22.01.2011 19:13

Kælismiðjan Frost setur nýtt frystikerfi i norskan togara


laugardagur 22.jan.11 14:56
Togarinn Havtind sem norska fyrirtækið keypti frá Grænlandi.
Togarinn Havtind sem norska fyrirtækið keypti frá Grænlandi.
Hérna koma upplýsinar um skipið og fyrri nöfn

Vessel's Details

Ship Type: Fishing
Year Built: 1997
Length x Breadth: 60 m X 13 m
DeadWeight: 700 t
Speed recorded (Max / Average): 13.8 / 12.1 knots
Flag: Norway [NO] 
Call Sign: LCMP
IMO: 9164304, MMSI: 259707000

Vessel's NameFlagCall SignLast Reported
HAVTINDNorwayLCMP2011-01-23 22:36
POLAR AMAROQGreenlandOZMA2010-12-27 14:37

Kælismiðjan Frost hefur samið um uppsetningu á nýju frystikerfi í togarann Havtind, sem norska útgerðarfyrirtækið Norland Havfiske var að kaupa frá Grænlandi. Áður hafði Frost selt allan búnað til verksins. Núverandi freonkerfi R22 verður skipt út og nýtt ammoníakskerfi sett í þess stað.
 

Guðmundur Hannesson sölu- og markaðsstjóri Kælismiðjunnar Frosts segir að togarinn hafi stundað rækjuveiðar en fari til bolfiskveiða eftir breytingarnar. Hann segir að þetta nýja kerfi afkasti 65-70 tonnum í heilfrystingu á sólarhring. Verkið verður unnið á Akureyri og er skipið væntanlegt til Akureyrar í næstu viku en áætlað er að því ljúki í byrjun maí.

Havtind er annar togarinn sem Frost breytir fyrir þessa norsku aðila og þriðji norski togarinn sem Frost breytir á einu ári. Auk nýs frystikerfis og frysta verða gerðar ýmsar lagfæringar og breytingar á skipinu. Einnig koma að þessu verki Slippurinn Akureyri, Rafeyri og 3X-stál á Ísafirði. Það verður því mikill fjöldi manna við vinnu í skipinu á Akureyri næstu mánuði en Guðmundur segir að heildarkostnaður við verkið sé um 370 milljónir króna.

Guðmundur segir að verkefnastaðan hjá Frost sé mjög góð en að þetta verkefni skipti fyrirtækið miklu máli í vetur. "Það er alveg ljóst að á meðan ríkisstjórnin ætlar að halda íslenskum sjávarútvegi í gíslingu, þá skapast fá verkefni hér innanlands. Við köllum eftir því að þeir sem hér stjórna, axli sína ábyrgð og fari að gera eitthvað. Þótt verkefnastaðan hjá okkur sé góð um þessar mundir er staðan almennt í landinu mjög léleg og það eru mörg fyrirtæki sem þjást vegna ástandsins. Það vantar ekki peninga í sjávarútveginn hér heima en á meðan þessi óvissa ríkir, halda menn að sér höndum. Við munum því halda áfram að reyna ná í enn fleiri erlend verkefni," segir Guðmundur.

Heimild Vikudagur.is

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Móasiða 4f Akureyri

Staðsetning:

Akureyri

Heimasími:

4626947

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 4052
Gestir í dag: 95
Flettingar í gær: 15619
Gestir í gær: 136
Samtals flettingar: 10012603
Samtals gestir: 1394937
Tölur uppfærðar: 3.7.2020 10:39:20
www.mbl.is