29.07.2016 01:36

Ólavur Nolsøe ex Gandi VE seldur til Russlands

 

Ólavur Nolsøe seldur til Russlands

22.07.2016 - 

Rækjutogarinn Ólavur Nolsoe sem að var keyptur til Færeyja þann 26.06 -2013 og hefur haft heimahöfn i Fuglafirði 

en var að hluta til i eigu Vinnslustöðvarinnar i Vestmannaeyjum VSV skipið er smiðað 1986 i Noregi 

 og hefur legið i höfn i Vestmannaeyjum undanfarna mánuði var seldur á dögunum það var rússneskafélagið JSC

Murmanrybflot  2  sem að keypti skipið ekki er vitað um söluverð skipsins né afhendingar tima 

           Ólavur Nolsoe EX Gandi Ve  mynd Óskar P Friðriksson 2016

                             Gandi Ve 171 Mynd Óskar P Friðriksson 2010

 

 

 

28.07.2016 22:29

233 Erling ke mokfiskar á Grálúðunni

 Það er oft lif og fjör til sjós eins og þessar myndir bera með sér 

og nú undanfarið verið fin Grálúðuveiði i norðurkantinum þar sem að Erling KE 140

hefur verið að rótfiska eftirfarandi frétt er fengin af vef aflafretta 

www.aflafrettir.is

      Óli Á Stað GK 4 sem að núna heitir Erling KE 140 mynd þorgeir 2000

     Netin DREGIN I 28 m/s i Eyjafjallasjó Árið 2000 mynd þorgeir Baldursson 

       Engin lognmolla þarna mynd þorgeir Baldursson 2000

 

að er ekkert lát á mokveiðinni sem Erling KE er í núna norður af Kolbeinsey á grálúðunni á netunum ,

 

það sem af er núna í júlí þá hefur báturinn landað 271 tonni í aðeins 7 róðrum eða um 39 tonn í róðri,

 

Siðustu tveir róðrar hafa verið ansi góðir.  nýjsta löndunin var 56,4 tonn sem var etir 3 daga á veiðum 

 

og túrinn þar á undan var 56 tonn.

 

þriðji túrinn var svo 43 tonn,

                                Erling KE 140 Mynd Haukur Sigtryggur 2016

             Erling Ke 140 kemur til Dalvikur Mynd Haukur Sigtryggur 2016

 

Samherji sem leigir skipið hefur því mátt hafa sig allan við að redda kvóta á Erling KE enn búið er að færa á Erling KE 513 tonn af grálúðu kvóta,

 

Erling KE var aftur á móti með hátt í 350 tonna óveiddan ufsakvóta, enn mjög erfitt reyndist vera veiða ufsan í net á vertíðinni og sérstaklega haustið 2015.  núna er búið að færa allan þennan óveidda ufsakvóta af Erlings KE yfir á Kaldbak EA og mun hann því reyna að klára að veiða þennan stóra ufsakvóta sem Erling KE á,

28.07.2016 18:52

1345 Blængur NK 125

I dag kom Blængur NK 125 til heimahafnar eftir gangerar breytingar i Póllandi 

Skipið hét áður Freri RE  það er allt hið glæsilegasta en skipið mun halda til

Akureyrar i næstu viku þar sem að sett verður niður nýr búnaður á millidekk 

stórvinur minn Guðlaugur B Birgisson sendi mér tvær myndir af skipinu þegar það 

kom til hafnar i dag og kann ég honum bestu þakkir fyrir 

           1345 Blængur NK 125 Mynd Guðlaugur B Birgisson 2016

          Komið að bryggju Mynd Guðlaugur B Birgisson 2016

28.07.2016 18:02

Rækjuverð i frjálsu falli

      

                             Sigurborg SH 12 Mynd þorgeir Baldursson 

Mikil Hækkun rækjuverðs hefur verið að ganga til baka og  hefur lækkað um 35% 

frá þvi á siðasta ári og einnig hefur verið minni veiði i Barentshafi og er allt að 25% minni veiði 

þar en i fyrra en þegar ég hafði samband við Eirik Sigurðsson skipstjóra  á Reval Viking EK 1202

sem að Reyktal A/S Gerir út ásamt 3 öðrum skipum 

vildi hann meina að veiðin i ár væri sist minni en undanfarið og til marks um það fylltu þeir 

skipið á 19 dögum sem að þykir mjög góður árangur ekki er talið að verðið falli meira 

þvi að dregið hefur úr framboði frá Canada bæði af pillaðri rækju og Iðnaðarrækju 

að sögn Óskars Garðarssonar framkvæmdastjóra Dögunnar á Sauðarkróki er þetta 

lika um að kenna fall sterlingspundsins þvi að Bretland er lykilmarkaður i fyrir þessar afurðir 

og liklegt að á brattann verði að sækja fyrir islenskar verksmiðjur vegna hækkandi launa 

aðfanga og annara kostnaðarliða sem að löngum hafa valdið erfileikum hjá þeim 

28.07.2016 16:57

Makrillinn kominn uppað suðaustur ströndinni

28.07.2016

ÁGÆT MAKRÍLVEIÐI Í SKEIÐARÁR- OG HORNAFJARÐARDJÚPI

Víkingur AK.

Víkingur AK kom til hafnar á Vopnafirði laust fyrir hádegi í dag með tæplega 800 tonn af makríl. Fyrir var í höfninni Venus NS en reiknað var með því að löndun úr skipinu lyki nú síðdegis. Það verður því nóg að gera í uppsjávarvinnslunni á Vopnafirði um verslunarmannahelgina.

,,Þetta var að mörgu leyti fínn túr. Við fengum strax mjög góðan afla í Skeiðarárdjúpinu og aftur gott hol síðdegis daginn eftir. Það var hins vegar lítið að hafa á Síðugrunni og við enduðum því í Hornafjarðardjúpi. Þar fékkst fínasti afli,“ segir Hjalti Einarsson skipstjóri á Víkingi. Hann segir að lítið hafi verið um skip á makrílveiðum og áhöfnin á Vikingi hafi aðeins orðið vör við Bjarna Ólafsson AK og Hákon EA sem hafi staldrað stutt við.

,,Ég á ekki von á því að það verði mörg skip á veiðum næstu tvo til þrjá dagana vegna verslunarmannahelgarinnar en það ætti að fjölga á miðunum frá og með sunnudeginum.“

Að sögn Hjalta eru menn aldrei alveg óhultir fyrir síld sem aukaafla á makrílveiðunum en með því að halda sig djúpt þá sé dregið úr þeirri hættu að síld slæðist með makrílnum.

,,Makríllinn sjálfur er komin í góð hold og samkvæmt prufum er uppistaða aflans hjá okkur 400 til 420 gramma fiskur. Við erum búnir að fara sjö veiðiferðir á makríl nú í sumar og vonandi dugar kvótinn okkur út september,“ segir Hjalti Einarsson.

Frétt af heimasiðu Hb granda 

28.07.2016 15:19

Sæbjúgu Humar og Saltfiskur hjá Hafnarnesi i Þorlákshöfn

Sæbjúgu humar og saltfiskur

by  | Jul 31, 2014 | Fréttir

Sæbjúgu humar og saltfiskur

 

Hafnarnes Ver er líklega minnsta humarvinnsla landsins, þar er þó hvergi slegið slöku við í vinnslunni. Ljósmynd Hjörtur Gíslason

Hafnarnes Ver er líklega minnsta humarvinnsla landsins, þar er þó hvergi slegið slöku við í vinnslunni. Ljósmynd Hjörtur Gíslason

Í Þorlákshöfn er fyrirtæki sem er bæði stórt og lítið. Það er líklega minnsta humarvinnsla landsins og stærst í veiðum og vinnslu á bæbjúgum. Saltfiskurinn og humarinn eru þó hryggjarstykkið í fyrirtækinu, sem hjónin Hannes Sigurðsson og Þórhildur Ólafsdóttir reka ásamt börnum sínum. Þau hafa stigið ölduna saman síðan síðan Þórhildur var kokkur á sjó með Hannesi. Útgerðin og fiskvinnslan gengur vel. Fjölbreytni í veiðum og vinnslu tryggir stöðuga vinnslu allt árið og þeim er umhugsað um að leggja sitt að mörkum til samfélagsins í heimabæ sínum.
Kvotinn.is skrapp í heimsókn í Hafnarnes Ver þar sem þau hjónin ráða ríkjum og rakti garnirnar úr Hannesi og maulaði harðfisk með honum.
„Útgerðin er burðarásinn í starfseminni og í landi er það saltfiskvinnsla og humar. Við erum líka í flatfiski og náum í makríl, þegar veiðar á honum eru í gangi. Við fluttum líka um tíma dálítið af harðfiski til Færeyja. Þá erum við töluvert í sæbjúgum, en það eru saltfiskurinn og humarinn sem bera landvinnsluna uppi mælt í verðmætunum,“ segir Hannes.  „Við erum með bátana Friðrik Sigurðsson og Jóhönnu í veiðunum á fiski og humri og bát sem heitir Sandvíkingur sem stundar veiðar á sæbjúgum og loks Sæfara, sem hefur verið á rækju. Hjá okkur eru núna um 50 manns í vinnu til lands og sjós.
Þetta er svona nokkuð hefðbundið hjá okkur ár eftir ár og við náum að tengja veiðar og vinnslu saman þannig að alltaf sé eitthvað í gangi hjá okkur. Við erum að vinna um 2.000 tonn af slægðum fiski upp úr sjó á ári í saltið, það eru þorskur, ufsi og langa. Við njótum svo þess heiðurs að vera minnsti humarframleiðandi landsins, erum með um 40 tonna kvóta miðað við hala. Við löndum honum öllum heilum og reynum að gera úr honum eins mikil verðmæti og hægt er, eins og reyndar öllu öðru. Sæbjúgun voru líka að skila okkur töluverðu 2010 og 2011, en svo kom mikið af bjúgum frá Rússlandi inn á markaðinn. Það leiddi til offramboðs og verðfalls á markaðnum sem við vorum á með tilheyrandi erfiðleikum, en nú er þetta aðeins að koma til aftur. Nú verða innflutningstollar af sæbjúgum í Kína felldir niður í áföngum eftir frísverslunarsamning Íslands og Kína. Fyrir vikið eru innflytjendur í Kína áhugasamari en þeir hafa verið.“
Skrítinn fugl kanínan, sagði maðurinn og eins má kannski segja að sæbjúgað sé skrítinn fiskur, því fiskur er það alls ekki, frekar en kanína fugl. En um þetta veit Hannes betur en flestir aðrir.

Mikið er unnið af sæbjúgum hjá Hafnarnesi Ver og fara þau á markað í Kína. Ljósmynd Hjörtur Gíslason

Mikið er unnið af sæbjúgum hjá Hafnarnesi Ver og fara þau á markað í Kína. Ljósmynd Hjörtur Gíslason

„Við köllum veiðarnar á sæbjúgunum að slóðadraga enda er ég úr sveit og ólst upp við að slóðadraga túnin á vorin. Þetta í raun eins konar slóði sem dreginn er eftir botninum og á endanum er poki sem haldið er opnum með járnboga. Bjúgun skoppa upp við slóðann og lenda í pokanum en slóðinn er svo hífður á svona hálftíma fresti og losað úr pokanum, það sem í hann er komið. Bjúgun fara svo í fiskikör og er landað að kvöldi dags. Veiðarnar eru háðar því að veður sé gott og því geta verið landlegur í þessu langtímum saman. Því er gott að hafa bjúgun sem aukabúgrein
Við ýmist heilfrystum þau eða skerum þau upp og hreinsum innyflin úr og frystum þannig. Svo erum við aðeins farin að reyna okkur við þurrkun á bjúgunum en það er í þróun og hefur gengið misjafnlega. Það eru þó nokkrir sem vilja kaupa, en þá er slagur um verðið. Þetta er ágætis uppfylling og var fínt út úr því að hafa þegar best var og verður vonandi svo á ný.
Eitt af því sem gæti leitt til þess er að menn sækist frekar eftir sæbjúgum úr veiðum, en eldi, er að mjög mikið af bjúgum er alið í Kína. Þá hafa villt sæbjúgu úr hreinum sjó Norður-Atlantshafsins ákveðið forskot, en það getur tekið langan tíma að nýta það. Fjölmargar tegundir eru til af sæbjúgum og mjög misjafnt milli markaða hvaða tegund hentar þeim. Það getur verið eftir héruðum, landshlutum og jafnvel borgarhlutum. Lokaafurðin er þurrkuð og þá eru þau svo lögð í bleyti fyrir matreiðslu líkt og skreið. Þau tútna þá út og ná nánast fyrri stærð.
Það er til að þau séu notuð sem aðalréttur en meira er um að þau séu notuð í súpur og salöt og svo meðlæti með öðrum mat eins og til dæmis önd. Þau eru líka möluð í fæðubótarefni. Kínverjar hafa mikla trú á bjúgunum sem hollustufæði, þau séu góð fyrir líkamann, fyrir vöðva og vinni gegn gigt. Ég hef verið að éta þetta í pilluformi frá því um áramót og mér finnst að það komi meiri jöfnuður á líkamsstarfsemina, meiri ró yfir líkamann við það. Verð á sæbjúgunum er afskaplega mismunandi, sæbjúgu frá Japan eru eftirsóttust og dýrust. Íslensku bjúgun eru hins vegar svo kölluð „verkamannabjúgu“ og því á lágu verði.“

Það er báturinn Sandvíkingur sem stundar veiðarnar á bæbjúgunum. Til þess er notaður svokallaður slóði, sem báturinn dregur á eftir sér. Ljósmynd Hjörtur Gíslason

Það er báturinn Sandvíkingur sem stundar veiðarnar á bæbjúgunum. Til þess er notaður svokallaður slóði, sem báturinn dregur á eftir sér. Ljósmynd Hjörtur Gíslason

Þá komum við að afurðum, sem betur eru þekktar.
„Það gengur vel að selja humarinn og verðið á honum hefur ekki lækkað. Aðra sögu er að segja um saltfiskinn, því verðið á honum hefur stórlækkað. Það varð hreinlega verðfall, en verðið er hægt og bítandi að hækka á ný. Við framleiðum nær eingöngu á Portúgal, enda erum við aðeins með netafisk, en hann hentar mjög vel í flattan fisk fyrir Portúgal. Þetta er í raun bæði stór og góður fiskur enda láta menn netin liggja svo stutt nú orðið, allt niður í bara tvo tíma. Þegar mest er af fiskinum er það alveg nóg og menn eru að fá alveg fínasta afla. Við verkum af eigin bátum en kaupum líka töluvert á mörkuðum. Við höfum líka verið dálítið í því að frysta söltuð ufsaflök fyrir markaðinn í Brasilíu, en verðið var orðið ansi lágt, en er reyndar að hækka aðeins á ný. Við höfum líka verið að þurrka saltaðan ufsa fyrir Púertó Ríkó. Þegar mestur gangurinn var í því fór um gámur á viku frá Íslandi þangað en nú er þetta dottið niður í einn gám á mánuði eða annan hvern mánuð. Mikil samkeppni frá alaskaufsa hefur valdið þessum samdrætti. Við eru aldeilis ekki einir í heiminum.“
Hannesi er humarveiðin hugleikin og vill að farið verði út í veiðar í gildrur eins og gert er víða annars staðar.
„Gildruveiðarnar skila miklu betri og verðmætari vöru en trollið. Stór og þung troll fara vafalítið fremur illa með botninn á humarbleyðunum og alltaf brotnar dálítið af humrinum við togveiðarnar. Við slíkar gildruveiðar mætti gefa mönnum svolítið forskot þegar þeir eru að öðlast þekkingu og reynslu til að byggja veiðarnar á. Þá mætti tala um veiðar utan kvóta til að byrja með og einhvern afslátt af veiðigjöldum. Það kostar auðvitað einhverjar fórnir að þróa slíkar veiðar og getur tekið einhver ár að ná tökum á þeim með tilheyrandi fórnarkostnaði. Færeyingar veiða töluvert af humri í gildrur og hafa náð góðum tökum á því. Ég hitti mann þar sem stundar þessar veiðar. Hann kemur með humarinn lifandi í land og setur hann í sjótanka, þar sem hann heldur honum lifandi og selur síðan þegar verð er hátt og eftirspurn góð. Það tók hann langan tíma að ná tökum á þessu, til dæmis var ekki sama hvar hann tók sjó í tankana. Þetta var reynt hérna á sínum tíma, en þá lentu menn í samstuði við togbáta, sem voru að toga á sömu slóðum.
Það vantar svolítið í sjávarútveginn hér að ýta undir tilbreytingu og nýsköpun, eins og til dæmis gildruveiðar. Það er meira hugsað um eftirlit með mönnum en að gera þeim kleift að reyna eitthvað nýtt. Það er einnig oft eins og að þeim sem fyrir eru finnist að sér vegið þegar eitthvað nýtt kemur til sögunnar.“
En hvernig finnst Hannesi staðan almennt vera í sjávarútveginum? Jú, honum finnst hún bara nokkuð góð. 
„Meðan við getum selt vöruna erum við í góðum málum. Verðið er aftur á móti númer tvö. Við verðum bara að fylgja markaðnum. Við getum ekki ákveðið verð sem við teljum okkur þurfa, en enginn getur búið við. Þá er allt stopp. Meðan við getum selt held ég að allt sé í góðu lagi. Markaðurinn ræður verðinu og við verðum að laga okkur að þörfum hans.
En sé litið á sjávarútveginn í heild á landinu er orðin ansi mikil samþjöppun og byggðaröskun samfara henni. Það er ákveðið áhyggjuefni og oft verða smærri byggðirnar illa úti í þessari þróun óverðugar. Það heyrir þá upp á Alþingi að finna eitthvert mótvægi við því sem frá byggðunum hefur farið í formi veiðiheimilda. Hér í Þorlákshöfn hefur til dæmis orðið mikill samdráttur sem hefur veikt byggðarlagið. Maður má ekki bara líta á dæmið sem útgerðarmaður, heldur sem almennur íbúi. Við eru þátttakendir í samfélaginu hver á sínum stað. Mig langar ekkert til að sjá höfnina hérna tóma. Það yrði mjög sorglegt. Alþingi verður að gæta þess að eitthvert lag sé á þessu og koma með virkar mótvægisaðgerðir sem til þessa hefur alveg skort. Löggjafinn verður að leysa þessi mál. Mér finnst það vera ákveðinn réttur byggðarlaganna að búa við öruggt aðgengi að lifibrauði eins og fiskveiðum, en það sýnist sitt hverju. Sífellt er talað um hagræðingu, en fyrir hvern er sú hagræðing? Og hver á að njóta ávinningsins af henni? Það eru margar siðferðislegar spurningar í þessu, sem ekki hefur verið svarað,“ segir Hannes.
Hann er búinn að stunda þorskveiðar og útgerð við Ísland býsna lengi. Hvernig metur hann stöðu þorskstofnsins og ráðleggingar Hafró um hæfilegan heildarafla?
„Það er ekki vafi að veiða mætti meira af þorski. Það myndi engan skaða.  Manni finnst matið ansi einkennilegt og nauðsynlegt sé að skoða betur þær aðferðir sem beitt er við stofnstærðarrannsóknir og hve mikið megi veiða hverju sinni. Ég tel líka að það sé alveg jafnmikil áhætta við að veiða minna en ráðlagt er og veiða umfram ráðgjöf. Í ráðgjöfinni felst einnig mikil ábyrgð en það má ekki byggja ákvörðunina á of mikilli varfærni,“ segir Hannes.
Á efstu myndinni eru hjónin Hannes og Þórhildur á skrifstofu Hafnarnes Ver. Ljósmynd Hjörtur Gíslason.
Frétt af www.kvotinn.is

Myndir Hjörtur Gislasson 

28.07.2016 00:16

Trollið tekið á Flæmska Hattinum

    Sónar EK Tekur trollið á flæmska Hattinum 2011 Mynd Canadiska Strandgæslan

27.07.2016 22:55

Allur makrill unnin um borð i Júliusi Geirmundssyn is

Engin landvinnsla á makríl verður hjá Hraðfrystihúsinu – Gunnvöru á vertíðinni sem hefst innan skamms.

Makrílkvóti fyrirtækisins verður allur veiddur og unninn á Júlíusi Geirmundssyni ÍS,

frystitogara fyrirtækisins. Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri HG,

segir allt til þessa árs var óheimilt að flytja makrílkvóta milli skipa fyrirtækisins

og það hafi stuðlað að sóun og óhagræði. „Við þurftum að byrja á Stefni,

flytja trollið svo yfir á Pál Pálsson og jafnvel aftur til baka eftir atvikum.

Það var mikið óhagræði í því að geta ekki veitt þetta allt á einu skipi eins og nú er heimilt að gera,“ segir Einar Valur. 

Nú eru sumarleyfi í frystihúsi HG í Hnífsdal og standa þau í tvær vikur.

Allir togarar fyrirtækisins hafa farið í slipp í sumar.

Stefnir er búinn í slipp og Einar Valur gerir ráð fyrir að Páll Pálsson komi í kvöld eða á morgun.

Júlíus er að klára slipp og fer væntanlega á makrílveiðar á föstudag. 

        1977 Július Geirmundsson IS 270 Mynd þorgeir Baldursson 2015

 

27.07.2016 21:16

Frá Grená niðurrif gamalla islenskra skipa

Ég hef oft ætlað mer að segja frá verksmiðju sem að sérhæfir sig i að rifa niður 

gömul skip sú sem að verður nú fyrir valinu er i Grená og heitir Fornes 

Þar ræður rikjum maður að nafni Kessler og hjá honum vinna nokkrir 

Islendingar fyrirtækið er staðsett á austurströnd Jótlands og er nýlega flutt 

i nýtt 12000 fermetar hús þar sem að stæðsti hluti vélbúnaðrar sem að tekin er úr skipum 

er geymdur en að sjálsögðu er ekki pláss fyrir allt þarna inni en endilega skoðið myndirnar 

og að lokun kemur hérna slóðin á Heimasiðuna þeirra Góðar stundir 

http://www.fornaes.dk/

 

 

                  Brúin af Stafnesi KE 130  MYND ÞORGEIR 

        

                     Dekk krani af Viðir ea 910  mynd þorgeir Baldursson 

           Mikið af Allkyns búnaði fellur til úr þeim skipum sem að rifin eru 

   og hér eru þeir Steingrimur Erlingsson og Halldór Gunnlaugsson að skoða 

      Þeir eru ekkert lengi að búta niður eitt flutningaskip mynd þorgeir 

         Talsvert fellur til af björgunnargöllum sem að oftast er ónotað  

   Kessler eigandi Fornes og Steingrimur Erlingsson Mynd þorgeir 

     Ljósa og Aðalvélar i miklu úrvali en i miðjöfnu ástandi mynd þorgeir 

                         Veltitankur klár á skip mynd þorgeir Baldursson 

      Brúr af mörum stærðum og gerðum eru þarna mynd þorgeir 

 eins og sjá má kemur ýmislegt með skipunum 

 

27.07.2016 21:03

Mokafli af makril Grænlensku lögsögunni

Síðastliðinn sunnudag var búið að tilkynna stjórnvöldum í Grænlandi

um 12.000 tonna makrílafla í grænlenskri lögsögu frá upphafi vertíðar.

Aflahæstur var Polar Amaroq með tæplega 1.600 tonn,

Ilivileq og Næraberg hið færeyska höfðu fengið rúm 1.400 tonn hvort skip

og Polar Princess var með rúm 1.100 tonn. 

Teksti Fiskifrettir 

Myndir Þorgeir Baldurssson og Geir Zoega

 Pólarskipin Polar Prinsess og Polar Amaroq á veiðum Mynd  þorgeir Baldursson 

                         Vænn Makrill i Skiljunni Mynd þorgeir Baldursson 

     Polarskipin séð frá brúnni á Polar Amaroq mynd Geir Zoega 2016

 

26.07.2016 16:14

1972 Hrafn Sveinbjarnarsson GK 255 á Makrilveiðum

Frystitogarinn  Hrafn Sveinbjarnarsson Gk 255 er staddur skammt fyrir utan 12 milna landhelgislinuna 

fyrir sunnan Grindavik i bliðskapraveðri 

Þegar ég hafði samband við Sigurð Jónsson skipstjóra i sinum þriðja túr á makrilveiðum og hafa aflabrögð 

verið með besta móti i en þeir hófu veiðarþann 6 júli  fyrsta túrnum voru þeir með 14500 kassa

og  i öðrum 17500 sem að er fullfermi og hafaþeir verið að Frysta um 50 tonn á sólhring 

  rætt var við Sigurð i dag var hann búinn að hifa 3 höl 

og i fyrsta halinu voru 10tonn sem að er rúmlega hringurinn i frystingunni  öðru halinu 15 tonn og þvi 3 18-20 tonn

 að sögn Sigurðar hefur makrillinn staðið  mun grynnra heldur en i fyrra og veiðin verið mun betri i ár 

austfirsku skipin Hafaverið að fá finan afla eftir stuttan tima og hefur þeim afla verið landað fyrir austan 

hjá Svn og Loðnuvinslunni og þyngdin  á Maklilnum hefur verið um 300- 500 grömm og hafa  um 70% af aflanum 

Farið i þann flokk en minni flokkurinn 100 -200  grömm hefur útgerðin keypt og notað fyrir eigin linuskip

einnig þann meðafla af sild  sem að kom með i fyrsta túrnum en i dag var þetta allveg hreint og hefur verið það  siðustu 10 daga 

Viðtal Þorgeir Baldursson 

Mynd Jóhann Jóhannsson 

       1972 Hrafn Sveinbjarnarsson Gk 255 mynd Jóhann Jóhannsson 

26.07.2016 01:56

Grænfriðungar komnir i Islenska landhelgi

nú fyrir skömmu kom Artic Sunrise skip Grænfriðunga inni Islenska Landhelgi 

úr norðurhöfum og á eftir 156 milur i Hornbjarg ekki er vitað á þessari stundu 

á hvaða leið skipið er en það mun vonandi skýrast á morgun 

               Arctic Sunrise mynd af Marinetraffic.com 

26.07.2016 01:11

Börkur NK 122 landar makril á Neskaupstað

I gær kom Börkur NK með sinn fyrsta makrilfarm á yfirstandandi vertið 

til hafnar i Neskaupsstað alls um 800 tonn sem að verða unnin i frystihúsi 

félagsins en góður gangur hefur verið i makrilveiðum undanfarið 

bæði hér heima og i Grænlensku lögsögunni

skipstjóri i veiðiferðinn var Hjörvar Hjálmarsson 

        2865 Börkur Nk 122 á siglingu á Eyjafirði mynd þorgeir Baldursson 2016

     Hjörvar Hjálmarsson skipst Berki NK 122 

 

24.07.2016 19:54

Eyborg EA 59

                         Eyborg  EA 59 mynd Canadiska Strandgæslan 

         Eyborg EA  á siglingu á flæmska Hattinum mynd Canadiska Strandgæslan 

 

23.07.2016 16:00

Tveir af Sandinum EA101 og 102

     2705 Sæþór EA101 og 2507 Arnþór EA102 mynd þorgeir Baldursson 
www.mbl.is