16.07.2012 14:58

Július Geirmundsson is 270 með mettúr

Mettúr hjá Júlíusi Geirmundssyni

Frystitogarinn Júlíus Geirmundsson ÍS 270 kom til hafnar á Ísafirði í gærkvöldi með verðmætasta afla sem hann hefur komið með að landi úr einni veiðiferð. Veiðiferðin stóð í 39 daga og aflinn upp úr sjó um 830 tonn að verðmæti 360 milljónir króna. Uppistaða aflans var grálúða og ufsi. Við komu skipsins til Ísafjarðar var efnt til grillveislu á hafnarbakkanum fyrir áhöfn skipsins og fjölskyldur þeirra. Það var KFÍ sem sá um að grilla fyrir áhöfnina og fjölskyldur þeirra. Þá hélt tónlistarmaðurinn Baldur Geirmundsson uppi fjörinu með harmonikkuleik. 

Júlíus heldur til makrílveiða á sunnudag. 
Heimild www.bb.is

  Baldur Geirmundsson © mynd BB.is

                                                   Frá Grillveislunni á Bryggjunni © mynd BB.is

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1666
Gestir í dag: 26
Flettingar í gær: 557
Gestir í gær: 48
Samtals flettingar: 568893
Samtals gestir: 21574
Tölur uppfærðar: 28.3.2024 17:37:19
www.mbl.is