22.04.2014 14:17

Góður túr hjá strákunum á Bjarti

                      Strákarnir á Bjarti Taka Trollið ©mynd þorgeir 

          Góður Afli  © mynd þorgeir 2014

Ísfisktogarinn Bjartur NK kom til Neskaupstaðar í gær með 97 tonn af blönduðum afla.

Um 50 tonn af aflanum var þorskur, 22 tonn ufsi og um 17 tonn karfi. Að sögn Steinþórs Hálfdanarsonar skipstjóra gekk veiðiferðin vel:

„Nú gekk okkur mun betur að veiða ufsa en í síðasta túr, en þá var erfitt að ná honum. Töluvert þurfti að hafa fyrir því að ná karfanum

en eins og oft áður var ekkert vandamál að fá þorsk. Það þarf að gæta þess að þorskholin verði ekki alltof stór

og því toguðum við einungis í hálfa til eina klukkustund hverju sinni eftir að við fórum í þorskveiðina. Við tókum þorskinn á Breiðdalsgrunni

en ufsann og karfann í Berufjarðarál og í Hvalbakshalli,“ sagði Steinþór að lokum.

 

20.04.2014 18:03

Baldvin Nc 100 eftir lengingu

      Baldvin NC 100 á siglingu á Eyjafirði © Mynd Skapti Hallgrimsson 2014

                     Baldvin NC 100  á Flæmska hattinum © mynd þorgeir

Togarinn Baldvin NC 100, sem er í eigu dótturfélags Samherja, Deutsche Fischfang Union, er kominn til hafnar á Akureyri þar sem lokið verður við breytingar á skipinu.

„Slippurinn á Akureyri mun klára vinnu við ýmsan búnað sem setja þarf í skipið samhliða lengingunni á því en það hefur verið lengt um 14 metra,“ segir Óskar Ævarsson, útgerðarstjóri DFFU.

Verkið kostar á bilinu 5 til 6 milljónir evra og segir Óskar að ýmis búnaður og tæki hafi verið keypt á Íslandi og því hafi skipinu verið siglt heim til að ljúka yfirhalningu þess. Baldvin hét áður Baldvin Þorsteinsson og sigldi þá undir merkjum Samherja.

 

03.04.2014 15:05

Grænland 2014 Qaqortog Brettingur Re 508

Nokkrar svipmyndir frá fyrstu veiðiferð Brettings RE 508 i Groenlenskri Lögsögu og mun skipið 

veiða fyrir landvinnslu Artic Prime Produktion sem að er staðsett i Qaqortog á vestur ströndinni 

                             1279- Brettingur RE 508 á Útleið 

                                  Veður bliða við Groenland

                         Hermann Bjarnasson  og Brettingur  

                       Trollið tekið á Bretting við Groenland

                 Afli á leið i Móttökuna um borð i Bretting 

                        Höfuðstöðvar Articic Prime i Qaqortog

                          Brettingur RE 508 við Bryggju 

                              Séð yfir höfnina i Qaqortog 

                          Horft yfir Bæinn úr fjallinu fyrir ofan 

          Gylfi Scheving Andri Viðar Viglundsson Karl Viðarsson 

 

 

16.03.2014 16:37

Jóna Eðvalds SF 200 á Siglingu

Það var þokkaleg ágjöfin á Jónu Eðvalds þegar skipið var ásiglingu i Isafjarðardjúpi á heimleið úr sinum siðasta túr á núverandi loðnuvertið

en eins og kunnugt er er skipið að fara til Póllands i endurbætur á vistarverum áhafnar og lestum skipsins og eflaust verður eitthvað

fleira gert sem að mér er ekki kunnugt um

 

09.03.2014 17:41

Meiri Bræla og Hrollaugseyjar

Smá myndasyrpa frá þvi i morgun þegar við á Bjarti sigldum framhjá Hrollaugseyjum

og sýnir hvernig veðrið er á okkar leið þessa stundina 

                                               Hrollaugseyjar i morgun 

                               Eins á sjá má gefur vel á skerið og vitann 

       Vitinn er um 15 metra hár svo að þið getið ýmindað ykkur veðurhaminn

                   Læt svo fylgja eina tekna á lensinu i dag haugasjór 

 

08.03.2014 13:35

Bræla á SA miðum á kafaslóð

Það var frekar hvasst i dag þegar skipverjar á Bjarti NK voru að taka trollið 

og fór vindur i Kviðum FRÁ 25 - 30 Hnúta og hérna koma nokkrar myndir 

af þvi þegar trollið var tekið i hádeginu i dag

                                                Hifopp i brælunni i dag 

                                           Stroffan sett á belginn 

                                         pokinn kominn á dekk ca 4 tonn

                                         Leyst frá pokanum á dekkinu 

 

08.03.2014 07:05

Álsey Ve 2 á loðnumiðunum

                                                   Álsey VE 2  á miðunum 

                                                 Kastar nótinni 

                                        Búið að kasta nótinni 

                           Birjað að draga skipverjar fylgjast með 

08.03.2014 07:00

Aðalsteinn Jónsson SU 11

               Aðalsteinn Jónsson  SU 11 Kastar nótinni i Faxaflóa

07.03.2014 08:53

1525 Jón Kjartansson SU 111 á Kafi

                                       Jón Kjartansson SU 111 á landleið

                              Jón Kjartansson  SU 111 vel siginn

Mættum Jóni á landleið fyrir nokkrum dögum þá voru þessar myndir teknar held að ég megi fullyrða að

Þetta skip hafi komið með stæðsta farm i einni veiðiferð 2750 tonn  aðeins eitt skip gæti hafað landað svipuðu

en það er Vilhelm Þorsteinsson EA  skömmu eftir að skipið kom nýtt og ekki var farið að nota frystilestarnar

Þá var skipstjóri á Vilhelm Sturla Einarsson núverandi skipstjóri á Guðmundi Ve

07.03.2014 00:01

Loðnubátar i Isafjarðardjúpi

                                           Guðmundur Ve 29

                       Sturla Einarsson skipstjóri myndar Börk NK 122

                      Guðmundur Ve 29 og Vilhelm Þorsteinsson EA11

                        Vilhelm Þorsteinsson EA og Guðmundur Ve 

Á þessum tveimur skipum hefur Sturla verið skipstjóri en þessar myndir voru 

teknar i isafjarðardjúpi i vikunni meðan mokfiskeri var á bleyðunni

fleiri myndir af miðunum munu birtast hérna næstu daga 

25.02.2014 23:14

Varðskipið Þór kælir niður ylströnd Eyfirðinga

       Þór Kælir niður Ylsströndina i Eyjafirði i gær Mynd þorgeir 2014

 

25.02.2014 21:08

Birtingur NK 124 farinn til Loðnuveiða

                 Birtingur NK 124 © Mynd Þorgeir Baldursson 

Birtingur NK hélt til loðnuveiða í dag. Skipstjóri er Sigurbergur Hauksson.

Áhöfnin á Beiti NK nýtti Birting fyrr á loðnuvertíðinni um tíma en nú hefur hún flutt sig yfir á hinn nýja Beiti (áður Polar Amaroq).

Birtingur er því þriðja skip Síldarvinnslunnar við loðnuveiðar um þessar mundir en ástæðan fyrir nýtingu skipsins

er sú að langt virðist liðið á loðnuvertíðina og allt kapp er lagt á að ná loðnunni þannig að unnt sé að vinna hrognin og gera sem mest verðmæti úr aflanum.

segir á heimasiðu Svn 

25.02.2014 16:47

Nýr Börkur til Sildarvinnslunnar

           Malene S verður 2865-Börkur NK 122 Mynd þorgeir 2014 

            Eins og sjá má er skipið hið Glæsilegasta mynd þorgeir 2014

Síldarvinnslan hefur fest kaupa á norska uppsjávarveiðiskipinu Malene S en Börkur NK 122 gengur upp í kaupin.  Skiptin á skipunum munu fara fram miðvikudaginn 25.febrúar nk. og mun nýja skipið fá nafnið Börkur NK 122.

 

 


Malene S er glæsilegt skip, smíðað í Tyrklandi og var afhent hinum norsku eigendum í desembermánuði árið 2012.  Skipið er 3588 tonn að stærð, 80,30 metrar að lengd og 17 m á breidd.  Aðalvél þess er 4320 KW af gerðinni MAK, auk þess er skipið búið tveimur ljósavélum 1760 KW og 515 KW.  Skipið er búið svo kölluðum „Diesel Electric“-búnaði sem þýðir að hægt er að keyra skipið eingöngu með ljósavél og kúpla út aðalvélinni.

Skipið er búið öflugum hliðarskrúfum 960 KW og er vel búið til tog-  og nótaveiða.  Burðargeta skipsins er 2500 tonn, skipið er búið öflugum RSW kælibúnaði eða 2 milljón Kcal með ammoníak kælimiðli.   Ekkert fer á milli mála að hið nýja skip verður á meðal best búnu og glæsilegustu fiskiskipa íslenska flotans. 

Allur aðbúnaður áhafnar er eins og best verður á kosið, í áhöfn skipsins verða 7-8 menn á trollveiðum og 10-11 á nótaveiðum.

Börkur NK gengur upp í kaupin eins og fyrr greinir en Síldarvinnslan festi kaup á honum í febrúarmánuði árið 2012.  Börkur var byggður árið 2000 og er 2190 tonn af stærð.  Lengd skipsins 68,3 metrar og breidd 14 metrar.  Burðargeta Barkar er 1750 tonn, skipið hefur reynst afar vel í þau tæplega tvö ár sem það hefur verið í eigu Síldarvinnslunnar hf.

Gunnþór Ingvason framkvæmdastjóri segir eftirfarandi um skiptin:

„Á síðastliðnum  mánuðum erum við búnir að skipta út báðum uppsjávarskipum okkar Berki og Beiti.  Við vorum vissulega með góð skip en stærsti munurinn í þessum skiptum felst  í því að við erum að fá mun hagkvæmari skip hvað snertir olíunotkun og vonast ég til að sjá allt að þriðjungi minni olíunotkun á nýju skipunum.  Sem dæmi þá var gamli Beitir með 11 þúsund hestafla vél en sá nýi er búinn tveimur 3200 hestafla aðalvélum þar sem dugir að keyra á annarri.  Gamli Börkur var með 7500 hestafla aðalvél en nýi Börkur er með 5800 hestöfl, auk þess sem hann getur keyrt eingöngu á ljósavél sem er 2300 hestöfl.   Samantekið þýðir þetta að við þurfum að ræsa 5500 hestöfl til að færa skipin á milli staða í stað 18500 hestafla áður.

 

25.02.2014 14:20

V/S Týr á leiðinni i flotkvina i gær

 

Nokkrar myndir af þvi þegar varðskipið Týr fór frá bryggju og  uppi kvina i gær 

 

25.02.2014 11:48

6347-Rósa i Brún ÞH 50 i leið i róður

Hann var vigalegur Aðalsteinn Tryggvason skipstjóri og eigandi Rósu i Brún ÞH 

þegar ég myndaði hann við Svalbarðseyrina i gær á leið i róður ekki fer sögum af aflabrögðum 

en ég heyrði að þau hefðu ekki verið neitt sérstök 

              Rósa i Brún ÞH 50 © Mynd þorgeir Baldursson 2014

         Talað i simann og Veifað um leið  ©mynd Þorgeir 2014

              Haldið til veiða á fullri ferð  ©  mynd þorgeir 2014
www.mbl.is