01.08.2007 21:20

Jonny King og Siggi Helgi i Hótel Bjarkarlundur

Kántrýbragur verður á fjölskylduhátíðinni í Bjarkalundi í Reykhólasveit um verslunarmannahelgina. Kúrekar norðursins, þeir Johnny King og Siggi Helgi, bregða sér vestur og sjá um fjörið ásamt söngkonunni Lilju Björk. Línudanskennsla verður í boði ásamt karaókíkeppni fyrir börn og fullorðna, sem geta tekið sönginn sinn með sér á diski. Ratleikur verður fyrir yngstu kynslóðina. Á laugardagskvöldið verður brenna með gítarspili og söng eins og alltaf um verslunarmannahelgina í Bjarkalundi. Í veitingasalnum á hótelinu verða í boði kántrýborgarar, burritos og kántrýdrykkir í kúrekastíl, auk hins rómaða matseðils Bjarkalundar.

Að sögn Þorsteins Valdimarssonar hjá Hótel Bjarkalundi hafa umsvifin meira en tvöfaldast frá síðasta ári. ?Sjálft hótelið er jafnan fullsetið og flestir sem leið eiga til Vestfjarða eða eru að koma þaðan staldra við, auk þeirra sem nýta sér stórbætta aðstöðu fyrir hjólhýsi og tjaldvagna og tjaldferðalanga. Fólk lætur mjög vel af aðstöðunni, segir Þorsteinn, og bætir við: Aðalbláberin eru orðin fullþroskuð hérna í brekkunum og gestir velkomnir í berjalandið.?

?Það verður örugglega mjög góð stemmning í Bjarkalundi og við reiknum með að besta veðrið verði hér?, segir Jón Oddi Víkingsson, sem betur er þekktur sem Johnny King, einn af Kúrekum norðursins. ?Ég myndi segja að í Bjarkalundi væri besta útihátíðarsvæði sem finnst á landinu. Hér er allt til alls.?heimild bb.is mynd þorgeir baldursson

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Móasiða 4f Akureyri

Staðsetning:

Akureyri

Heimasími:

4626947

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1556
Gestir í dag: 129
Flettingar í gær: 1298
Gestir í gær: 136
Samtals flettingar: 9747667
Samtals gestir: 1372086
Tölur uppfærðar: 24.2.2020 21:03:36
www.mbl.is