01.07.2025 21:25Blængur með góðan túr og reynslumikill skipsfélagi kvaddur 1/7/2025 | FréttirBlængur með góðan túr og reynslumikill skipsfélagi kvaddur1/7/2025 | Fréttir ![]() Frystitogarinn Blængur NK kom til heimahafnar í Neskaupstað í gær að aflokinni vel heppnaðri veiðiferð. Afli skipsins var 676 tonn upp úr sjó og verðmæti hans er 442 milljónir króna. Aflinn var langmest ýsa og ufsi en síðan var töluvert af þorski og öðrum tegundum. Sigurður Hörður Kristjánsson skipstjóri sagði að túrinn hefði verið tíðindalítill. ”Við vorum að veiðum fyrir austan land allan túrinn, mest á Breiðdalsgrunni og í Hvalbakshallinu. Það var bræla fyrstu dagana en síðan var gott veður allt til loka. Í lok túrs kvöddum við reynslumesta manninn í áhöfninni en það er Sigurður Breiðfjörð. Það er eftirsjá að honum en hann er að hætta eftir langan og farsælan sjómannsferil. Sigurður er hörkuduglegur, jákvæður og skemmtilegur auk þess að búa yfir ótrúlegri reynslu,” sagði Sigurður Hörður. ![]() Heimasíðan ræddi stuttlega við Sigurð Breiðfjörð og spurði hann hvers vegna hann væri að hætta. ”Ég er að hætta vegna aldurs. Ég er orðinn 65 ára og ég vil hætta áður en ég verð bara fyrir strákunum þarna um borð. Ég hef verið hátt í 50 ár á sjónum og það finnst sjálfsagt mörgum að nóg sé komið. Ég hóf sjómannsferilinn kornungur á netabáti en síðan náði ég því að vera háseti á síðutogaranum Maí. Það eru ekki margir núverandi sjómenn sem voru á gömlu síðutogurunum. Ég var síðan á ýmsum bátum en að því kom að togararnir tóku yfir. Ég var til dæmis á Apríl, Ými og Rán. Þá lá leiðin til Noregs þar sem ég var á togara frá Álasundi og síðan var ég reyndar um tíma á dönskum bátum. Árið 2001 lá leiðin aftur til Íslands og ég var á nokkrum togurum eins og Þór, Venusi, Sturlaugi, Örfirisey og Höfrungi. Á Blæng fer ég árið 2021 og hef verið þar háseti síðan. Mér hefur líkað einstaklega vel að vera á Blængi. Á Blængi eru hörkuskipstjórar og þeir hafa með sér gæðamenn. Öll áhöfnin er jákvæð og samviskusöm. Blængur er rúmlega 50 ára gamalt skip en það hefur fiskast ótrúlega vel á það þessi ár sem ég hef verið þar um borð. Það eru sjálfsagt ekki allir sem gera sér grein fyrir því að pláss á Blængi er með bestu togaraplássum á landinu og það hefur verið frábært að vera á þessu skipi. Nú fer ég að slappa meira af en hingað til en ég kveð skipsfélagana á Blængi með söknuði en ég veit að þeim á eftir að ganga vel áfram sem hingað til,” sagði Sigurður Breiðfjörð. Skrifað af Þorgeir |
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 1393 Gestir í dag: 64 Flettingar í gær: 5739 Gestir í gær: 54 Samtals flettingar: 1622010 Samtals gestir: 61182 Tölur uppfærðar: 2.7.2025 07:31:21 |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is