17.01.2017 00:45

 

14.01.2017 23:24

Ilivileq Gr-2-201 Hélt til veiða i kvöld

  

                           Ilivileq Gr-2-201 mynd þorgeir Baldursson 2016

             Þorvaldur Svafarsson skipstjóri  mynd þorgeir Baldursson 

Frystitogarinn  Ilivileq GR 2-201 sem að er að hluta til i eigu Brims H/F lét úr höfn 

i Reykjavik um kl 21/30 og var ferðinni heitið á veiðslóðina fyrir vestan miðlinu Grænlands

þar sem að skipið mun stunda bolfiskveiðar i Grænlenskri lögsögu en alls á skipið 

talsverðar heimildir þar i gegnum Grænlenskt dótturfuyrirtæki Brims H/f 

 

12.01.2017 19:49

2912 Oddur i Nesi SI 75

úr Nýjustu Fiskifrettum sem að komu út i DAG 

Kjartan Stefánsson 

kjartan@fiskifrettir.is

Myndir Þorgeir Baldursson 

thorgeirbald@simnet.is

Nýr og glæsilegur Oddur á Nesi

 

       2912 Oddur á Nesi á siglingu á Eyjafirði mynd þorgeir Baldursson 

Nýr og glæsilegur smábátur bætist senn í flotann í Fjallabyggð. Hann verður gerður út á leigukvóta og róið með landbeitta línu.

Útgerðarfélagið BG Nes á Siglufirði fær á næstu dögum afhentan nýsmíðaðan krókaaflamarksbát.

Báturinn er skráður rétt innan við 12 metra að lengd og er 29,5 brúttótonn.

Hann hefur fengið nafnið Oddur á Nesi SI og kemur í staðinn fyrir samnefndan bát sem seldur hefur verið til Grindavíkur

og heitir nú Daðey GK. BG Nes gerir einnig út krókaaflamarksbátinn Jón á Nesi ÓF.

Nýi báturinn verður stærsti báturinn á landinu sem er í 12 metra kerfinu,

         Freyr Steinar Gunnlaugsson skipst mynd þorgeir Baldursson  

 

að því er Freyr Steinar Gunnlaugson, útgerðarmaður og skipstjóri bátsins, sagði í samtali við Fiskifréttir.

Freyr sagði að þar sem báturinn væri innan við 12 metra og vélin væri ekki stærri en 221 kílówött þyrfti hann ekki stýrimann eða vélarvörð um borð.

Tveir verða í áhöfn en rúm er fyrir fleiri enda eru í bátnum tveir tveggja manna klefar. 

       Svefnpláss er fyrir 4 i 2 klefum  mynd þorgeir Baldursson 

Lestin er stór og rúmar 29 stykki af 660 lítra körum í botninn. Þau taka um 15 tonn af fiski.

Hægt verður einnig að vera með 58 stykki 440 lítra kör, það komast tvö markaðskör í hæðina.

Alls gæti báturinn ef því er að skipta borið hátt í 30 tonn í lest.  

       Millidekkið er stórt og nóg pláss fyrir Balana mynd þorgeir Baldursson 

Oddur á Nesi mun róa með landbeitta línu og tekur allt að 100 bala.

Freyr sagði að þeir hefðu reyndar sett 100 bala í gamla Odd á Nesi en vanalega reru þeir með 36 bala.

Hann gerði ráð fyrir því að róið yrði að jafnaði með 48 bala á nýja bátnum.  

Freyr hóf útgerð árið 2006 þá aðeins 22 ára að aldri með því að kaupa 7 tonna krókaaflamarksbát og kvóta.

Hann skýrði bátinn í höfuðið á Oddi Jónssyni afa sínum sem þá var nýlátinn.

Oddur var ættaður frá Siglunesi og gekk jafnan undir nafninu Oddur á Nesi. 

Freyr lét smíða fyrir sig nýjan 15 brúttótonna bát hjá Siglufjarðar Seig árið 2010.

Það er báturinn sem hann seldi nú ásamt 180 þorskígildistonna kvóta.

„Ég seldi kvótann með til þess að fjármagna kaupin á nýja bátnum.

Það er mikill ávinningur að vera á stærri báti. Ég get þá tekið stærri róðra og verið að í verri veðrum.

Þegar veður eru slæm er jafnan hærra verð á fiskmörkuðum vegna minna framboðs,“ sagði Freyr. 

Freyr var spurður hvort ekki væri mikil áhætta fólgin í því að treysta á leigukvóta sem oft væri seldur á uppsprengdu verði.

„Jú, en það eru þó skiptar skoðanir á því. Reyndar hefur verð á kvóta lækkað síðan ég seldi gamla bátinn.

Menn hafa verið að kaupa kvóta fyrir lánsfé með miklum fjármagnskostnaði.

Ég sé ekki mikinn mun á því hvort ég greiði bankanum háa vexti af kvótalánum eða leigi kvóta af einhverjum úti í bæ.

      Linuafdragari og spil ásamt Blóðgunnarkar mynd Þorgeir Baldursson 

Ég hef líka línuívilnun upp á að hlaupa og þess vegna er ég með landbeitta línu,“ sagði Freyr. 

Freyr gat þess að nýi báturinn væri einnig útbúinn til handfæraveiða. Hann hefði hug á því að fara á Hornbankann í ágúst í sumar.

Á þeim tíma er oft ævintýraleg veiði hjá færabátum og hafa þeir fengið fullfermi þar á skömmum tíma. 

Þegar rætt var við Frey í síðustu viku var hann á sjó á Jóni á Nesi ÓF enda var gott verð á mörkuðum fyrir þorskinn.

Jón á Nesi er einnig gerður út hluta úr ári á línu og báturinn fer á grásleppu á vorin.

Jafnframt er mögulegt að senda Jón á Nesi á handfæraveiðar á makríl. Verkefnin eru þannig næg hjá útgerðinni BG Nes.

                              Borðsalurinn mynd þorgeir Baldursson 

             Eldhús og Stakkageymsla mynd þorgeir Baldursson  

                Skipstjórastóllinn Mynd þorgeir Baldursson 

        Freyr fyrir framan bátinn fyrir prufusiglingu mynd þorgeir Baldursson 

 

Tæknilýsing á Oddi á Nesi

Skráð lengd á nýja Oddi á Nesi SI er 11,9 metrar og breiddin er 5,59 metrar. Mesta lengd er 13,56 metrar.

             úr Vélarrúminu á Oddi á Nesi Si 75 mynd þorgeir Baldursson 

Vélin er Scania DI-13 300hp.

Búnaður í brú er meðal annars ES-70 með hliðarbotnstykkjum, dýptarmælir frá Simberg og straummælir frá Sónar.

 

Önnur siglingatæki eru frá Pronav í Noregi, svo sem fjölnota tæki með plotter og radar, talstöðvar, A-class AIS tæki, myndavélakerfi o.fl.

Línuspil, blóðgunarkar, línurenna, balahringur, lestarrennur og stútur fyrir lest koma frá Beiti.

Háþrýstidæla er frá Búvís á Akureyri. Miðstöðvarkerfi kemur frá HGV í Færeyjum.

Rafröst  Ehf annaðist uppsetningu siglingatækja og Norðurlagnir sáu um miðstöðvarkerfi og pípulagnir.

 

11.01.2017 16:14

Sónar Merike og Eldborg

                            Sónar EK mynd Canadiska Strandgæslan 2008

                Merike EK Mynd Canadiska Strandgæslan 2008

Eistneski togarinn Merike sökk fjörutíu til fimmtíu mílum suðaustur af Hjörleifshöfða í gær.

Danskur dráttarbátur var þá með hann í togi en hann var á leið frá Hafnarfirði til Danmerkur,

þar sem togarinn hafði verið seldur í brotajárn. Togarinn hafði staðið ónotaður um nokkurra ára skeið.

Hvasst var á þessum slóðum þegar skipið sökk og er það talið hafa valdið því að togarinn tók að halla.

Um tuttugu mínútur liðu svo áður en hann var sokkinn.

Engin olía var um borð í skipinu og ekki eru fiskimið þarna,

þannig að ekki er talið að umhverfisáhrif verði af því að skipið fór niður. Af Ruv.is 19/2 -2011

                Sónar i Slipp i hafnarfirði  Mynd Hjörtur Gislasson 

 

Togarinn Sonar hefur verið tekinn upp í flotkví Vélsmiðju Orms og Víglundar

eftir um sjö ára samfellda legu við bryggju í Hafnarfjarðarhöfn.

Að sögn Magnúsar Þórissonar, hafnarvarðar, voru menn orðnir hræddir um að botnlokar gæfu sig og skipið sykki í höfninni.

Mikill gróður var kominn á botn skipsins og var byrjað að hreinsa hann og botnlokar verða væntanlega soðnir fastir.

Skipið, sem er í eigu Reyktal, verður svo í framhaldinu dregið út í brotajárn.

Magnús sagði að hafnaryfirvöld hefðu þrýst á þessar aðgerðir, því það væri lítið varið í að fá skipið á botninn í höfninni.

Það gæti reynst erfitt að ná slíku flykki upp. www.kvotinn.is 

 

                        Eldborg EK mynd Canadiska Strandgæslan 

 

og við þetta má bæta að Eldborg sem að liggur i Hafnarfjarðarhöfn er lika i eigu Reyktal en vanda málið er það 

að i skipinu er svo mikið af aspesti sem að er mjög heilsuspillandi að erfitt hefur reynst að selja skipið 

i brotajárn og eftir þvi sem að ég best veit  hafa verið notaðir varahlutir i Kleifarbergið RE að minnsta kosti 

vélapartar og kanski eitthvað fleira 

10.01.2017 16:31

Slippurinn i morgun

     Nokkur skip og bátar i og við slippinn i morgun mynd þorgeir Baldursson 

      Eftil vill þekkið þið einhverja þá er bara að kommenta á það mynd þorgeir 

                     1351 Snæfell EA 310 mynd þorgeir Baldursson 2016

 

08.01.2017 21:55

Nýtt Högaberg til Framherja i Færeyjum

Um kl 13 i gær kom nýtt skip Framherja Högaberg til hafnar i Fuglafirði

Það er smiðað árið 2015 og er 69.9 metrar á lengd og 15 metrar á breidd 

og ber um 2500 tonn Skipstjóri verður Högni Hansen sem að hefur verið 

lengi hjá útgerðinni skipið hét áður Torbas SF-4-V 

      Högaberg kemur til Fuglafjarðar     mynd Portal.fo 

                   Brúin er hin Glæsilegasta mynd portal.fo 

      Skipstjórarnir Högni Hansen og Per Jan Kvalsvik  mynd portal.fo 

                       Séð aftur eftir skipinu mynd Portal.fo 

                 Setustofan er hin glæsilegasta mynd portal.fo 

                  Eldhúsið er vel búið tækjum mynd portal.fo 

              Góður aðbúnaður skipverja um borð mynd portal.fo 

                 Vélarúmið er stórt og glæsilegt mynd portal.is 

 

08.01.2017 21:14

Skipsbruni við Færeyjar Vesturland VA307

Um miðjan dag i gær kom upp eldur i Færeyska bátnum Vesturland VA 307 

þar sem að hann var á veiðum á Færeyjabanka eftir þvi sem að best er vitað 

kviknaði i frammi i bakka og mun skipið hafa orðið alelda á stuttum tima 

i áhöfn voru 10 menn sem að þyrlur komu og björguðu og komu á sjúkra hús

nú er orðið ljóst að varðskip þeirra Brimill mun taka skipið i tog og er stefnan 

sett á slippinn i Skála og er reiknað með að skipinn verði þar

seinnipartinn á morgunn ef vel gengur 

www.portal.fo 

 

                      Skipverjar af Vædderen slökkva eldinn mynd portral.fo

              Báturinn er mjög illa farinn ef ekki ónýtur mynd portral.fo

08.01.2017 20:28

Mæst við Nipuna i minni Norðfjarðar

    Börkur og Beitir Mætast við Nipuna mynd þorgeir Baldursson 

08.01.2017 16:36

1327 Gunnbjörn IS 302

                   1327 Gunnbjörn IS 302 mynd þorgeir Baldursson 

08.01.2017 16:31

1868 Helga Maria AK 16

                1868 Helga Maria AK 16 mynd þorgeir Baldursson 

07.01.2017 17:13

1530 Sigurbjörg ÓF1 kominn til Póllands i Vélarupptekt

           1530 Sigurbjörg ÓF 1 mynd þorgeir Baldursson 2011 

I gær kom Sigurbjörgin ÓF 1 til hafnar i Szczecin i Póllandi þar sem að fræmkvæmdar

verða  ýmssar lagfæringar á skpinu meðal annas Vélarupptekt en skipið hélt frá islandi

þann 2 Janúar sl og er búist við að verkið taki 4- 6 vikur eftir þvi sem að fram kemur 

á heimasiðu Guðmundar Gauta www.skoger.123.is en alls fiskaði togarinn 6542 tonn 

á siðasta ári samkvæmt samantekt www.aflafrettir.is og er stæsta löndun togarans 

621 tonn i einni veiðiferð en eins og kunnugt er voru nokkrir togarar smiðaðir eftir 

svipaðri teikningu Sigurbjörg ÓF Sléttanes Is Kolbeinsey ÞH Svo að fáir séu nefmdir 

05.01.2017 21:58

Róður með Gullhólma SH 201


Viðtal Við Sigga skipstjóra i Jólablaði fiskifretta GUGU@fiskifrettir.is 

Myndir Þorgeir Baldursson  

Það hefur verið fín línuveiði hjá Gullhólma SH það sem af er þessu fiskveiðiári. Báturinn er gerður út af Agustsson ehf. á Stykkishólmi en hefur verið við veiðar allt frá því í ágúst fyrir norðan land. Rætt var við Sigurð A. Þórarinsson skipstjóra um aflabrögðin og reynsluna af nýjum Gullhólma og Þorgeir Baldursson fór í róður og skráði túrinn í myndum. 


Gullhólmi SH 201 leysti samnefndan línubát Agustsson ehf. af hólmi í október 2015. Gamli Gullhólmi var of stór miðað við þær heimildir sem útgerðin hafði.  Með því skipta úr aflamarki í krókaaflamark náði fyrirtækið að auka við sig heimildir vegna verðmismunar milli kerfanna. Auk þess er reksturinn á nýjum Gullhólma umtalsvert hagkvæmari en á þeim eldri. Gamli Gullhólmi var seldur GPG á Húsavík og heitir núna Hörður Björnsson ÞH og er gerður út á línu frá Raufarhöfn. 

1100 tonn á fyrsta árinu 

Báturinn er um 30 brúttótonn að stærð og er smíðaður inn í krókaaflamarkskerfið. Alveg frá því hann var tekinn í notkun hefur hann fiskað með miklum ágætum. Allt fiskveiðiárið skilaði hann um 1.100 tonnum af slægðu í land,  sem er um 1.310 af fisk upp úr sjó. Það sem af er hefur Gullhólmi þegar fengið um 400 tonn af slægðu þannig að gangurinn hefur verið góður þessa fyrstu þrjá mánuði fiskveiðiársins. Allur þorskurinn fer til saltfiskvinnslu hjá Agustsson ehf. á Stykkishólmi en aðrar tegundir fara á fiskmarkað. 

ódrjúgur Nóvember 

Sigurður skipstjóri sagði að þó hefði heldur dregið úr veiðinni eftir sjómannaverkfallið en um leið bærust fregnir af því að aflabrögð hefðu glæðst fyrir austan land. Til stóð að halda suður á bóginn fyrir jól og reyna fyrir sér í Breiðafirðinum og búa sig svo undir hávetrarvertíð í Faxaflóanum. 

"Það var allt í lagi með þennan túr núna. Við vorum með einhver 7 tonn af slægðu. Við lögðum bara eina lögn núna, um 19.000 króka því það var farið að kula. Við vorum hérna úti af Siglufirði og höfum verið í allt haust hérna í Skagafjarðardýpinu, eða alveg frá því í águst. Þetta er búið að vera fín veiði í allt haust en þó aðeins tregara núna eftir sjómannaverkfall. Við lentum líka í smábilun og þurftum að fara í slipp í smátíma. Svo var líka bræla strax eftir verkfallið í fjóra eða fimm daga. Nóvembermánuðurinn varð því dálítið ódrjúgur," segir Sigurður. 

Lygilega gott sjóskip 

Hann segir fiskinn mun blandaðri núna en í fyrra. Mun meira er núna af litlum fiski sem bendi til þess að nýir árgangar séu að skila sér á veiðislóð. Það sé bara hughreystandi að sjá líka minni fiskinn.

Sigurður var stýrimaður á gamla Gullhólma og hefur nú verið skipstjóri á nýja bátnum í um fjórtán mánuði. Hann segir mjög góða reynslu af bátnum og allt gengið samkvæmt áætlun. Ekki sé samt sótt alveg jafndjúpt og stímið sé yfirleitt um 4-5 tímar frá Siglufirði. 

"Gullhólmi er lygilega gott sjóskip sem kom eiginlega á óvart því hann er svo hár í sjónum. Hann fer vel með okkur og við höldum bara til í bátnum sem er okkar annað heimili."


              Sigurður A Þórarinson Skipst i Brúnni á Gullhólma SH 201 

       Baujunni og belg kastað Stigur og Guðmundur og svo er birjað að leggja 


                Marinó Eyþórsson Matsveinn matarbeitningavélina á sild og smokkfiski 

                                 Vel raðað i Beitningavélina mynd þorgeir Baldursson 


                 Steinar Ragnarsson Yfirvélstjóri Gerir linuna klára fyrir lögnina  

                                      Linan rennur út  mynd þorgeir Baldursson 

                Steinar tekur baujuna ásamt Marinó mynd þorgeir Baldursson

                 Fallegur fiskur á krókana hjá steinari mynd þorgeir Baldursson 


             Stigur Reynisson Stýrimaður  slægir þann Gula mynd þorgeir Baldursson 

     Guðmundur Sölvasson Vélavörður liftir einum vænum Þorski mynd þorgeir Baldursson 

             Siggi skipstjóri gerir sig kláran með Gogginn mynd þorgeir Baldursson 

                     Siggi skipst með einn vænann mynd þorgeir Baldursson   

      Vel vænn Þorskur i hendi Sigurðar Skipstjóra  mynd þorgeir Baldursson 

              Aflinn eftir daginn eitthvað á milli 6-7 tonn mynd þorgeir Baldursson


   Komið i land Guðmundur Gauti Sveinsson og Stigur Reynisson mynd þorgeir Baldursson 

         Birjarð að landa uppistaðan i túrnum var Þorskur mynd þorgeir Baldursson 

                   Löndun i fullum gangi á Siglufirði  mynd þorgeir Baldursson 

         Marinó Eyþórsson tekur á móti kari á bryggjunni mynd Þorgeir Baldursson 

            Aflanum sturtað i kerin og siðan er isað yfir mynd þorgeir Baldursson 

    Guðmundur Gauti Sveinsson starfsmaður Fiskmarkaðarins sá um að koma fiskinum i kerin 

04.01.2017 17:06

Aðalsteinn Jónsson Su i Söluferli

Það var i morgun sem að  2600 Aðalsteinn Jónsson SU  11 var tekin upp i Flotkvina hjá Slippnum Akureyri 

og var erindið að söluskoða skipið fyrir erlendan kaupanda en eins og kunnugt er fékk Eskja sem að

 á Aðalstein annað skip seinnipart siðasta árs sem að hét Libas og  fékk það nafnið Aðalsteinn Jónsson SU 

og það er búið Kælitönkum sem að henta betur til að afla hráefnis fyrir hina nýju vinnslu Félagsins 

         2600 Aðalsteinn Jónsson SU 11 Mynd þorgeir Baldursson 2017

       2600 Aðalsteinn Jónsson SU i Flotkvinni mynd þorgeir Baldursson 2017

03.01.2017 22:31

2683 Sigurvin i slippnum á Akureyri

Björgunnarskip Siglfirðinga Sigurvin i slippnum þar sem að unnið er að 

hefðbundnu viðhaldi sem að mun klárast innan skamms 

           2683 Sigurvin i slipp á Akureyri mynd þorgeir Baldursson 2017

          Unnið við lagfæringar á Sigurvin mynd þorgeir Baldursson 2017

 
          

02.01.2017 18:19

Toni bjargar málunum i fiskihöfnina

Snemma i morgun tóku Starfsmenn Hafnarsamlags Norðurlands og starfmenn slippsins 

að færa  Blæng  Nk 125 á milli Bryggja og gekk það ágætlega þótt að spáin hafi ekki verið góð

þvi að þegar leið á morgunin bætti allhressilega i vindinn og um hádegisbil var kominn

Vsv 25m/s þá var farið að færa Hoffellið SU 80 en ekki gekk það áfallalaust þvi að i þeirri 

 átt er erfitt fyrir fyrir hafnsögubátana að draga skipin þar sem að þeir eru aflvana og ekki i takt 

við timann hvað varðar að aðstoða Skemmtiferðaskip og önnur skip sem að heimsækja Akureyri 

og nærliggandi hafnir og að lokum var fengin Slippbáturinn Toni til þess að bjarga málunum 

En samhvæmt upplýsingum er búið  að vinna  útboð á nýjum og öflugum bát sem að mun þjóna 

Eyfirðingum og næsta nágrenni og ætti hann að koma  vorið 2018

ef að fjárveiting fæst á fjárlögum komandi árs 

  1345  Blængur Nk  2250Sleipnir  1731 Mjölnir  Mynd þorgeir Baldursson 2017

                  Á leið i Fiskihöfnina  Mynd Þorgeir Baldursson 2017

             Komið inni Fiskihöfnina Mynd þorgeir Baldursson 2017

              1345 Blæng NK ýtt að bryggju mynd þorgeir Baldursson  

           Allt klárt 1345 Blængur kominn að slippkantinum mynd þorgeir 2017

  2250 Sleipnir 1731 Mjölnir og 2287 Hoffell SU 80 Mynd þorgeir Baldursson 

       1731 Mjölnir togar af öllu afli mynd þorgeir Baldursson 2017

                 6574 Toni kemur til hjálpar  mynd þorgeir Baldursson 2017

                6574 Toni fór með enda i land mynd þorgeir Baldursson 2017

      1731 Mjölnir 2250 Sleipnir 2885 Hoffell Su 80 6574 Toni mynd þorgeir 2017

           6574 Toni ýtir Hoffelli Su 80 mynd þorgeir Baldursson 2017

  Þetta hafðist með góðri aðstoð þeirra slippara mynd þorgeir Baldursson 2017
www.mbl.is