01.10.2009 17:53

Grétar Mar í útgerð á ný - hefur keypt Njörð KÓ 7


         1438. Njörður KÓ 7 kemur til Keflavíkur nú síðdegis © mynd Emil Páll í okt. 2009


          Grétar Mar Jónsson, skipstjóri og eigandi Njarðar KÓ 7, sem fá mun nafnið Salka GK, við komuna til Keflavíkur í dag © mynd Emil Páll í okt. 2009

Grétar Mar Jónsson, fyrrum þingmaður og skipstjóri til margra ára, hefur nú fest kaup á Nirði KÓ 7 og kom hann með bátinn til Keflavíkur í dag. En verður þó gerður út frá Sandgerði og er skráður í eigu Gauja Braga ehf. í Sandgerði. Að sögn Grétars mun báturinn fá nafnið Salka GK.
Aðspurður sagði Grétar að hann myndi fara á veiðar á skötusel, hugsanlega einnig í ferðaþjónustu s.s. í ferðir umhverfis Eldey og nánast hvað sem hægt væri til að nota bátinn.

Báturinn hefur smíðanr. 9 hjá Gunnlaugi og Trausta sf á Akureyri frá árinu 1975. Var hann afhentur nýr í lok júlí 1975.

Nöfn: Vinur SH 140, Vinur ST 28, Heiðrún EA 28, Arnar KE 260, Haförn KE 14, Haförn KE 15, Fiskir HF 51, Njörður KÓ 7 og fær senn nafnið Salka GK.


                         1438. Arnar KE 260, í höfn í Keflavík © mynd Emil Páll 1988

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1959
Gestir í dag: 125
Flettingar í gær: 3321
Gestir í gær: 184
Samtals flettingar: 599477
Samtals gestir: 25046
Tölur uppfærðar: 20.4.2024 10:50:44
www.mbl.is