20.11.2009 11:21

Július Geirmundsson is 270


          Einar  V Kristjánsson og Ómar Ellertsson ©mynd Halldór Sveibjörnsson BB.IS

                                1977-Július Geirmundsson IS 270 © Mynd Þorgeir Baldursson 

                 Július Geirmundsson með 24 milljarða aflaverðmæti á 20 árum

ÞETTA ræðst alveg af því hvað við fáum að veiða. Þorskurinn er skammtaður og alltaf hægt að ganga að honum svo við byggjum þetta mikið á meðafla. Við höfum líka alltaf verið mikið á grálúðu,« segir Ómar Ellertsson, skipstjóri á frystitogaranum Júlíusi Geirmundssyni ÍS 270, sem Hraðfrystihúsið - Gunnvör á Ísafirði gerir út. Hann hefur verið stýrimaður og skipstjóri hjá útgerðinni í yfir fjörutíu ár, á fjórum skipum sem bera þetta nafn.

Júlíus kom til landsins fyrir réttum tuttugu árum og kom þá fram í frétt í Morgunblaðinu að hann hefði vinnslugetu og frystigetu á við lítið sjávarþorp. Skipið hefur borið að landi rúmlega 90 þúsund tonn af fiski upp úr sjó. Aflaverðmætið samsvarar tæpum 24 milljörðum á núgildandi verðlagi.

»Ég byrjaði 1967, þegar ég kom út úr Stýrimannaskólanum. Það var á fyrsta Júlíusi Geirmundssyni, 260 tonna báti sem smíðaður var í Austur-Þýskalandi,« segir Ómar. Hann var stýrimaður í upphafi en byrjaði fljótlega að leysa af sem skipstjóri. Ísfisktogari leysti bátinn af hólmi, síðan annar togari og loks frystitogari. »Það breyttist mikið þegar frystitogarinn kom, útiverurnar lengdust eins og fríin á milli túra,« segir Ómar.

Útgerðin bauð áhöfninni og gestum til kaffisamsætis í gær til að fagna þessum tímamótum. Meðal gesta var eigandi bresku veitingastaðakeðjunnar Fish'n'Chicken. Skipverjar á Júlíusi hafa unnið sérstaklega fyrir hann þorskflök undanfarin fimmtán ár. Náin samvinna hefur náðst á milli Bretanna og útgerðar skipsins og áhafnar. Kaupandinn treystir gæðunum og er tilbúinn að greiða vel fyrir. »Það kemur fyrir að hann hringir um borð til að spjalla við okkur, þótt aðallega sé hann í sambandi við sölumennina í landi. Hann kaupir mest eina stærð af fiski og fær aldrei nóg,« segir Ómar. Heimild Morgunblaðið Helgi Bjarnasson

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Móasiða 4f Akureyri

Staðsetning:

Akureyri

Heimasími:

4626947

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1747
Gestir í dag: 270
Flettingar í gær: 3760
Gestir í gær: 211
Samtals flettingar: 10122650
Samtals gestir: 1401765
Tölur uppfærðar: 8.8.2020 09:00:47
www.mbl.is