18.02.2011 19:08

Nýr Bátur i flota Isfirðinga

Unnar ÍS 300 er væntanlegur til hafnar á Ísafirði í næstu viku. Ljósm: © Þorgeir Baldursson.
Unnar ÍS 300 er væntanlegur til hafnar á Ísafirði í næstu viku. Ljósm: © Þorgeir Baldursson.

bb.is | 18.02.2011 | 11:21Unnar ÍS bætist í flota Ísfirðinga

Útgerðarfélagið Kúvík ehf., hefur fest kaup á bátnum Unnari ÍS 300 og er hann væntanlegur til heimahafnar á Ísafirði í næstu viku. "Báturinn hefur verið í slipp á Akureyri þar sem hann var minnkaður," segir Ægir Fannar Thoroddsen, annar eigenda Kúvíkur, en með honum í félagi er Jón Halldór Pálmason. Báturinn er nefndir eftir bróður Jóns Halldórs, Unnari Rafni Jóhannssyni, sem fórst með bátnum Björgu Hauks ÍS út af Deild í Ísafjarðardjúpi 13. mars 2007. "Ástæðan fyrir því að við erum að minnka bátinn er sú að við ætlum að stunda á honum grásleppuveiðar, en til þess að hann fái leyfi til slíkra veiða, þurfti að minnka hann úr 19 tonnum í 15 tonn."

Fyrir á útgerðin bátinn Agnesi Guðríði ÍS, sem einnig hefur verið gerð út á grásleppu. "Þegar líða fer að vori förum við með báða bátana á Norðurfjörð og þaðan ætlum við að gera þá út á grásleppu. Við getum tvöfaldað veiðitímabillið með því að halda áfram á Unnari þegar veiðidagarnir á Agnesi eru búnir," segir Ægir sem reiknar með að vera á grásleppuveiðum út júní. Spurður hvort nota eigi bátinn í annan veiðiskap segir Ægir það vel koma til greina. "Við ætlum að skoða skötuselsveiðar næsta haust en kvótinn í skötusel jókst nokkuð á þessu fiskveiðiári. Þá er báturinn fullbúinn á snurvoð og ef eitthvað fer að rofa til á leigumarkaðnum er möguleiki á að við reynum fyrir okkur með snurvoðina," segir Ægir.

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 2907
Gestir í dag: 136
Flettingar í gær: 3321
Gestir í gær: 184
Samtals flettingar: 600425
Samtals gestir: 25057
Tölur uppfærðar: 20.4.2024 17:23:57
www.mbl.is