Færslur: 2015 Mars

05.03.2015 22:59

Dalvik i morgun Bræla á miðunum

   

         Björgvin  Ea 311 björgúlfur EA312 og Bjartur Nk 121 © þorgeir Bald

                     annað sjónarhorn mynd þorgeir Baldursson 

         Þrir Isfiskarar á Dalvik i morgun Myndir Þorgeir Baldursson 

05.03.2015 14:38

Mikil umsvif i Neskaupstað i dag

Mikil umsvif hafa verið á bryggjunum i Neskaupstað i morgun loðnuskip að koma og fara 

nánast öll með fullfermi af  Loðnugullinu myndirnar hér að neðan sendi mér 

Sigurjón Mikael Jónuson Skipverji á Birting NK 124 og kann ég honum bestu þakkir fyrir afnotin 

Mikil áhersla er lögð á vinnslu hrogna úr förmum loðnuskipanna sem landa nú hvert af öðru.
Í Neskaupstað er lokið við að vinna hrogn úr farmi Bjarna Ólafssonar AK
í gærkvöldi og þá hófst vinnsla úr loðnu úr Berki NK.
Síðan bíða Beitir NK og Birtingur NK löndunar í Neskaupstað og Hákon EA er að landa frystri loðnu.
Tiltölulega hátt hlutfall þeirrar loðnu sem veiðst hefur í grennd við Vestmannaeyjar er karlkyns
en hlutfall kvenloðnu er hærra í þeim afla sem fengist hefur á Faxaflóa.
Færeyska skipið Finnur fríði landaði 200 tonnum í hrognavinnslu í Helguvík í nótt og fékkst sú loðna í Faxaflóa.
Eins er Polar Amaroq væntanlegur til Neskaupstaðar í dag með 700 tonn sem fengust í flóanum.
 
Veðurútlit fyrir sunnan land og vestan er ekki gott næstu daga og því munu skipin sem eru að landa fyrir austan sigla norður fyrir land að löndun lokinni.
Munu þau freista þess að finna veiðanlega loðnu þar. Bjarni Ólafsson er þegar lagður af stað og verður fróðlegt að frétta hvort hann rekst á loðnu norðurfrá. 

       Beitir Nk að koma inn og Börkur NK á útleið      © mynd Sigurjón M  Jónuson 

                        Glæsilegir Börkur og Beitir  Mynd Sigurjón M Jónuson 2015

           Beitir NK 123 kemur inn til Löndunnar i morgun Mynd Sigurjón M jónuson 

                  Beitir og Polar Amaroq i Löndun mynd Sigurjón M Jónuson   

              Hákon EA 148 landar  Frostnum Afurðum  mynd Sigurjón M Jónuson  

 

              Löndun úr Hákon Ea og útskipun i Scombrus Mynd Sigurjón M Jónuson 

            Hákon EA ,Scombrus, og Birtingur NK 124 Myndir Sigurjón M Jónuson 2015  

 

 

   
 

05.03.2015 13:19

Bjartur NK landar á Dalvik i morgunn

Isfisktogarinn Bjartur Nk Landaði á dalvik i morgun  en hann er sem kunngt er i togararalli Hafró

Aflinn var um 30 tonnum uppistaðan Þorskur ásamt einhverju að öðrum tegundum sem að oftast 

þvælast með  en skipið birjaði fyrir austan land og heldur út i dag að sögn skipstjórans 

Jóhanns Arnar Jóhannssonar 

 

1278 Bjartur Nk 121 við Bryggu á Dalvik i morgun Mynd þorgeir Baldursson

           Landað úr Bjarti i morgun Mynd Þorgeir Baldursson 

       Bjarni Már Hafsteinsson Hifir inn trollið Mynd þorgeir Baldursson 

                  Gott hal Á Bjarti NK mynd þorgeir Baldursson 

 

 

 

 
 

04.03.2015 21:47

Brælu stopp i Eyjum

Nú undir kvöld voru flest uppsjávarskip flotans annaðhvort kominn i land eða á landleið

þar sem að litið af loðnu veiðist i brælunni sem að búinn er að vera á suðvestur miðum 

i allan dag og er ekki útlit fyrir að þetta dúri neitt fyrr en eftir helgi ef að spáin gengur eftir

Stórvinur siðunnar Óskar Pétur Friðriksson ljósmyndari Eyjafrétta sendi mér nokkrar 

myndir af flotanum sem að er i Eyjum og kann ég honum bestu þakkir fyrir Afnotin 

látum myndirnar tala sýnu máli 

 

                         Heimaey Ve 1 mynd óskar P Friðriksson 

         Isleifur VE i löndun  og Tasilag Gr mynd óskar P Friðriksson 

    Júpiter ÞH Þórunn Sveins Ve og Vestmanney VE mynd óskar P Friðriksson

              Sighvatur Ve beið löndunnar mynd Óskar P Friðriksson 

          Lóðsinn Sighvatur Maggý og Tuneq Mynd Óskar P Friðriksson 

 

 

04.03.2015 07:53

Hafró rall um borð i Bjarti Nk 121

Þann 26 Feb var þessi frétt á heimasiðu SVN
Meðfilgjadi myndir tók Jóhann Örn Jóhannsson skipstjóri á Bjarti Nk 121 
og kann ég honum bestu þakkir fyrir afnotin 
 
Síðdegis í dag eða í kvöld heldur togarinn Bjartur NK í sitt 25. togararall. Enginn togari hefur jafn oft tekið þátt í ralli,
en Ljósafell SU kemur næst og er að hefja sitt 22. rall. Togararall hefur farið fram á hverju ári frá 1985 og er það mikilvægur þáttur í árlegu mati á stofnstærð botnfiska við landið.
Hafrannsóknastofnun leitaði eftir tilboðum til þátttöku skipa í rallinu og varð niðurstaðan sú að auk Bjarts og Ljósafells munu hafrannsóknaskipin tvö,
Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson, annast rallið að þessu sinni. Löngum hafa svonefndir Japanstogarar verið leigðir til þátttöku í rallinu en Bjartur og Ljósafell eru einmitt af þeirri gerð.
Árin 1985-1995 voru fimm togarar teknir á leigu til að sinna rallverkefninu, 1996-2006 voru þeir fjórir og árin 2007-2013 þrír auk rannsóknaskipa.
Í fyrra og í ár eru togararnir hins vegar tveir eins og fyrr greinir auk rannsóknaskipanna. Bjartur tók ekki þátt í rallinu í fyrra.
 
Að sögn Jóhanns Arnar Jóhannssonar  skipstjóra á Bjarti mun skipið toga á 184 fyrirfram ákveðnum togstöðvum á svæðinu frá Hornafirði að Eyjafirði.
 Ljósafell mun síðan toga úti fyrir suðurströndinni að Snæfellsnesi, Árni Friðriksson frá Snæfellsnesi að Horni og Bjarni Sæmundsson frá Horni að Eyjafirði.
Gert er ráð fyrir að verkefnið taki 16-18 daga að sögn Jóhanns og Bjartur komi til löndunar einu sinni á meðan á rallinu stendur.

                                    Trollið inná dekki Mynd Jóhann Ö Jóhannsson 

                        Búið að hifa og  leyst frá pokanum  Mynd Jóhann Ö jóhannsson 

                           Aflinn i móttökunni Dry þorskur  Mynd Jóhann Ö Jóhannsson   

                   Hákon Bjarnasson með þorsk úr halinu Mynd Jóhann Ö Jóhannsson 

                          Starfsfólk Hafró við Mælingar mynd Jóhann Ö Jóhannsson 

                                    Farið yfir niðurstöður mynd Jóhann Ö Jóhannsson 

                            Gert klárt fyrir mælingu  mynd Jóhann Ö Jóhannsson 

                                        Fiskur i Prufur  mynd Jóhann Ö Jóhannsson 

03.03.2015 22:58

Lif og fjör á loðnumiðunum i dag

Það var mikið um að vera á loðnumiðunum i dag bátarnir að kasta og sumir að fá góð köst aðrir minna 

og enn aðrir náðu að fylla á stuttum tima enn aðrir fengu gefins þannig að i heldina var þetta nokkuð 

góður dagur hjá flestum en nú er spáð suðvestan stormi á veiðisvæðinu útaf Reykjanesi svo að ekki 

er mikil von um veiði næstu daga eitthvað virðist þó vera meira af karlkynsloðnu á ferðinni við suðurströndina 

og virðist vera að kvenloðnan sem að er við Reykjanes sé á siðustu metrunum fyrir hrygningu 

en hérna koma nokkrar myndir sem að Sigurjón Mikael Jónuson skipverji á Birting Nk 124

sendi mér nú i kvöld og kann ég honum bestu þakkir fyrir afnotin  á myndunum 

                   Verið að Gefa   Mynd Sigurjón   Mikael Jónuson 2015

 Sumir voru kampakátir i bliðunni i dag © Sigurjón M Jónuson

       Börkur Nk 122 með Nótina á siðunni mynd Sigurjón M Jónuson 

       Bjarni Ólafsson Ak 70 með fullfermi mynd Sigurjón M jónuson 

                  Fagraberg FD mynd Sigurjón M Jónuson 2015

 Vilhelm Þorsteinsson EA 11 Var á miðunum mynd Sigurjón M Jónuson  2015

   Börkur NK 122 með Gott kast á siðunni mynd Sigurjón M  Jónuson 2015

 

03.03.2015 20:03

Rannsókanrskipin Poseidon og Neptune

                 Við slippkantinn i dag mynd þorgeir Baldursson 2015

             Poseidon og Neptune i dag Mynd þorgeir Baldursson 2015

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Móasiða 4f Akureyri

Staðsetning:

Akureyri

Heimasími:

4626947

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 878
Gestir í dag: 139
Flettingar í gær: 1094
Gestir í gær: 154
Samtals flettingar: 10082037
Samtals gestir: 1396752
Tölur uppfærðar: 12.7.2020 16:45:48
www.mbl.is