|
2881 Venus Ns 150 á siglingu á Eyjafirði mynd þorgeir Baldursson 2025
Veiðigjald á makríl hækkar um 151% á næsta ári, í þorski verður hækkunin ríflega 90%. Alls hækkar veiðigjald í átta fisktegundum árið 2026
samanborið við árið í ár, en lækkar í níu tegundum. Auglýsing atvinnuvegaráðuneytisins um veiðigjöld næsta árs var birt í Stjórnartíðindum í gær.
Í samtali við Morgunblaðið kveðst Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra telja að veiðigjaldið skili 15 milljörðum króna í ríkissjóð á næsta ári.
„Ég talaði alltaf skýrt um það að markmiðið væri leiðrétting gjaldstofnsins, þannig að við færum sem næst raunverulegu markaðsverði þeirra fisktegunda sem voru undir,“ segir Hanna Katrín.
Guðmundur Kristjánsson forstjóri Brims hf. gagnrýnir í samtali við Morgunblaðið skort á fyrirsjáanleika við álagningu veiðigjalda. Óþægilegt sé að vinna í umhverfi þar sem veiðigjald hækki um 90% í einni tegund en lækki um 60% í annarri.
|