23.11.2010 13:32

Súlan EA 300 i Belgiu


                                     Súlan EA 300 © Foto Peter Wintin 2010

                                     Súlan EA i Belgiu © Foto Peter Wintin 2010

       Súlan EA við bryggju i Belgiu i birjun Nóvember © Foto Peter Wintin

Hér eru myndir af Súlunni EA í niðurklippingu.

Síðan eru einnig farið skipið Óskar RE sem tók með sér í drætti frá Seyðisfirði Aðalvík SH og komu þau til Belgíu

15 nóvember eftir 2 vikna ferð frá Seyðisfyrði.Skipin þurftu að leita vars fyrst við Abberdin í 3 sólarhringa og síðan fóru þau inn til Grimsby og voru þar einnig í 3 sólarhringa og biðu af sér veðrið. Að öðru leyti gekk ferðin mjög vel.Skipstjóri á Óskari RE var Guðmundur Elmar Guðmundsson og var hann einnig skipstjóri á Súlunni á leið út. Myndirnar af Súlunni tók Peter Wyntin 

Frétt i Vikudegi 25/8 2010


Súlan EA 300, eitt kunnasta og farsælasta aflaskip íslenska fiskveiðiflotans, sigldi í síðasta sinn frá Akureyri í morgun. Skip með þessu nafni hefur verið gert út frá Akureyri í heila öld. Fyrstu Súluna keypti Otto Tuliníus til Akureyrar frá Mjóafirði, en það hafði verið smíðað í Noregi 1902 fyrir Konráð Hjálmarsson, útgerðamann í Mjóafirði. Eftir það eignaðist Sigurður Bjarnason skipið og síðar sonur hans, Leó Sigurðsson.

 Skipið reyndist fengsælt og farsælt, allat þar til að fórst í aftakaveðri í apríl 1963, en í því veðri fórust 6 bátar við strendur landsins. Með Súlunni voru 11 manns og fórust 5 þeirra. Eftir slysið var keypt ný Súla til Akureyrar, en stoppaði stutt við. Árið 1967 kom Baldvin Þorsteinsson til Akureyrar með nýja Súlu frá Noregi og það er í grunninn það skip, sem kvaddi Akureyri í dag. Að vísu hefur það tekið breytingum, það hefur verið lengt,  og hækkað, þannig að nú ber það 950 tonn, tók einungis 450 tonn í upphafi. Sverrir Leósson, útgerðarmaður og Bjarni Bjarnason, skipstjóri, keyptu útgerðina af Leó og gerðu skipið út með myndarskap síðustu áratugina. Þegar það lá í landi var það gjarnan nýmálað við Torfunefið, eins konar kennileiti á Akureyri. Súlan var lengst af með aflahæstu skipum og það þótti enginn akureyrskur sjómaður sjóaður fyrr en hann hafi verið á Súlunni. Fyrir nokkrum árum keypti Síldarvinnslan skipið, en það hefur lítið verið notað.  Við skoðun í vor kom í ljós tæring í botntönkum og ekki talið hagkvæmt að fara í viðgerð á svo gömlu skipi. Þess vegna var það selt í brotajárn til Belgíu. Það má því segja, að útgerðarsaga Súlunnar frá Akureyri í heila öld byggist á tveimur skipum frá Noregi, eikarskipi og stálskipi, sem hvort um sig entist í ríflega hálfa öld. Baldvin Þorsteinsson, Hrólfur Gunnarsson og Bjarni Bjarnason voru lengst af skipstjórar á nýrri Súlunni. Bjarni var þar um borð í 40 ár, þar af í 30 ár sem skipstjóri. Súlan kvaddi Akureyri í síðasta sinn í morgun, en kemur við á Ólafsfirði, Bolungarvík og í Neskaupsstað til að taka brotajárn með til Belgíu. Leifur Þormóðsson, skipstjóri, sigldi skipinu frá Akureyri og tók einn heiðurshring




Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 2056
Gestir í dag: 25
Flettingar í gær: 2311
Gestir í gær: 37
Samtals flettingar: 571594
Samtals gestir: 21610
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 16:44:12
www.mbl.is