16.04.2015 23:25

Grásleppumyndir af skjálfandaflóa i dag

Besti dagur Grásleppuvertiðarinnar veðurfarslega séð var i dag. 

En þá var þvilik bongóbiliða hérna koma nokkrar myndir 

úr afrakstri dagsins 

                        1432  Von ÞH 54 Mynd þorgeir Baldursson 2015

                    6712 Sigurpáll þh 68 mynd þorgeir Baldursson 2015

                           2370 Sigrún Hrönn ÞH 36 mynd þorgeir Baldursson 2015
 
 
       Grásleppa i kvöldsólinni á landleið i kvöld mynd þorgeir 2o15
  

15.04.2015 21:43

Grásleppukallarnir á Sigrúnu Hrönn þH 36

Það var góð stemmig á Grásleppumiðunum við Tjörnes i dag eftir langvarandi kuldakast 

og leiðindi i veðurguðunum undanfarnar vikur en með hækkandi sól ætti þetta að fara að lagast 

Strákarnir á Sigrúnu Hrönn ÞH 36 voru að draga netin þegar við renndum framhjá þeim 

og var veiðin með þokkalegasta móti 

             2370 Sigrún Hrönn ÞH 36 Mynd Þorgeir Baldursson 2015

                 farinn að siga á kvikunni mynd þorgeir Baldursson 2015

14.04.2015 22:25

fyrir neðan bakkann á Húsavik

Það er oft gaman að fylgjast með mannlifinu fyrir neðan bakkann hérna koma nokkar 

myndir teknar i dag 

 

            Árni og Snorri voru að koma i land með um 2 tonn af sleppu

          Þeir feðgar voru að græja Ásdisina mynd þorgeir 2015

        Þrammað með Baujurnar uppi hús mynd þorgeir 2015 

        Jón Bjarnasson var kátur með strákana hans Ingólfsmynd þorgeir 2015

        Ingimar Eydal Óskarsson um borð i Faldinum i dag mynd þorgeir 2015

11.04.2015 14:34

Sælgæti úr hafinu

Fyrirtækið Mánaðarins

Það voru 4 ungir menn sem fóru af stað með þessa hugmynd að búa til harðfisk úr fiskmarningi fyrir ca. tveimur og hálfu ári síðan.

  Fyrstu prufur í þessa átt voru gerðar á Akranesi í aðsöðu sem þeir fengu hjá Bjarna Bjarnasyni kenndan við Súluna.

Fyrirtækið heitir Arcticus Sea Products sem að heldur utan um framleiðsluferlið 

  Það var síðan seinnipartinn síðastliðið sumar eða síðastliðið haust sem aðstaða var fengin á Hjalteyri til frekari uppbyggingar á þessari hugmynd. 

Það var þegar hafist handa við að undirbúa aðstöðuna þar fyrir þessa framleiðslu og nú er draumurinn orðinn að veruleika. 

Skömmu fyrir áramót fór tilraunaframleiðsla af stað og lofaði hún fljótt góðu. 

Það var síðan skömmu eftir áramót sem tekin var endanleg ákvörðun um hvaða framleiðsla færi í sölu hér á landi.

  Þessari vöru hefur nú verið dreift nokkuð víða hér á landi og fljótt flýgur fiskisagan

eins og fyrirspurnir héðan og þaðan um framleiðslu okkar bera með sér. Hingað á Hjalteyri hafa komið aðilar frá Nígeríu og Kína,

svo eitthvað sé nefnt og jafnvel þegar komin pöntun frá nággrönnum okkar Færeyingum. 

Sænsk verslanakeðja hefur einnig sýnt áhuga á að fá þessa vöru til prufu. 

Við förum rólega af stað og reynum að hafa báða fætur á jörðinni þrátt fyrir þessar góðu móttökur markaðarins,

en í síðustu viku framleiddum við harðfisk úr rúmu tonni af marningi.

og i næstu  viku er áætlunin að framleða úr um 1680 kg sagði Friðrik Friðriksson en ásamt honum starfar 

Bróðir hans Rúnar Friðriksson sem að jafnframt er framkvæmdastjóri

 

       Friðrik Friðriksson og Rúnar Friðriksson  með Afurðirnar © Þorgeir 

            Þurkaður Marningur  sælgæti úr Hafinu mynd þorgeir 2015

                      Þurkskápurinn er afkasta mikill  mynd þorgeir 2015

            Harðfiskurinn kominn úr Þurkskápnum mynd þorgeir 2015

11.04.2015 14:02

Húna kaffi i morgun

Það var létt yfir mannskapnum i Húnakaffinu i morgun 

látum myndirna tala sinu máli 

 

 

08.04.2015 22:56

2705 Sæþór EA 101

Sæþór EA 101 sem að er Vikingur 1300 að koma til hafnar á Akureyri i dag

en þér hafa verið á netaveiðum og voru að leggja skömmu fyrir Hádegi i dag

 

01.04.2015 17:38

Plankaskipti i Opal skútu Norðursiglingar i dag

það var ekki beint bliðuveður þegar ég kom i slippinn á Húsavik þar sem að tvær skútur Norðursiglingar 

voru uppi til viðhalds fyrir komandi sumar þvi að mikil aukning hefur verið i hvalaskoðun hjá fyrirtækinu

önnur þeirra fór niður skömmu siðar en hin ekki allveg strax þar sem aðverið var að skipta um planka i siðunni 

ásamt þvi að rafvæðaskútuna en hér koma nokkar myndir 

 

                     Skútur Norðursiglingar i slippnum mynd þorgeir 2015

            Sævar Guðbrands og danskur sérfræðingur mynd þorgeir 2015

Plankinn settur i mynd þorgeir Baldursson 2015

               Sævar Guðbrands setur plankann i mynd þorgeir 2015

   plankinn tekinn út stokknum eftie að hann var hitaður þorgeir 2015

 þórarinn Höskuldsson setur næsta planka inn mynd þorgeir 2015

             Gamla kempan Bjössi Sör fylgist með mynd þorgeir 2015

þórarinn Höskuldsson og Sævar Guðbrandsson kampakátir að venju þorgeir 2015

   Opal i slippnum þorgeir 2015

    Ásgeir Kristjánsson rafsiður i stýri Opal þorgeir

        Hörður Sigurbjarnar gerir klart fyrir sjósetningu þorgeir 2015

                     Kominn á flot mynd þorgeir baldursson 2015

31.03.2015 20:56

svipmyndir frá Húsavik i dag

það er búið að vera hálf leiðnilegt veðrið i dag eins og þessar myndir bera með sér 

var þó aðeins á ferðinni og tók þessar myndir en undir kvöld var færið tekið að spillast 

og lentu þá nokkrir ökumenn i vandræðum þar á meðal læknir og lögregla sem að festu 

bila sina Björgunnarsveitin Garðar var með bil á ferðinni sem að aðstoðaði vegfarendur 

og er ekki vitað um nein óhöpp eða slys 

en látum myndirna tala 

                                           séð norður Stangarbakkann þorgeir 2015

                             litið skyggni i Árholtinu þorgeir 2015

             Bilar fastir i Árholti seinnipartinn i dag þorgeir 2015

                    Lögreglan dregur upp læknisbilinn þorgeir 2015

                                    ofanaf höfðanum þorgeir 2015

                         Hafnarsvæðið og slippurinn mynd þorgeir 2015

                      Á Garðarsbrautinni við Hlöðufell þorgeir 2015

                 Allmikill sjór við Sláturhúsið þorgeir 2015

 

28.03.2015 23:12

Rósa i Brún ÞH 50 sekkur við bryggju á Kópaskeri siðastliðna nótt

Það var heldur nöturlegt simtalið sem að Aðalsteinn Tryggvasson útgerðarmaður

fékk snemma i morgun en Bátur hans Rósa i Brún ÞH 50 hafði um nóttina 

sokkið við bryggju á Kópaskeri en þaðan gerði hann bátinn út á Grásleppuveiðar 

og var hann nýbirjaður veiðar þegar þetta gerðist að svo komnu máli 

er ekki vitað um orsakir þess að báturinn sökk en það mun hafa gerst 

á bilinu frá miðnætti til 07 um morguninn

myndirnar tók Aðalsteinn sjálfur og sendi mér til birtingar 

 

28.03.2015 12:53

Nýtt myndband á vefnum

Hér að ofan má skoða nýtt myndband sem að var tekið á landleið i vikunni 

IMAGE_HTML
Horfa á myndband

26.03.2015 21:51

Mokveiði á grásleppunni

Þeir skipverjar á Aþenu ÞH 505 voru að koma i land nú rétt fyrir kl 22 i kvöld og var aflinn 

með besta móti á milli 4og 5 tonn eða á milli 1400-1500 grásleppur sem að þykir gott 

á ekki stærri bát en mikil og góð veiði hefur verið hjá bátum sem að róa frá Húsavik 

á yfirstandandi vertið sem að hófst þann 20 mars sl hér koma nokkar myndir af bátnum við 

komuna til hafnar 

 
 
           

25.03.2015 21:49

Grásleppa 2015

  Tveir góðir Kjartan Traustasson og Sverrir Karlsson mynd þorgeir Baldursson

              Kallarnir á Aþenu ÞH 505 Mynd þorgeir Baldursson 2015

23.03.2015 19:20

16.03.2015 18:21

Lif og Fjör á Dalvik i morgun

Það var mikið umað vera á bryggjunni á Dalvik i dag þegar ég ók  þar hjá verið að taka 

upp Rún EA og það voru skipverjar að þrifa botninn á henni Sæfari var að fara sina hefðbundnu ferð 

úti Grimsey 

 

                 7362  Rún EA    mynd Þorgeir Baldursson 2015

          Kominn á þurrt og birjað að þrifa  mynd þorgeir Baldursson 2015

     Jón Kjartansson einbeittur Með háþrýstislönguna mynd þorgeir 2015

     2691 Sæfari var að leggja i hann til Grimseyjar mynd þorgeir 2015

            2691 Sæfari og Hrólfskerið mynd þorgeir Baldursson 2015

                  2547 Sólrún EA151 mynd þorgeir Baldursson 2015

  2451 Jónina EA 185 og 7040 Eiður Óf 13 mynd þorgeir Baldursson 2015

         Bátarnir biða verkefna á Dalvik i morgun mynd þorgeir Baldursson 

     Og sumir fara á Grásleppu aðrir á net mynd Þorgeir Baldursson 

 en bróðurparturinn fer sennilega á Strandveiðar i sumar mynd Þorgeir 2015

eins og sést er höfnin þéttsetinn og ekki mikið bryggjupláss mynd þorgeir 2015

 

 

14.03.2015 16:13

Fljúandi Grænlendingar

Þor­geir Bald­urs­son taldi sig hafa séð ým­is­legt um æv­ina en aldrei fyrr en í dag hafði hann séð fljúg­andi Græn­lend­ing.

Þor­geir hitti tvo Græn­lend­inga á Leiru­vegi í dag en þeir höfðu tekið þátt í Win­ter Games á Ak­ur­eyri.

Skyndi­lega kom snörp vind­hviða sem feykti öðrum þeirra inná þjóðveg eitt, aust­an við Leiru­brúna og seg­ir hann það mikla mildi að ekki hafi verið bíll á ferðinni.

Veðrið lék víst ekki við gesti móts­ins frek­ar en aðra en Þor­geir sagði ferðamenn­ina tvo engu að síður sæl­ir með sitt

og að Græn­lend­ingn­um fljúg­andi hafi sem bet­ur fer ekki orðið meint af bylt­unni.

Fleiri mynd­ir af flugi Græn­lend­ings­ins eru hér að neðan 

Fréttin var fyrst birt á MBL.IS fyrr i dag 

   Snörp Vindhviða og Grænlendingurinn tók flugið mynd þorgeir 2015

                       og fauk inná Þjóðveg 1 austan Leirubrúar 

        þar sem að hann stöðvaðist og gekk illa að komast á fætur

          En tók fljótlega gleði sýna aftur og hélt áfram að leika sér 
www.mbl.is