07.11.2025 01:04

Neyðarkallinn verður seldur á Akureyri

Neyðarkallinn verður seldur næstu daga

Skapti Hallgrímsson - skapti@akureyri.net  05.11.2025 kl. 18:00

Guðrún Elísabet Jakobsdóttir og Ágústa Ýr Sveinsdóttir, félagar í Súlum, björgunarsveitinni á Akureyri,

seldu Neyðarkallinn við verslun Nettó í Hrísalundi í morgun. Mynd: Þorgeir Baldursson

Árleg sala Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Neyðarkallinum hófst í morgun. Björgunarsveitarfólk verður áberandi við fjölfarna staði næstu daga og í einhverjum sveitarfélögum verður gengið í hús.

Sölunni lýkur næstkomandi sunnudag, að því er segir í tilkynningu frá Landsbjörgu.

 

Hefð er fyrir því að forseti Íslands taki á móti Neyðarkalli á fyrsta söludegi og Halla Tómasdóttir kom að Elliðaánum í Reykjavík í morgun í þeim erindagjörðum ásamt eiginmanni sínum, Birni Skúlasyni. 

 

Að þessu sinni var það öflugur straumvatnsbjörgunarhópur sem flutti Neyðarkallinn yfir straumvatnið og afhenti forseta, segir í tilkynningu frá Landsbjörgu. Við tilefnið ítrekaði Halla mikilvægi sjálfboðaliðastarfs Slysavarnafélagsins Landsbjargar fyrir samfélagið og vonaðist til að vel yrði tekið á móti sölufólki.

 


Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, og Björn Skúlason eiginmaður hennar þegar forsetinn tók á móti Neyðarkallinum í morgun.

Mynd: Landsbjörg/Sigurður Ólafur Sigurðsson

Neyðarkallinn í ár er í hlutverki straumvatnsbjörgunarmanns „og þannig heiðrum við minningu góðs félaga,

Sigurðar Kristófers McQuillan Óskarssonar, sem lést í hörmulegu slysi við æfingar í straumvatni, fyrir rétt um ári síðan.

Það var gert í góðu samráði við fjölskyldu Sigurðar og björgunarsveitina Kyndil, sem hann veitti formennsku,“ segir í tilkynningu frá Landsbjörgu.

 

Árleg sala Neyðarkallsins er ein af stóru fjáröflunarleiðum björgunarsveitanna „og stendur undir eðlilegri endurnýjun björgunarbúnaðar og þjálfunar félaga björgunarsveita um land allt,“

segir í tilkynningunni.

heimild Akureyri.net

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 744
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 4386
Gestir í gær: 26
Samtals flettingar: 2271674
Samtals gestir: 69164
Tölur uppfærðar: 7.11.2025 03:37:15
www.mbl.is