07.07.2010 10:29

Góður afli frystitogara Brims og Samherja


                             Björgvin EA 311 Mynd þorgeir Baldursson 2010
Björgvin EA 311 skip Samherja kom úr Barentshafi með góðan afla alls er aflinn um 735 tonn uppúr sjó aflaverðmætið um 200 milljónir túrinn mun vera um 34 dagar og er uppistaðan þorskur
Oddeyrin EA 210 kom einnig til hafnar i morgun  með góðan afla 205 tonn uppúr sjó uppistaðan  Grálúða aflaverðmæti um 130 milljónir túrinn tók 29 daga
Kleifaberg, frystitogari Brims hf., er á leiðinni heim úr Barentshafi eftir velheppnaðan túr. Að sögn eins skipverjans nam aflinn um 1.000 tonnum upp úr sjó, þar af voru um 700 tonn unnin í roðlaus og beinlaus flök. Taldi hann í samtali við Fiskifréttir nokkuð víst að aldrei áður hefði svo mikill afli farið í slíka vinnslu í íslenskum togara í einum túr.

Að minnsta kosti er víst að gríðarleg vinna liggur að baki slíkum afköstum. Aflaverðmæti úr túrnum er áætlað um 300 milljónir króna. Veiðarnar fóru fram í rússneskri lögsögu Barentshafs, austan við Gráa svæðið svokallaða.

Búist er við skipinu heim nú í vikulokin og hefur túrinn þá tekið rúma 28 daga, þar af tekur siglingin fram og til baka tæpa 10 daga í heild. Aflinn var nær eingöngu þorskur.

 Því má svo bæta við til gamans að áhöfnin á Kleifaberginu hefur lengi haldið úti hljómsveitinni Roðlaust og beinlaust og gert garðinn frægan bæði með tónleikahaldi og útgáfu geisladiska með tónlist sinni.Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Móasiða 4f Akureyri

Staðsetning:

Akureyri

Heimasími:

4626947

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 3156
Gestir í dag: 115
Flettingar í gær: 10551
Gestir í gær: 168
Samtals flettingar: 10075908
Samtals gestir: 1396226
Tölur uppfærðar: 9.7.2020 14:05:15
www.mbl.is