04.01.2025 21:25

Binda enda á 63 ára útgerðarsögu

Pétur Sigurðsson nú fyrrverandi framkvæmdastjóri Sólrúnar ehf. segir rekstrarumhverfi smærri .

                                            Pétur Sigurðsson við Sólrúnu EA 151 Mynd þorgeir Baldursson 

Heimild Morgunblaðið 

Mynd þorgeir Baldursson 

GPG Sea­food ehf. á Húsa­vík gekk á fimmtu­dag frá kaup­um á út­gerðarfé­lag­inu Sól­rúnu ehf. á Árskógs­sandi í Eyjaf­irði. Kaup­un­um fylgja bát­arn­ir Sól­rún EA-151 og Sæ­rún EA-251 auk rúm­lega 500 tonna kvóta, þar af um 370 tonn í þorski. Með því er bund­inn endi á 63 ára út­gerðar­sögu Sól­rún­ar.

Þetta staðfest­ir Pét­ur Sig­urðsson, fram­kvæmda­stjóri og einn eig­enda Sól­rún­ar, í sam­tali við 200 míl­ur. Hann seg­ir rekstr­ar­um­hverfi smærri út­gerða sem ekki reka land­vinnslu fjand­sam­legt og gagn­rýn­ir stefnu nýrr­ar rík­is­stjórn­ar sem hann seg­ir vilja samþjöpp­un í sjáv­ar­út­vegi svo hægt sé að skatt­leggja út­gerðir enn meira.

Staðan hafi verið orðin þannig að ekki gæti tal­ist fýsi­legt að halda rekstr­in­um áfram. Bend­ir hann meðal ann­ars á hækk­un veiðigjalda síðustu ár og boðaða hækk­un þeirra, kvóta­skerðingu síðustu ára, hug­mynd­ir um að leggja af byggðakvóta og veita strand­veiðum þær heim­ild­ir, aukna vaxta­byrði og skort á um­bót­um á höfn­inni á Árskógs­sandi síðustu 30 ár.

„Nú er búið að skrifa und­ir og ganga frá þessu, bát­arn­ir tveir farn­ir héðan og búið að af­henda fyr­ir­tækið til GPG á Húsa­vík,“ seg­ir Pét­ur sem viður­kenn­ir að um sé að ræða mik­il kafla­skil fyr­ir hann sjálf­an og meðeig­end­ur fyr­ir­tæk­is­ins sem all­ir eru bundn­ir fjöl­skyldu­bönd­um.

„Þetta voru bara svo marg­ir þætt­ir sem þrýstu á að ef við ætluðum að halda áfram rekstri yrðum við að gjör­breyta og skera mikið niður. Þá stóðum við bara frammi fyr­ir því, kom­in á ákveðin ald­ur, á maður að fara að standa í því að reyna að aðlaga rekst­ur­inn að aukn­um kröf­um stjórn­mála­manna eða ein­fald­lega að hætta og snúa sér að öðru.“

Sól­rún ehf. var stofnað 1961 af föður og föður­bróður Pét­urs, þeim Sig­urði og Al­freð Kon­ráðssyn­um, auk afa hans Kon­ráði Sig­urðssyni. Gerðu þeir fyrst út 12 tonna dekk­bát frá Árskógs­sandi sem smíðaður var af Kristjáni Nóa Kristjáns­syni á Ak­ur­eyri.

Vert er að geta þess að fyr­ir­tækið voru frum­kvöðlar í sölu hval­kjöts til Jap­ans á sín­um tíma og mátti lesa um það í viðtali við Sig­urð Kon­ráðsson í des­em­ber 2023.

All­ir hlut­ir taka enda

„1971 er fyr­ir­tækið gert að hluta­fé­lagi og þá koma inn nýir hlut­haf­ar. Í kring­um 78 verður svo aft­ur breyt­ing á hlut­hafa­hópn­um og 85 hætta hrefnu­veiðarn­ar og þá hætt­ir yngri bróðir pabba í fyr­ir­tæk­inu og afi og amma. Svo er fyr­ir­tækið rekið í svipuðu formi, en nú­ver­andi hlut­haf­ar koma inn 2006 og mamma og pabbi fara út 2014. Þannig að þetta er búið að fara í gegn­um ýms­ar breyt­ing­ar á leiðinni,“ rifjar Pét­ur upp.

Spurður hvernig sé að selja fyr­ir­tæki sem er jafn samofið fjöl­skyld­unni og Sól­rún, svar­ar hann: „Það er ekk­ert ein­falt. Auðvitað er það þannig með alla hluti að þeir taka enda ein­hvern tím­ann, en það eru marg­ar til­finn­ing­ar sem brjót­ast hjá fólki.“

Það er samt létt yfir Pétri. „Við Óli bróðir fór­um út á bryggju í gær, vor­um eitt­hvað að brasa í bát­un­um. Í gær var fimm til tíu stiga frost og norðan golu­kaldi. Þeir voru þarna að fara á sjó á Sæþóri EA og Óli sagðist nú ekk­ert vera að öf­unda þá,“ seg­ir hann og skell­ir upp úr.

Veiðigjöld hækkað mikið

En hvað varð til þess að ákveðið var að selja?

„Stærsti hlut­inn er ein­fald­lega sá að þrengd hafa verið skil­yrði til rekst­urs í þessu formi, út­gerðar án vinnslu. Fjór­ir af sex í eig­enda­hópn­um erum kom­in um og yfir sex­tugt og fólki lýst bara ekki á horf­urn­ar í grein­inni fyr­ir smærri út­gerðir.“

Hann bend­ir meðal ann­ars á hækk­andi veiðigjöld und­an­far­in ár.

„Veiðigjöld í þorski eru í dag 26,66 krón­ur og ýsu 22,28. Það hafa legið fyr­ir stjórn­ar­skipti lengi, þeir sem fylgj­ast með umræðu og öðru hafa séð að óbreytt stjórn yrði ekki til staðar. Þeir sem voru lík­leg­ast­ir til að vera í stjórn hafa út­talað sig um það að þeir telji það þurfa að inn­heimta sann­gjörn veiðigjöld, hvað sem það þýðir. Í allri skil­grein­ingu í þeirra huga þýðir það að það eigi að hækka þau og við vit­um ekki hvort talað sé um tvö­föld­un eða þreföld­un.“

Pét­ur út­skýr­ir að tæp­lega 27 króna veiðigjald á hvert kíló af lönduðum þorski sé um 5% af þeim 500 krón­um sem fást fyr­ir fisk­inn á markaði. All­ur fisk­ur er þó ekki eins og verður hlut­fallið því hærra fyr­ir þann þorsk sem nær ekki hæsta verði.

„Ýsan er í 22,28 krón­um og ef maður land­ar ýsu er maður að borga yfir 10% af afla­verðmæti í veiðigjald. Ufs­inn og karfi er 12 krón­ur og skar­koli 40 krón­ur. Við kom­um með all­an afla í land og lönd­um þó ekki mikið af skar­kola með þess­um veiðarfær­um sem við erum að nota, eigi að síður kom­um við með einn og einn fisk. Meðal­verð sem við feng­um fyr­ir skar­kola síðastliðið haust var 240 krón­ur og veiðigjaldið er 40 krón­ur, sem sagt 20%.“

Boðuð hækk­un set­ur strik í reikn­ing­inn

Veiðigjöld eru þó ekki það eina sem út­gerðin greiðir til sam­fé­lags­ins því við þau bæt­ast hafn­ar­gjöld, tekju­skatt­ur, launa­tengd gjöld og fleira sem fell­ur til við slík­an rekst­ur.

„Þegar þú dreg­ur fisk úr sjó og sel­ur á markaði fer um 60 til 65% af verðmæt­inu í launa­kostnað, trygg­inga­gjald, gjöld vegna söl­unn­ar, hafn­ar­gjöld og allt þetta. Raun­veru­lega eru eft­ir ein­hver 35 til 40% sem eru eft­ir hjá fyr­ir­tæk­inu til rekstr­ar og fjár­fest­ing­ar. Ef veiðigjöld­in eru að meðaltali fimm til tíu pró­sent þá er það tekið af þess­um 35 til 40%. Þetta eru á bil­inu tólf til fimmtán pró­sent af því sem eft­ir stend­ur. Ef veiðigjöld­in tvö­fald­ast eða þre­fald­ast er það hátt í helm­ing­ur af því sem við höf­um í dag til rekstr­ar. Það bara geng­ur ekki upp.“

Pét­ur seg­ir aðeins hafa verið einn val­kost­ur í stöðunni ef ákveðið væri að halda áfram rekstri og það væri að reyna að minnka launa­kostnað. „Við erum bara að gera upp við okk­ar sjó­menn og okk­ur sjálf sem eig­end­ur á grund­velli kjara­samn­ings­bund­inna launa. Það yrði sem sagt eini kost­ur­inn í stöðunni í fyr­ir­tæki eins og okk­ar að vinna fyr­ir minni laun en kjara­samn­ing­ar gera ráð fyr­ir.“

Áhyggj­ur af byggðakvóta

Það eru marg­ir sam­verk­andi þætt­ir sem þrengja að rekstr­in­um að sögn Pét­urs og hef­ur skerðing kvóta síðustu ár haft veru­leg áhrif, má nefna í því sam­hengi að þorskkvót­inn hef­ur minnkað um rúm­lega fimmt­ung frá fisk­veiðiár­inu 2019/?2020 til yf­ir­stand­andi fisk­veiðiárs, 2024/?2025.

„Við höf­um verið svo gæfu­söm að við höf­um fengið hér byggðakvóta til að geta haldið rekst­ur leng­ur áfram en ann­ars hefði verið,“ út­skýr­ir hann.

„Það ligg­ur hins veg­ar al­veg fyr­ir að það hef­ur verið umræða hjá stjórn­mála­mönn­um að leggja niður byggðakvót­ann og færa heim­ild­irn­ar til strand­veiða. Það var ein af þess­um stóru breyt­um sem hafði áhrif á það hvort við vild­um halda áfram eða ekki. Við vor­um með tvo báta í út­gerð og ann­ar þeirra var gerður út af stærst­um hluta vegna veiðiheim­ilda sem komu til í gegn­um byggðakvóta.“

Hann seg­ir al­veg ljóst að ein­hverstaðar þurfi að sækja veiðiheim­ild­ir ef auka á afla sem strand­veiðibát­ar eiga að geta veitt.

„Það er ekk­ert gam­an fyr­ir aðila sem kaupa af okk­ur að það sé til­kynnt að það eigi að nán­ast tvö­falda strand­veiðar. Mín skoðun er sú, og get ég stutt það með rök­um, að það þurfi um 20 til 25 þúsund tonn af þorski í strand­veiðarn­ar svo að hægt sé að standa við þessi lof­orð sem rík­is­stjórn­in er búin að gefa.“

Pét­ur bend­ir á að veiðar voru stöðvaðar síðastliðið sum­ar 12. júlí eft­ir að strand­veiðibát­arn­ir voru bún­ir að veiða 12 þúsund tonn. „Það er al­veg vitað mál að ef þú gæt­ir gengið að því að strand­veiðar yrðu 48 dag­ar myndi fjölga á strand­veiðum.“

Fjand­sam­legt um­hverfi

Pét­ur kveðst ekki hafa fyr­ir fimm eða tíu árum séð fyr­ir sér að hann myndi ásamt fjöl­skyldu selja fyr­ir­tækið og hætta í út­gerð á þess­um tíma­punkti.

„En um­hverfið er fjand­sam­legt fyr­ir svona fyr­ir­tæki. Svo er það bara yf­ir­lýst stefna nú­ver­andi rík­is­stjórn­ar að auka álög­ur á þessa aðila sem í þessu standa og þjappa sam­an veiðunum til að geta skatt­lagt þá meira. Það er bara stefn­an þó þau segi allt annað.“

Sal­an á út­gerðinni er ekk­ert eins­dæmi að sögn Pét­urs. „Þetta er þróun sem er að ger­ast um allt land, að þess­ar minni út­gerðir með heim­ild­ir eru að sog­ast upp af út­gerðum með vinnsl­ur. Þeir aðilar hafa haft mun breiðari tekju­grunn til að greiða veiðigjöld með því að fá sinn hlut úr fisk­verk­un­inni. Þeir hafa einnig mögu­leika til að gera upp við sjó­menn á allt öðrum for­send­um.“

Vís­ar hann til þess að fé­lög sem reka út­gerð og vinnslu geta gert upp við sjó­menn á grund­velli viðmiðun­ar­verðs Verðlags­stofu skipta­verðs, svo­kallað verðlags­stofu­verð. Um­rætt verð er lagt til grund­vall­ar launa­greiðslna til áhafn­ar.

„Þeir sem eru ein­göngu með út­gerð þurfa að greiða öll gjöld og þann kostnað sem er afla­verðmætistengd­ur meðan til dæm­is stærri út­gerðir sem landa hjá sjálf­um sér geta selt sjálf­um sér fisk á verðlags­stofu­verði sem er eitt til tvö hundruð krón­um lægri.“

Rangt verðlags­stofu­verð

Pét­ur full­yrðir að verðlags­stofu­verðið sé ekki í takti við yf­ir­lýsta stefnu um að vera 75% af markaðsverði á inn­lend­um markaði. „Þriggja kílóa óslægður þorsk­ur sem seld­ur er á verðlags­stofu­verði fær kannski 300 krón­ur á kíló en á markaði fær hann sjald­an und­ir 500 krón­ur. Þá er verðlags­stofu­verðið ekki nema 60%.“

Áskor­an­ir smærri út­gerða eru af mörg­um toga og seg­ir Pét­ur að eng­inn sé til í að kaupa fisk án þess að hann fari gegn­um markað þó svo að sal­an hafi ekki farið fram hjá markaðnum.

„Það er til þess að kaup­and­inn losni við allt stússið að fara í gegn­um inn­heimtu og svo fram­veg­is. Við vor­um til dæm­is, þegar við seld­um fisk sem við veidd­um á grund­velli byggðakvóta, að selja Sam­herja og þurfti all­ur fisk­ur að fara í gegn­um markað. Það kost­ar pen­ing að selja í gegn­um markað og við borg­um hann.“

Slak­ir innviðir kosta

Auk fyrr­nefndra atriða hef­ur sjáv­ar­út­veg­ur­inn rétt eins og öll fyr­ir­tæki lands­ins þurft að glíma við háa vexti.

„Það verður ekki hjá því kom­ist að fyr­ir­tæki sem eru með veiðiheim­ild­ir sem þau hafa keypt til sín að þau skuldi ein­hverj­ar fjár­hæðir. Vext­ir hafa stór­hækkað, hvort sem það er af inn­lend­um eða er­lend­um lán­um.“

Þá hef­ur út­gerðin einnig þurft að glíma við slaka innviði á Árskógs­sandi.

„Hafn­araðstæður hafa ekki, þó við höf­um lagt á það áherslu, orðið betri. Hafn­ar­bæt­ur hafa ekki verið gerðar í hátt í 30 ár. Við höf­um fyr­ir vikið þurft að fara með bát­anna til Dal­vík­ur til að geyma þá ef það er tveggja þriggja daga land­lega svo maður þurfi ekki að hafa áhyggj­ur af því að þeir skemm­ist í höfn­inni. Við höf­um þurft að eyða pen­ing­um á hverju ein­asta ári í viðgerðir ábát­un­um vegna hafn­araðstöðunn­ar.“

Þyngri róður eft­ir sem árin líða

Beðinn um að fara yfir það hve lengi hann hafi starfað í grein­inni svar­ar hann: „Við vor­um aðeins að fara yfir þetta við hjón­in – tím­ann frá því að við Óli byrjuðum að vinna í fyr­ir­tæk­inu. Við ­byrjuðum á sama ári en hann aðeins fyrr á ár­inu – við vor­um ekki al­veg viss hvort þetta var 76 eða 77. Þetta er orðið hátt í fimm­tíu ár. Menn finna það al­veg hjá sér að þeir geta hugsað sér að fara að taka því aðeins ró­lega.“

„Miðað við aðstæður var al­veg ljóst að ef ákvæðið væri að halda áfram rekstri að ekki væri í boði að taka því eitt­hvað ró­lega, enda rekstr­ar­um­hverfið sí­fellt meira krefj­andi. Hin sem eru í þessu eru kannski búin að vinna styttra en þau eru búin að vera í þessu stans­laust í tutt­ugu til þrjá­tíu ár og Svavar bróðir ábyggi­lega í um fjör­tíu ár.“

Var al­veg útséð að þið gætuð haldið áfram?

„Allt eru þetta áskor­an­ir sem við hugs­an­lega gæt­um tek­ist á við, en þegar maður er bú­inn að tak­ast á við það lengi þá þyng­ist róður­inn.“

 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 372
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 1707
Gestir í gær: 13
Samtals flettingar: 1101250
Samtals gestir: 51900
Tölur uppfærðar: 7.1.2025 02:55:40
www.mbl.is