26.04.2012 23:21

Fundur um sjávarútvegsmál á hótel Kea

                         VG fundarherferð á Hótel kea i kvöld © mynd þorgeir 

                              Fyrirspurnir úr salnum voru margar © mynd þorgeir 

                         Málin rædd i bróðerni i lok fundarins © mynd þorgeir 

                  steingrimur skráði niður Athugasemdir © mynd þorgeir 2012

Þingmennirnir Björn Valur Gíslason, Steingrímur J Sigfússon og Liljar Rafney Magnúsdóttir héldu opin stjórnmálafund á Hótel KEA í kvöld. Fundinn sóttu hátt í hundrað manns, að stórum hluta sjómenn enda viðbúið að kvótafrumvörp ríkisstjórnarinnar yrðu þar mikið til umræðu sem varð raunin. Steingrímur fór vel yfir frumvörpin og útskýrði hvað í þeim felst og síðan sátu þingmennirnir fyrir svörum. Reyndir var svo á endanum þannig að allar spurningar úr sal, sem voru fjölmargar snérust um sjávarútvegsmálin frá ýmsum hliðum og ekkert annað komst á dagskrá. Fundurinn var málefnalegur og fundarmenn hreinskiptir í málflutningi sýnum eins og vera ber. Ljóst er að sitt sýnist hverjum og innihald frumvarpann tveggja eins og búast mátti við en vonandi eru þau sá sáttagrunnur í deilunum um stjórn fiskveiða sem Steingrímur segir þau vera. Það mun hinsvegar koma í ljós fljótlega enda á að afgreiða frumvörpin frá þinginu fyrir sumarið.

 


Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Móasiða 4f Akureyri

Staðsetning:

Akureyri

Heimasími:

4626947

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 995
Gestir í dag: 198
Flettingar í gær: 3760
Gestir í gær: 211
Samtals flettingar: 10121898
Samtals gestir: 1401693
Tölur uppfærðar: 8.8.2020 04:48:06
www.mbl.is