31.10.2025 06:27

80 starfsmenn tóku þátt í 30. haustralli Hafró!

                            3045 Þórunn Þórðardóttir HF 300 Mynd Þorgeir Baldursson 

30. október 2025

Starfsfólk í haustralli fékk þessa glæsilegu boli í tilefni af 30. haustrallinu. Efsta mynd er áhöfn.Starfsfólk í haustralli fékk þessa glæsilegu boli í tilefni af 30. haustrallinu. Efsta mynd er áhöfn og rannsóknafólki á Þórunni, því næst má sjá áhöfn og rannsóknafólk á Árna og neðsta hópmyndin er af áhöfn og rannsóknafólki á Breka. Neðst myndin er af Ástu Hrafnhildardóttur náttúrufræðingi á Hafrannsóknastofnun með þetta líka glæsilega sæbjúga.

 

 

Þann 17. október s.l. lauk þrítugustu Stofnmælingu botnfiska að haustlagi (einnig nefnt haustrall eða SMH). Togararnir Breki VE og Þórunn

Sveinsdóttir VE auk rannsóknaskipsins Árni Friðrikssonar HF tóku þátt í verkefninu í ár og tóku alls um 80 starfsmenn þátt í verkefninu. Skipstjórar voru Heimir Hafsteinsson á Árna Friðrikssyni HF, Sigurjón Viðarson og Óskar Þór Kristjánsson á Þórunni VE og Magnús Ríkarðsson á Breka VE.

Togað var á 372 stöðvum allt í kringum landið en stöðvarnar dreifast yfir allt landgrunnið og niður á landgrunnsbrúnina niður á allt að 1300 m dýpi.

Eins haustrall í 30 ár

Haustrall hefur verið framkvæmt með sambærilegum hætti frá árinu 1996. Helsta markmið verkefnisins er að styrkja mat á stofnstærð helstu botnlægra nytjastofna með sérstakri áherslu á lífshætti og stofnstærð grálúðu og djúpkarfa. Auk þess er markmið verkefnisins að afla upplýsingar um útbreiðslu, líffræði og

fæðu helstu fisktegunda á Íslandi

 

Auk söfnun á líffæðilegum upplýsingum fiskistofna eru ýmsir umhverfisþættir skráði svo sem sjávarhiti (við botn og yfirborð) og veðurfar. Auk þess hefur botndýrum einnig verið safnað til nokkurra ára og frá árinu 2017 hafa skráningar á rusli/plastrusli í afla farið fram með skipulögðum hætti. Gagnasöfnun í Haustralli hefur með tímanum orðið veigamikill þáttur í langtímavöktun lífríkis á íslensku hafsvæði og margar skýrslur, vísindagreindar og nemaverkefni sem nýta gögn safnað í haustralli komið út. Helstu niðurstöður úr Haustralli 2025 er að vænta í desember.Heimild HafogVatn.is

 

 

 

 

 


 

 

 

 

 

 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 7570
Gestir í dag: 42
Flettingar í gær: 12812
Gestir í gær: 70
Samtals flettingar: 2252857
Samtals gestir: 69022
Tölur uppfærðar: 31.10.2025 21:23:01
www.mbl.is