04.10.2015 19:59

Plast og Stálið Mætast

    Snæfell  EA og Gullhólmi SH Mætast á Eyjafirði  Mynd þorgeir 2015

01.10.2015 12:25

2911 Gullhólmi SH 201

 

          2911 Gullhólmi SH 201 Mynd þorgeir Baldursson 2015

                          Millidekkið Mynd þorgeir Baldursson 2015

               Brúin Rikulega búninn tækjum mynd þorgeir Baldursson 2015

       Þessi var tekin i kvöld og eins og sjá er brúin vel tækjum búinn

          Myndavéla kerfi bátsins er mjög öflugt mynd þorgeir 2015

      Eldhúsið  nýtiskulegt með góðum tækjum mynd þorgeir Baldursson 2015

               Svefnaðstaða skipverja Mynd þorgeir Baldursson 2015

        Aðalvel af gerðinni Yanmar mynd þorgeir Baldursson 2015

                     Kælikerfi frá 3X mynd Þorgeir Baldursson 2015

                   Plastkör frá Itub Mynd þorgeir Baldursson 2015

  Skipstjórarnir Pétur Erlingsson og Sigurður A þórarinsson mynd þorgeir 2015

                 Linurekkarnir  Mynd þorgeir Baldursson 2015
 Skipverjar Gullhólma fyrir framan Bátinn talið frá Hægri 

Steinar Ragnarsson,Sigurður A Þórarinsson ,Pétur Erlingsson 

Þórður Björgvinsson, Jón Korneliusson ,og Stigur Reynisson 

Gullhólmi SH er 30 brúttótonn að stærð, um 13,7 metra langur og 5,7 metra breiður.

Báturinn er af gerðinni Seigur XV 1370 og er smíðaður hjá bátasmiðjunni Seiglu ehf. á Akureyri.

Báturinn er hannaður af Rágarði skiparáðgjöf ehf. Báturinn er ríkulega búinn vélum og tækjum.

Siglinga- og fjarskiptatæki eru frá Sónar ehf. Sónar sá einnig um uppsetningu siglingatækja.

Aðalvélin er Yanmar og beitningarvélin er frá Mustad. Sjá nánar lýsingu á tækjun og búnaði hér til hliðar.

Heiðguð Byggir sá um alla smíðavinnu og uppsetningu en Trésmiðjan Ölur ehf.

smíðaði eldhúsinnréttingu og hurðir. Alla aðra vinnu annaðist Seigla, s.s. rafmagnsvinnu, stálvinnu og niðursetningu vélbúnaðar.

Málning er frá Sérefni ehf.

Íbúðir eru fyrir 8 skipverja í 4 tveggja manna klefum, ásamt setustofu, borðsal, eldhúsi, baðherbergi og þvottahúsi.

Fiskilest er 50 rúmmetrar að stærð og rúmar 42 stykki af 660 lítra körum sem eru frá iTUB ehf. Eldsneytistankur er 5.000 lítra og ferskvatnstankur er 1.500 lítra.

 

 

Helstu tæki og búnaður í Gullhólma SH

 • Aðalvélin er Yanmar 6AYM-WGT 911 hö frá Marás vélum ehf.
 • Sleipner hliðarskrúfa 500 mm, einnig frá Marási.
 • 2x32kW Northern Light ljósavélar sem Seigla hefur umboð fyrir.
 • Ískrapavél frá Kælingu ehf. með forkæli og að auki er sjókælir.
 • Aðgerðar- og blæðingarkerfi frá 3X Technology.
 • Beitningarvélakerfi og línuspil frá Mustad sem Ísfell ehf. er með umboð fyrir.
 • Færaspil frá Beiti ehf.
 • Krani 4TM  frá Amco Veba sem Seigla hefur umboð fyrir.
 • Björgunarbúnaður frá Viking Life.
 • Innilýsing frá Quick Italy, útilýsing og siglingaljós frá Hella.
 • Wessmar 6 tommu brunnur.
 • Heimild Fiskifréttir 
 • Lýsing

  1

  JRC JFC-130 Dýptarmælir

  2

  WASSP 160 khz fjölgeislamælir

  3

  Afladagbókar og nettölva

  4

  Maxsea siglingatölva

  5

  JRC JLN-652 Straummælir

  6

  Comnav Commander sjálfstýring

  7

  Siemens þráðlaus sími

  8

  3G Router og sími

  9

  Weatherdock AIS baujumóttakari

  10

  SAILOR VHF talastöð

  11

  JRC JLR-21 GPS kompás

  12

  JRC JHS-183 AIS tæki

  13

  14

  Airmar vindhraðamælir

  15

  Raymarine C125 fjölnotatæki (Radar)

  16

  17

  18

  19

  SAILOR Nargentus Útvarps/ sjónvarpsloftnet

  20

  Iris video server með upptöku

  21

  Iris vatnsþéttar kúlumyndavélar

  22

  Ethernet switch fyrir tölvur og router

  23

  Weatherdock baujusendir

   

 • JRC JFC-130 dýptarmælir         
 • ASSP 160 khz fjölgeislamælir
 • Afladagbókar og nettölva
 • Maxsea siglingatölva         
 • JRC JLN-652 straummælir
 • Comnav Commander sjálfstýring
 • Siemens þráðlaus sími
 • 3G Router og sími         
 • Weatherdock AIS baujumóttakari         
 • SAILOR VHF talastöð           
 • JRC JLR-21 GPS kompás         
 • JRC JHS-183 AIS tæki
 • JRC JLR-7600 GPS+loftnet
 • Airmar vindhraðamælir
 • Raymarine C125 fjölnotatæki (Radar)
 • Raymarine 4 KW radarskanner
 • Raymarine hitamyndavél
 • Stjórnborð fyrir Raymarine fjölnotaskjá/radar
 • SAILOR Nargentus útvarps/ sjónvarpsloftnet           
 • Iris video server með upptöku
 • Iris vatnsþéttar kúlumyndavélar
 • Ethernet switch fyrir tölvur og router
 • Weatherdock baujusendir         
 •  

30.09.2015 20:32

Fámennt á heimamiðum ísfisktogara HB Granda

 

 

                1868  Helga Maria AK 16 mynd þorgeir Baldursson 2015

Helga María AK á veiðum á Fjöllunum ,,

Það var mjög rólegt yfir veiðinni í nótt en við erum að vonast til þess að karfinn fari að vakna til lífsins nú þegar líður að hádegi.

Við erum í þriðja holi á Fjöllunum og það kemur í ljós í hádeginu hver árangurinn verður,“ sagði Heimir Guðbjörnsson, skipstjóri á Helgu Maríu AK,

í viðtali á vef HB Granda er rætt var við hann í morgun. Helga María fór frá Reykjavík í gærmorgun eftir velheppnaða veiðiferð á Vestfjarðamið

og er tal náðist af Heimi var hann að ljúka við að hlusta á veðurspána. Spáð var suðaustan 8-15 metrum á sekúndu á Faxaflóamiðum í dag og 13-18 metrum á morgun

. ,,Veðrið er góðu lagi. Við reyndum við ufsa í nótt en nú er það karfinn.

Það er ekki hægt að segja að það sé mikil umferð hér á Fjöllunum, þessum hefðbundnu heimamiðum ísfisktogara HB Granda,

því hér er ekkert annað skip að veiðum í 12 mílna radíus. Næsta skip er Brimnes RE en það er austur í Skerjadúpi,“

segir Heimir en hann lætur vel af síðustu veiðiferð skipsins á Vestfjarðamið þrátt fyrir tvær hörkubrælur

. ,,Það var góð karfaveiði í hinu svokallaða næturhólfi út af Víkurálnum en annars var veiðin mjög blönduð.

Við bárum okkur eftir ufsa og á svæðinu frá Halanum og austur í Þverál var blönduð ufsa- og þorskveiði.

Ætli við höfum ekki verið með um 160 tonn í veiðiferðinni og uppistaðan í aflanum var karfi, ufsi og þorskur.

Menn eru alltaf að bíða eftir góðu ufsaskoti og það hlýtur að koma að því fyrr en síðar,“ sagði Heimir Guðbjörnsson.

              

30.09.2015 20:24

Mikil Aukning i Rækju við Grænland

                  Markús GR 6- 375 Mynd þorgeir Baldursson 2015

 

Náttúrufræðistofnun Grænlands segir óhætt að veiða 90 þúsund tonn af rækju

Óhætt væri að veiða um 90 þúsund tonn af rækju við Vestur-Grænland á árinu 2016 samkvæmt ráðgjöf Náttúrufræðistofnunar Grænlands.

Þetta kemur fram á vef stofnunarinnar. Tekið er fram að þessi ráðgjöf taki mið af því að veiðarnar verði áfram sjálfbærar.

Þessum tíðindum er fagnað í Grænlandi því að á árinu 2015 hljóðaði ráðgjöf stofnunarinnar upp á 60 þúsund tonn.

Aukningin í ráðgjöfinni er því 30 þúsund tonn. Stuðst er við aflareglu og var kvótinn í ár ákveðinn um 73 þúsund tonn.

Í aðalatriðum er reglan sú að kvótinn sé ekki aukinn eða minnkaður um meira en 12,5% á milli ára.

Engar ákvörðun hefur verið tekin um rækjukvótann á næsta ári.

Í frétt stofnunarinnar segir jafnframt að mikil nýliðun sé væntanleg í veiðistofninn og því megi búast við því að lífmassi rækju aukist á næstu árum.

Þar með sé allt útlit fyrir að tíu ára samdráttarskeiði í rækjustofninum sé lokið.

Þess má geta að ekki engar breytingar eru á ráðgjöf stofnunarinnar varðandi rækju við Austur-Grænland.

ár má veiða þar 2 þúsund tonn og það sama er uppi á teningnum árið 2016. 

af Vef Fiskifretta 

 

30.09.2015 10:35

Júpíter ÞH á leið til Afríku og "Þorsteinn ÞH" í hvíldarinnlögn

                            Tuneq Mynd þorgeir Baldursson 2015

Jú, það er rétt að Júpíter er á leiðinni til Afríku en það er ennþá verið að ganga frá lausum endum.

Þannig að hann siglir þegar það er klárt,“ sagði Eyþór Harðarson, útgerðarstjóri Ísfélagsins

þegar hann var spurður um framtíð skipsins. Tuneq, áður Þorsteinn ÞH og var í eigu Ísfélagsins verður í höfninni í Vestmannaeyjum.

„Tuneq er í eigu RGP og verður í Vestmannaeyjum á meðan ekki eru verkefni fyrir hann,“ sagði Eyþór

. Júpíter ÞH-363 er nóta- og togveiðiskip smíðaður í Noregi 1978 en var breytt 2004. Mesta lengd er 68,43 m og breidd 10,80 m.

Tureq, áður Þorsteinn ÞH 360 er frystitogari og nótaskip smíðaður í Noregi 1988.

Mesta lengd   er 70,10 m og breidd 12,50 m.

                          

 

 

29.09.2015 21:53

1920 Máni ÞH 98

              1920- Máni ÞH 98 Mynd þorgeir Baldursson 2015

27.09.2015 00:44

2433 Frosti ÞH á toginu

Frosti Þh var að toga þegar við sigldum framhjá honum i siðustu viku 

Og ég sá ekki betur en að Gundi væri með myndavélina á lofti 

og smellti af i grið og erg siðan landaði frosti á Siglufirði þaðan sem að skipinu var 

siðan siglt til Akureyrar i slipp og áhöfnin Brá sér i fri til Spánar  i Viku 

                  2433-Frosti ÞH 229 mynd þorgeir Baldursson  2015

26.09.2015 22:28

Fyrsta Húnakaffivetrarins birjar 3 okt 2015

Eins og marga undanfarna vetur hefur hollvinafélag Húna 2 haft kaffisamsæti um borð i bátnum 

á laugardagsmorgnum frá kl 10-12 þar sem að hann liggur við Torfunesbryggju

þar hefur skapast oft á tiðum skemmtileg umræða meðal gamalla sjómanna 

og kvenna sem að gaman er að hlusta á 

fyrsta kaffi samsæti Vetrarins er þann 3  október 2015 og hefst kl 10 stundvislega 

og eru allir velkomnir 

Stjórn Hollvina Húna 

           Mynd úr Húnakaffi 11 April 2015 mynd þorgeir Baldursson 

                  108 Húni 2 EA 740  mynd þorgeir Baldursson 2015

 

 

13.09.2015 17:18

1499 Ýmir BA 32

                         1499 ýmir Ba 32 mynd þorgeir Baldursson 

05.09.2015 09:28

1202 Grundfirðingur SH 24 vélarvana við Bjargtanga

Stjórn­stöð Land­helg­is­gæsl­unn­ar barst um klukk­an hálf tólf í gær­kvöldi til­kynn­ing frá línu­skip­inu Grund­firðingi SH 24

sem þá var orðið vél­ar­vana um fjór­ar sjó­míl­ur suður af Bjargtöng­um. Rak skipið í átt að bjarg­inu.

Land­helg­is­gæsl­an hefði sam­band við tog­ar­ann Ásbjörn sem stadd­ur var um 10 sjó­míl­ur suður af Grund­firðingi.

Var hann beðinn um að halda rak­leiðis á vett­vang til að taka línu­skipið í tog.

Auk þess var þyrla Land­helg­is­gæsl­unn­ar kölluð út sem og björg­un­ar­skip Slysa­varn­ar­fé­lags­ins Lands­bjarg­ar á Rifi og Pat­reks­firði.

Tog­ar­inn Ábjörn tók Grund­firðing í tog og hélt með hann áleiðis til hafn­ar.

Þyrla Land­helg­is­gæsl­unn­ar, sem kom­in var á vett­vang, var í kjöl­farið aft­ur­kölluð sem og björg­un­ar­skip­in.

           1202 Grundfirðingur SH 24 Mynd þorgeir Baldursson 2015

04.09.2015 07:42

Ilivileq Landar sild á Siglufirði i gær

Frystitogarinn Ilivileq GR-2-201 landaði á Siglufirði  i gær um 200 tonnum af heilfrystri sild

sem að fékkst i Grænlensku lögsögunni og hélt skipið út i gærkveldi að löndunn lokinni 

og nú var stefnan tekin á þorskveiðar við austurströnd Grænlands en þar á útgerðin 

allmikinn kvóta Skipstjóri i þessari veiðferð er Reynir Georgsson 

myndir þorgeir Baldursson

                Ilivileq Gr-2-201 mynd þorgeir Baldursson 2015

    Reynir Georgsson skipstjóri mynd þorgeir 2015

                 Húkkað á bretti mynd þorgeir Baldursson 2015

                 Sildarlöndun á Siglufirði mynd þorgeir 2015

        sildarlöndun á Siglufirði mynd þorgeir 2015

 

03.09.2015 20:52

Frá öngli til maga Húni 2 EA 740

I dag var undiritaður samningur til þriggja ára milli Hollvina Húna Háskólans á Akureyri og Akureyrarbæjar 

um kennslu og fræðslu grunnskólabarna sem að felst i þvi að Sjávarutvegsfræðingur frá Háskolanum fer 

með bátnum og fræðir nemendur um sjávardýrin og áhöfn Húna kennir börnunum að veiða fisk 

sem að svo er flakaður á landleiðinni og grillaður svo að flestir fara saddir heim eftir túrinn

Þetta er fimmta árið sem að þetta er gert og hefur verið mikil ánæja meðal nemenda og skólayfirvalda

með framgang verkefnisins hérna kemur Húni ea með  24 nemendur úr Glerárskóla til hafnar i gær 

 

02.09.2015 22:46

Polarskipin Partrolla á Sildveiðum

Tvö skip Polar Seafood voru að partrolla á sildveiðum i siðustu viku Polar Princess og Polar Amaroq

Og var þokkaleg veiði hjá þeim 

                             Myndir Þorgeir Baldursson 2015

29.08.2015 02:04

Enniberg TN 180

    Enniberg TN 180 mynd Thorgeir Baldursson

15.08.2015 21:06

7040 Eidur Of 13

   7040 Eidur òf 13 á makrilveidum mynd thorgeir
www.mbl.is