12.07.2012 11:56

Celebrity Edipse kom til Akureyrar i morgun

Stærsta skemmtiferðaskip sumarsins

Skemmtiferðaskipið Celebrity Edipse leggst að bryggju á Akureyri nú kl. 9.00 en þetta er jafnframt stærsta skipið sem kemur til bæjarins á þessu sumri. Það er 122.000 brúttótonn að stærð og um borð eru rúmlega 2.900 farþegar og rúmlega 1.200 manna áhöfn. Þetta er fyrri heimsókn skipsins til Akureyrar en það kemur aftur í næsta mánuði. Tvö skemmtiferðaskip komu til Akureyrar sl. þriðjudagsmorgun, með samtals hátt í 3.000 farþega og tæplega 1.100 áhafnameðlimi. Stærra skipið heitir Arcadia og er um 83.000 brúttótonn að stærð en það minna heitir Le Boreal og er tæplega 11.000 brúttótonn. Arcadia er með um 2.600 farþega um borð og 912 manns í áhöfn en Le Boreal er með um 240 farþega og tæplega 150 manna áhöfn. Flestir farþeganna sem hingað koma með skemmtiferðaskipum fara í skoðunarferðir að Goðafossi og í Mývatnssveit en þeir eru líka fjölmargir sem fara upp í miðbæ Akureyrar, heimsækja Akureyrarkirkju og Lystigarðinn.

Heimild vikudagur.is


                        Siglt i Eyjafjörð i morgun  © mynd þorgeir Baldursson 2012

                       Bliða á Eyjafirðinum i morgun © Mynd þorgeir Baldursson 2012

                   Fokkerinn tók Lágflug yfir skipið  © mynd þorgeir Baldursson 2012

             Lagst að bryggju um kl 9 i morgun © mynd þorgeir Baldursson 2012

           Farþegar hópuðust i land i skoðunnarferðir © mynd þorgeir Baldursson 2012

          og aðrir fengu sér gönguferð i bæinn © mynd þorgeir Baldursson 2012

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Móasiða 4f Akureyri

Staðsetning:

Akureyri

Heimasími:

4626947

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1639
Gestir í dag: 132
Flettingar í gær: 1184
Gestir í gær: 170
Samtals flettingar: 9696364
Samtals gestir: 1366659
Tölur uppfærðar: 23.1.2020 19:14:21
www.mbl.is