05.11.2025 23:12

Nær öll skip kominn aftur til veiða

                             Sildarvinnsluflotinn við bryggju i Neskaupstað mynd þorgeir Baldursson 

Öll skip Síldarvinnslusamstæðunnar fyrir utan Barða NK eru komnar aftur á veiðar eftir vel heppnaða árshátíðarferð starfsmanna til Sopot í Póllandi.

Bergey VE og Vestmannaey VE héldu til veiða í gær og eru nú að toga á Víkinni en Gullver NS sigldi frá Seyðisfirði á mánudagskvöld og er nú við veiðar á Austfjarðamiðum.

Línuskipin tvö, Páll Jónsson GK og Sighvatur GK, hafa verið úti fyrir suðausturlandi, togarinn Jóhanna Gísladóttir GK er komin á karfaveiðar í Víkurálnum og krókaaflamarksbáturinn Fjölnir GK hélt í róður frá Skagaströnd.

Frystitogarinn Blængur NK lagði af stað á miðin frá Neskaupstað í gær. Hann sigldi fyrst til veiða á Tangarflakinu en í morgun var hann kominn yfir á Gerpisgrunn. Uppsjávarskipin Beitir NK og Börkur NK fóru á síldarmiðin fyrir vestan land, í Jökuldýpinu og Kolluálnum, en veiðarnar hafa farið rólega af stað þar.

Barði mun slást í hópinn von bráðar og halda á síldarveiðar fyrir vestan landið.

Frystihús og salthús Vísis í Grindavík eru þegar komin á fullt skrið. Starfsfólk fiskiðjuversins í Neskaupsstað bíður þess að fá síld í hús en þá fara hjólin samstundis að snúast aftur þar á bæ.

Heimild Heimasiða SVN 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 855
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 3600
Gestir í gær: 30
Samtals flettingar: 2267399
Samtals gestir: 69138
Tölur uppfærðar: 6.11.2025 05:56:16
www.mbl.is