2917 Sólberg ÓF1 mynd þorgeir Baldursson 2025
Sólberg ÓF 1, frystitogari Ísfélags hf., kom til hafnar á Siglufirði í gærkvöldi eftir stærsta túr skipsins á Íslandsmiðum.
Afli úr sjó taldist 1.337 tonn, eða tæp 45 tonn á dag.
Afli skipsins var meðal annars um 565 tonn af þorski, 278 tonn af ýsu, 260 tonn af gullkarfa og 187 tonn af ufsa.
Skipstjóri í þessari veiðiferð var Einar Númason.
|