13.07.2025 15:56

Fækkun skemmtiferðaskipa til Akureyrar i sumar

                               Skemmtiferðaskip á Akureyri i gær 12 júli mynd þorgeir Baldursson 2025

Pét­ur Ólafs­son, hafn­ar­stjóri Ak­ur­eyr­ar­hafn­ar, seg­ir skemmti­ferðasigl­ing­ar til og frá Ak­ur­eyr­ar­höfn hafa gengið af­burða vel það sem af er sumri og að mikið sé að gera í bæði ferðaþjón­ustu- og veit­inga­geir­an­um í bæn­um.

Hann seg­ir þó færri skip hafa komið til hafn­ar í sum­ar en síðustu ár og á von á því að skip­um muni fækka enn frek­ar á kom­andi árum.

„Ég tel þetta vera áhrif þess að síðasta rík­is­stjórn af­nam toll­frelsi skip­anna, en 40 færri skip hafa komið hingað miðað við sama tíma í fyrra. Stór hluti fækk­un­ar­inn­ar er meðal minni skipa, svo­kallaðra leiðang­urs­skipa.“ seg­ir Páll. 

Ekki jafn hag­kvæmt og áður

Toll­hvat­inn var sett­ur á í kring­um árið 2012 til að laða skemmti­ferðaskip til Íslands og heim­sækja þar með minni hafn­ir úti á landi og seg­ir Pét­ur deg­in­um ljós­ara að með tíðari kom­um skemmti­ferðaskipa hafi líf í höfn­um lands­ins auk­ist. 

„Þar sem ákveðið var að hætta með tollaí­viln­un­ina eru sigl­ing­ar til og frá Íslandi ekki jafn hag­kvæm­ar og því hafa ýmis skipa­fé­lög leitað á ný mið.“

Pét­ur seg­ir lít­il sjáv­arþorp óneit­an­lega njóta góðs af skemmti­ferðaskip­un­um og því bind­ur hann von­ir við að ný rík­is­stjórn grípi inn málið í með ein­hverj­um hætti, t.d. með að end­ur­inn­leiða íviln­un­ina eða lækka innviðagjöld á ferðamenn.

                                     Skemmtiferðaskip á Akureyri mynd þorgeir Baldursson 2025

                                               Marina og Adia Luna mynd þorgeir Baldursson 2025

                                Skemmtiferðaskip á Akureyri 12 juli 2025 mynd þorgeir Baldursson 

 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 328
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 3576
Gestir í gær: 75
Samtals flettingar: 1672808
Samtals gestir: 62176
Tölur uppfærðar: 14.7.2025 03:50:27
www.mbl.is