmenn. „Röst gerði í fyrra samninga við Hafró um rannsóknir í Hvalfirði fyrir um 100 milljónir króna,“ bendir hann á. Röst hluti af alþjóðlegu netiÞetta kom einmitt fram í frétt Fiskifrétta þann 27. nóvember. Þar sagði um Röst að það væri nýlega stofnað óhagnaðardrifið rannsóknarfélag sem hefði það hlutverk að stuðla að rannsóknum sem tengdum hafinu og loftslagsbreytingum. Röst væri hluti af alþjóðlegu neti rannsóknastöðva undir hatti Carbon to Sea Initiativ sem væri óhagnaðardrifin bandarísk sjálfseignarstofnun sem starfrækt væri með stuðningi góðgerðasamtaka og vísindasjóða á sviði loftslagsmála. „Stofnunin leiðir metnaðarfulla áætlun sem ætlað er að kanna hvort aukning á basavirkni sjávar sé skilvirk og örugg varanleg leið til þess að fjarlægja koldíoxíð úr andrúmsloftinu. Röst er dótturfélag íslenska loftslagsfyrirtækisins Transition Labs,“ sagði þá nánar um Röst. Teresa tekur við af Birki
„Ég byrjaði hjá Hafró upp úr aldamótum og er búinn að vera þar með langhléum síðan,“ segir Birkir um ferilinn hjá Hafrannsóknastofnun. Það hafi verið stór ákvörðun að skipta um starf. „En mér fannst þetta vera það spennandi að ég stóðst ekki mátið. Ég fór nýlega í nám í verkefnastjórnun og það virkar vel í þessu umhverfi.“ Við starfi Birkis hjá Hafrannsóknastofnun tekur Teresa Sofia Giesta da Silva sjávarlífræðingur. heimild Fiskifrettir mynd af Birki og Hafþóri þorgeir Baldursson Skrifað af Þorgeir |
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 372 Gestir í dag: 10 Flettingar í gær: 1707 Gestir í gær: 13 Samtals flettingar: 1101250 Samtals gestir: 51900 Tölur uppfærðar: 7.1.2025 02:55:40 |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is