10.10.2017 07:43

7499 Knútur EA116

    7499 Knútur EA116 kemur til Akureyrar i gær Mynd þorgeir 2017

09.10.2017 20:51

Polonus CDY -58

   Polonus  CDY-58 ex Baldvin NC 100 og 101 2265 Baldvin þorsteinsson EA10 

    Teitur Björgvinsson Skipst Polonus  Mynd þorgeir Baldursson 2017

Þau tímamót eiga sér stað í þessari viku að skipið Baldvin NC, sem áður hét Baldvin Þorsteinsson EA, verður afhentur nýjum eigendum. Þar með lýkur 25 ára farsælli sögu skipsins með Baldvins nafninu.

Baldvin_NC100
Mynd:Þorgeir Baldursson

Frystitogarinn Baldvin Þorsteinsson EA kom til landsins sem fyrsta nýsmíði Samherja fyrir 25 árum, þann 20. nóvember 1992. Skipið var smíðað í Flekkefjord í Noregi, 66 metra langt og 1.500 tonn að stærð. Fyrsti skipstjóri þess var Þorsteinn Vilhelmsson en aðrir skipstjórar í þau 10 ár sem skipið var í eigu Samherja voru Arngrímur Brynjólfsson, Guðmundur Jónsson og Hákon Þröstur Guðmundsson.        

Baldvin Þorsteinsson EA var afar farsælt fiskiskip og áhöfn þess sló ýmis aflamet. Árið 1999 var Baldvin EA t.d. fyrst íslenskra fiskiskipa til að ná aflaverðmæti upp á einn milljarð íslenskra króna.

Árið 2001 var skipið selt til Deutsche Fischfang Union (DFFU), dótturfélags Samherja í Þýskalandi, og var afhent í maí 2002. Skipið var nefnt Baldvin NC og hefur verið í rekstri hjá DFFU í rúm 15 ár. Skipstjórar Baldvins NC undanfarin ár voru þeir nafnar Sigurður Kristjánsson og Sigurður Hörður Kristjánsson.

Baldvin NC landaði afla öðru hverju hér á landi. Síðustu verkefni skipsins fyrir DFFU voru tveir góðir túrar á grálúðuveiðar við Austur-Grænland. Skipið hefur verið selt til Póllands og fær nafnið Polonus.

       Baldvin NC 100 á siglingu á Eyjafirði mynd þorgeir Baldursson 2014

06.10.2017 17:09

Nóg af fiski en sumar tegundir vandveiddar

,,Veiðin hefur gengið alveg þokkalega. Það er nóg af fiski á slóðinni en vandinn er sá að þær tegundir, sem við erum á höttunum eftir, eru vandveiddar. Efst á óskalistanum hjá okkur eru grálúða og djúpkarfi og hvað þær varðar mætti veiðin vera betri,“ segir Kristinn Gestsson, skipstjóri á frystitogaranum Þerney RE.

Er rætt var við Kristin var veiðiferðin hálfnuð en hann segist hafa byrjað að leita að djúpkarfa í öllum djúpköntum með suðurströndinni og síðan úti af Austfjörðum þar sem grálúðu hefur einnig verið að finna. Lítið hafi verið um djúpkarfa á þessum slóðum.

,,Við erum núna á Hampiðjutorginu út af Vestfjörðum og erum að reyna við grálúðu og djúpkarfa. Grálúðan er vandveidd. Það er nóg af þorski og gullkarfa hér á Vestfjarðamiðum en ufsinn hefur lítið sést. Ýsuna veiðum við á grunninu frá Reykjafjarðarál og vestur eftir en hún er mjög viðkvæm fyrir of mikilli sókn og því þarf að hvíla bleyðurnar vel á milli,“ segir Kristinn en að hans sögn er tegundum eins og gulllaxi alltaf gefinn gaumur.

,,Ég leitaði að gulllaxi í köntunum á leiðinni austur en það virðist ekki vera mikið af honum um þessar mundir,“ segir Kristinn Gestsson.

 

 

   Kristinn Gestsson Skipst Þerney  RE1 Mynd þorgeir Baldursson 2017

     2203 Þerney RE 1 á Halanum  fyrir stuttu Mynd þorgeir Baldursson 2017

 

22.09.2017 15:13

Spindrift LK 39

    

                                  Spindrift Lk 39  Mynd Trefjar.is 2017

 

Ný Cleopatra 33 afgreidd til Hjaltlandseyja

 

Bátasmiðjan Trefjar í Hafnarfirði núna á dögunum nýjan Cleopatra bát til Whalsey sem er hluti af Hjaltlandseyjum.

Að útgerðinni stendur Allister Irvine skipstjóri frá Whalsey sem jafnframt er skipstjóri á bátnum.

 

Nýji báturinn hefur hlotið nafnið Spindrift.  Báturinn er 11brúttótonn.  Spindrift er af gerðinni Cleopatra 33.

 

Aðalvél bátsins er af gerðinni Doosan L086TIM 315hp tengd ZF 286IV gír.

 

Siglingatæki koma frá Furuno.  Báturinn er með uppsettar MaxSEA skipstjórnartölvu.

 

Hann einnig útbúin með hliðarskrúfu sem tengd er sjálfstýringu bátsins.

 

Báturinn er útbúinn til netaveiða og handfæraveiða.  Makrílkerfi er um borð.

 

Hýfingarbóma er um borð til að auðvelda löndun úr bátnum.

 

Öryggisbúnaður bátsins er frá Viking.

 

Rými er fyrir 15stk 380lítra kör í lest. 

 

Í vistarverum er, svefnpláss fyrir þrjá auk eldunaraðstöðu með eldavél, örbylgjuofn og ísskáp.

 

Að sögn útgerðarinnar mun báturinn verða gerður út frá Whalsey allt árið, báturinn hefur þegar hafið veiðar.

 

www.trefjar.is

18.09.2017 21:38

2890 Akurey Ak og 2893 Drangey Sk á Akranesi

 2890 Akurey AK og 2893 Drangey SK á Akranesi Mynd Þorgeir Baldursson 2017

           2893 Drangey Sk 2 á Akranesi mynd þorgeir Baldursson 2017

25.08.2017 08:22

Kaldbakur og Sólbakur á Pollinum

      Kaldbakur og Sólbakur á Pollinum þann 4 mars 2017 mynd þorgeir 

25.08.2017 08:17

1472 Klakkur Sk 5

                    1472 Klakkur SK 5 Mynd þorgeir Baldursson 2017

25.08.2017 08:12

2919 Sirrý IS 36 tekur trollið

                 2919 Sirrý IS 36 Mynd þorgeir Baldursson 2017

25.08.2017 08:10

1937 Björgvin EA 311

                   1937 Björgvin  EA 311 Mynd þorgeir Baldursson 2017 

24.08.2017 22:30

2403 Hvanney SF 51

Hvanney SF 51 sem að hefur verið i slipp á Akureyri siðastliðnar 3 vikur hélt til heimahafnar 

um hádegisbilið og það var tekinn smá myndahringur áður en að lagt var af stað en áætlun 

var að siglingin taki um 26 klst enda tlsvert að sigla frá Akureyri til Hornafjarðar 

en hérna koma 2 myndir af bátnum bestu þakkir Þorsteinn frændi og góða heimkomu 

                  2403 Hvanney SF 51 Mynd þorgeir Baldursson 2017  

                      2403 Hvanney SF 51  Mynd þorgeir Baldursson 2017

17.08.2017 20:41

2893 Drangey SK 2

Nýtt skip út­gerðarfyr­ir­tæk­is­ins FISK Sea­food á Sauðár­króki, Drang­ey SK-2, sigl­ir nú til heima­hafn­ar frá Tyrklandi,

þar sem það var smíðað í Cem­re.

Sér­stök mót­töku­at­höfn verður á Sauðár­króks­höfn á laug­ar­dag­inn. Um tals­verð tíma­mót er að ræða, en rúm 44 ár eru frá því að ný­smíðaður tog­ari kom til Sauðár­króks.

Áætlað er að nýja skipið kosti um 2,5 millj­arða króna og í landi hef­ur verið fjár­fest fyr­ir veru­leg­ar fjár­hæðir síðustu ár. Má þar nefna sér­staka þurrk­stöð og nú er unnið að því að stækka hrá­efn­is­mót­töku fyr­ir­tæk­is­ins. Á þeim fram­kvæmd­um að ljúka í haust. Fram und­an er enn frek­ari upp­bygg­ing í nýrri tækni og aðstöðu, að því er fram kem­ur í frétta­skýr­ingu í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild Morgunblaðið

17.08.2017 09:01

2203 Þerney RE Seld til Suður Afriku

HB grandi hefur selt Þerney RE 1 til Suður Afríku og verður hún afhent nýjum eigendum 15. nóvember næstkomandi. Kaupandinn er Sea Harvest Corporation (Pty) Ltd sem er öflugt félag í útgerð og vinnslu og er söluverðið 13,5 milljónir USD eða 1,4 milljarðar króna. 

Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu fyrirtækisins, þar sem segir ennfremur:

Tvöföld áhöfn er nú á Þerney, en 27 eru í áhöfn hverju sinni. HB Grandi mun aðstoða þá í áhöfn Þerneyjar sem ekki komast í pláss á öðrum skipum félagsins við atvinnuleit eins og kostur er.

Þerney RE 1 er frystitogari og er aflinn flakaður og frystur um borð. Þerney var smíðuð árið 1992 í Noregi og hefur verið gerð út af HB Granda frá því hún kom til landsins 1993.

    Kristinn Gestsson skipstjóri á Brúarvængnum Mynd þorgeir Baldursson 2017

  Þerney RE1 að toga á Halanum i siðustu viku Mynd þorgeir Baldursson 2017

  og hérna er hún að toga i Barentshafi i vor mynd þorgeir Baldursson 2017

16.08.2017 22:42

2917 Sólberg ÓF 1

2917 Sólberg ÓF 1 kemur til Heimahafnar á Siglufirði Mynd Þprgeir Baldursson 

16.08.2017 16:44

1360 Kleifarberg RE 70

               1360 Kleifarberg RE 70 Mynd Þorgeir Baldursson 2017

16.08.2017 16:41

1755 Aðalbjörg RE 5

                  1755 Aðalbjörg RE 5 mynd þorgeir Baldursson  2017
www.mbl.is