|
2949 Jón Kjartansson Su 111 mynd þorgeir Baldursson
Jón Kjartansson SU, uppsjávarskip Eskju á Eskifirði, hefur verið við kolmunnaveiðar í færeyskri lögsögu.
Skipið kom inn til löndunar í nótt með 2.050 tonn af kolmunna.
Í færslu á Facebook-síðu skipsins segir að mjög góð veiði hafi verið færeysku lögsögunni undanfarna daga. Alls fengust um 700 tonn í stærsta holinu.
Þrjú íslensk uppsjávarskip eru nú á kolmunnaveiðum langt suður af Færeyjum, þ.e.a.s. Börkur NK, Víkingur AK og Hoffell SU.
|