25.07.2012 20:38

Viðtal við Garðar Valberg á valbergi Ve 10

                      Garðar Valberg Sveinsson Skipstjóri á Valbergi Ve 10

                                   Valberg Ve 10 við bryggju á Akureyri

                         Búnaðurinn sem að er notaður til að mæla dýpið 

Ánægðir með þjónustuna á Akureyri

Fjögur rannsóknar- og þjónustuskip komu til Akureyrar í síðustu viku og lágu þrjú þeirra við bryggju í Krossanesi, m.a. rannsóknarskipið Nordic Explorer en þjónuustuskipið Valberg VE 10, sem er íslenskt, var í Fiskihöfninni. Skipin eru við olíurannsóknir á svæðinu suður af Jan Mayen og inn á Drekasvæðið í íslensku lögsögunni. Öll þurfa þessi skip mikla þjónustu og eru vonir bundnar við að skipakomum sem þessum fari fjölgandi á á Akureyri á næstu mánuðum.

Garðar Valberg Sveinsson er skipstjóri á Valberg, segir að almenn ánægja hafi verið með að koma til Akureyrar, enda sé hér allt til alls. "Það var einmitt þess vegna sem ákveðið var að koma hingað í tengslum við þetta verkefni og ég á von á að við munum gera meira af því í framtíðinni. Ég hitti yfirmennina á hinum skipunum og þeir hrósuðu þeirri þjónustu sem þeir hafa fengið hér. Framhaldið hjá okkur ræðst þó af þessum niðurstöðum núna. Gögnin eru send til Noregs og unnið úr þeim þar en sú vinna tekur einhverja mánuði. Við erum í svokallaðri 2D rannsókn, sem er frekar gróf en ef menn finna eitthvað sem þeir telja ástæðu til að skoða frekar, verður komið á staðinn með svokallað 3D skip. Það tekur þá yfir ákveðið svæði og fer þar yfir hvern fersentimeter. Þetta getur t.d. verið svæði sem er 20x20 mílur og er þá fínkempt," segir Garðar.

Skipin eru við rannsóknir í fimm vikur í senn en þá er skipt um áhöfn. Skipin eru öll komin aftur á rannsóknarsvæðið suður af Jan Mayen en Garðar gerir ráð fyrir því að þau komi til Akureyrar á ný, svo framarlega að verkinu verði ekki lokið. "Það eru allir mjög spenntir fyrir þessum rannsóknum," sagði Garðar.

 Nordic Explorer, sem er tæplega 4.000 tonn að stærð og með 48 manna áhöfn, hefur verið við olíurannsóknir á svæðinu suður af Jan-Mayen og inn á Drekasvæðið í íslensku lögsögunni. Öll þurfa þessi skip mikla þjónustu og hana er að finna á Akureyri. Vonir eru bundnar við að skipakomum sem þessum fari fjölgandi á næstu mánuðum. Viðtal ÞB 2012

 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1551
Gestir í dag: 109
Flettingar í gær: 1506
Gestir í gær: 141
Samtals flettingar: 607261
Samtals gestir: 25686
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 22:26:40
www.mbl.is