31.01.2025 21:59

Huginn VE 55 vélarvana i innsiglingunni til Eyja

                         Lóðsinn með Huginn Ve 55 i togi mynd Óskar Pétur Friðriksson 2025

                Lóðsinn  Huginn og Björgunnarskipið Þór i Vestmannaeyjarhöfn mynd óskar Pétur Friðriksson 2025

                        Huginn Ve 55 Björgunnarbáturinn þór i vestmannaeyjarhöfn mynd óskar Pétur Friðriksson 2025

Stjórn­end­ur Vinnslu­stöðvar­inn­ar í Vest­manna­eyj­um þakka áhöfn­um Hug­ins, Lóðsins og björg­un­ar­skips­ins Þórs fyr­ir fum­laus, rétt og ör­ugg viðbrögð í gær þegar nóta­skipið Hug­inn VE55 tók niðri í inn­sigl­ing­unni við Hörgár­g­arð gegnt Skans­in­um í Vest­manna­eyj­um. 

Í til­kynn­ingu frá Vinnslu­stöðinni er sagt frá því að frétt­ir af at­b­urðinum hafi verið mis­vís­andi og er hún rak­in ít­ar­lega. 

Hug­inn var á leið frá kol­munnamiðum við Fær­eyj­ar í gær. Venja er að slá af ferð skipa áður en komið er í inn­sigl­ing­una og var það gert.

Þegar Hug­inn var kom­inn inn fyr­ir Kletts­nef, í inn­sigl­ing­una, sló skip­stjóri aft­ur af ferð skips­ins en þá drapst á aðal­vél­inni. 

Í til­kynn­ing­unni seg­ir að ástæðan fyr­ir því að vél­in hafi drepið á sér sé lík­lega vegna þess að stjórn­búnaður skrúfu, sem er tölvu­stýrður, bilaði og í kjöl­farið varð þrýst­ings­fall á smurol­íu á gír.

Skipið varð því stjórn­laust í inn­sigl­ing­unni og stefndi í strand. Skip­stjór­inn setti sig þá í sam­band við Vest­manna­eyja­áhöfn og Land­helg­is­gæsl­una og óskaði eft­ir aðstoð. Björg­un­ar­skipið Þór og Lóðsinn komu til bjarg­ar. 

Til þess að forða skip­inu frá því að stranda við Hör­eyr­arg­arð varpaði áhöfn­in akk­eri sem dró mikið úr ferð þess. Skipið tók niðri en tókst að losa sig með hliðar­skrúf­um og aðstoð björg­un­ar­skipa. Þegar áhöfn Hug­ins og áhafn­ir Lóðsins og Þórs höfðu náð stjórn á aðstæðum var tek­in ákvörðun um að skilja akk­eri og akk­er­i­skeðju eft­ir á vett­vangi. 

Lítið tjón varð á Hug­in eft­ir at­vikið en máln­ing á botni skips­ins er rispuð. 

Heimild 200 milur mbl.is

Myndir óskar Pétur Friðriksson 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 3436
Gestir í dag: 35
Flettingar í gær: 3465
Gestir í gær: 14
Samtals flettingar: 1159806
Samtals gestir: 53285
Tölur uppfærðar: 2.2.2025 08:57:53
www.mbl.is