25.03.2012 13:46

Loðnuveiðum lokið


                             Lundey NS 14 © mynd þorgeir Baldursson 2012

                                  Gefur á Lundey á Breiðafirði á dögunum © þorgeir 

                          Með fullfermi á leið til Löndunnar á Akranesi © mynd þorgeir 

                                       Kaldafýla á móti © mynd þorgeir 

                                           Ágjöf á landleið © mynd þorgeir 

                             Sigling © myndir þorgeir Baldursson 2012
Myndasyrpa þessi af loðnuskipinu Lundey NS 14 var tekin i Breiðafirði á yfirstandi loðnuvertið 
og var þá skipið á landleið til Akranes með fullfermi alls um 1500 tonn 

Góð loðnuvertíð virðist nú vera á enda runnin. Flest loðnuskipin eru hætt veiðum. Ásgrímur Halldórsson SF frá Hornafirði er þessa stundina að fikra sig austur með suðurströndinni á heimleið. Að sögn Ásgeirs Gunnarssonar útgerðarstjóra Skinneyjar-Þinganess er hann með aðeins 100 tonn í lest eftir þrjá daga.

,,Þetta virðist vera búið nema einhver loðna komi vestan að. Það litla sem fengist hefur að undanförnu er kolsvartur og loðinn karl. Annars hefur vertíðin verið ágæt þótt veðráttan hafi verið erfið og innsiglingin hingað til Hornafjarðar verið til trafala. Hún lokaðist í viku á hrognatímabilinu og á meðan lönduðum við í Vestmannaeyjum og á Hornafirði," sagði Ásgeir, en Skinney-Þinganes á 1.800 tonn eftir af loðnukvóta sínum.

Samkvæmt aflastöðulista Fiskistofu eru 13.000 tonn óveidd af heildarloðnukvótanum. 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Móasiða 4f Akureyri

Staðsetning:

Akureyri

Heimasími:

4626947

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 2655
Gestir í dag: 317
Flettingar í gær: 3760
Gestir í gær: 211
Samtals flettingar: 10123558
Samtals gestir: 1401812
Tölur uppfærðar: 8.8.2020 16:46:14
www.mbl.is