21.07.2010 00:17

Elsti vélbátur islands


                               Vigur Breiður Sjósettur © mynd Björn Baldursson 2010

                                          Kominn á flot © mynd Björn Baldursson

                                          Gestur Frá Vigur © mynd Björn Baldursson

                                   Vigur Breiður og Gestur frá Vigur ©Myndir Björn Baldursson

Sæll Þorgeir.

Sendi þér hérna myndir eins og ég lofaði. Áttæringurinn Vigur Breiður er semsagt að fara á flot eftir 10 ára notkunarleysi, hann var notaður síðast árið 2000. Breiður hefur verið í Vigur frá því að elstu menn muna og eru til heimildir um hann frá því 1829, og talið er að hann sé smíðaður fyrir 1800. Honum hefur alla tíð verið haldið vel við. Féð í Vigur var alltaf flutt upp á meginlandið á sumrin og var Breiður notaður til þess, og var hægt að flytja allt að 70-80 fjár á honum í einu.

Gestur frá Vigur, var smíðaður árið 1906 fyrir séra Sigurð Stefánsson bónda og prest í Vigur. Hann var notaður til fiskveiða og til aðdrátta fyrir Vigurbændur. Við fjárflutninga og annarskonar flutninga á Breið var það alltaf Gestur sem dró Breið. Árið 1988 fékk Byggðasafn Vestfjarða Gest að gjöf frá Baldri og Birni fyrrverandi Vigurbændum og árið 2003-2004 var hann endurbyggður. Gestur er elsti vélbátur sem varðveist hefur á Íslandi.

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 2602
Gestir í dag: 135
Flettingar í gær: 3321
Gestir í gær: 184
Samtals flettingar: 600120
Samtals gestir: 25056
Tölur uppfærðar: 20.4.2024 15:37:24
www.mbl.is