17.01.2025 21:05

Blængur millilandar í Hafnarfirði

                                                   1345 Blængur Nk 125 mynd þorgeir Baldursson 2021

Frystitogarinn Blængur NK kom til Hafnarfjarðar í morgun og þar verður landað úr skipinu í dag. Haldið verður til veiða strax að löndun lokinni. Heimasíðan heyrði hljóðið í Sigurði Herði Kristjánssyni skipstjóra og spurði fyrst hvernig gengið hefði til þessa í veiðiferðinni. “Það hefur bara gengið nokkuð vel en við erum í fjörutíu daga túr. Við höfum verið í þrettán daga að veiðum og aflinn er 400 tonn upp úr sjó. Það voru komnir um 13.000 kassar af afurðum eða tæplega hálffermi og tímabært að landa. Við höfum mest verið á Vestfjarðamiðum í góðu veðri. Veitt hefur verið í Víkurálnum og á Hornbankasvæðinu. Aflinn er blandaður en mest af ýsu og karfa. Hér um borð bera menn sig vel,” sagði Sigurður Hörður.

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 535
Gestir í dag: 103
Flettingar í gær: 737
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 1129514
Samtals gestir: 52427
Tölur uppfærðar: 22.1.2025 06:48:58
www.mbl.is