24.10.2014 12:18

80 þúsund tonn af loðnu i Islensku Lögsögunni

               Polar Amarock  á loðnuveiðum i jan 2014 © þorgeir 

Grænlensk skip mega veiða tæp 40 þúsund tonn og norsk skip rúm 40 þúsund tonn

Grænlensk og norsk skip mega veiða samtals um 80 þúsund tonn af loðnu í fiskveiðilandhelgi Íslands á haust- og vetrarvertíð, samkvæmt reglugerð frá sjávarútvegsráðuneytinu.

Grænlenskum skipum er heimilt að veiða 39.440 tonn af loðnu í landhelginni á tímabilinu frá 1. nóvember til 30. apríl 2015. Eftir 15. febrúar og sunnan 64°30'N er grænlenskum skipum þó einungis heimilt að veiða 23.000 tonn.

Norskum skipum er heimilt að veiða 40.182 tonn í fiskveiðilandhelgi Íslands á tíma­bilinu 1. nóvember 2014 til 15. febrúar 2015. Heimildin nær eingöngu til veiða norðan við 64°30´N.

Grænlenskum og norskum skipum er óheimilt er að stunda loðnuveiðar hér með öðrum veiðarfærum en nót.

Heimild Fiskifréttir  

22.10.2014 21:19

Húsvikingur við veiðar við strendur Argentinu

 
 
Húsvikingurinn Sigurgeir Pétursson skipstjóri á Nýja Sjálandi hefur búið  þar i 25 ár og er búinn að vera á verksmiðjutogaranum Tai An siðan 2007
 
skipið sem að gert út af Argentiskri útgerð frá borginni Ushuaia sem er syðst i Argentinu. Ushuaia er jafnframt syðsta borg i heimi á rúmum 55*Suðlægrarbreiddar
 
Tai An var smiðað i Japan 1981. Skipið er 105m langt og 3060 brúttótonn. Við erum með um 95 manns i áhöfn og er 80% þeirra argentinskir, ég og stýrimaðurinn Islendingar og restin Kinverjar.
 
Við stundum aðallega veiðar á 3 tegundum. Hokinhala (Hoki), kolmunna og tannfiski (Patagonian Toothfish). Við vinnum hokinhalann og kolmunnann aðallega i surimi en getum einnig pakkað hoki i flaka pakkningar.
 
Tannfiskurinn, sem er afar verðmætur, er bara hausaður og sporðskorinn. Fyrir hann svoleiðis fáum við yfir USD 20/kg þannig að það er eftir miklu að sækjast þar en kvótinn af þeirri tegund á þessu ári var ekki nema 550 tonn hjá okkur.
 
Við veiðum bæði með flottrolli og botntrolli og til gamans má geta þess að öll veiðarfæri eru keypt frá Hampiðjunni.
 
þegar við erum að framleiða surimi getum við fryst ca 75 tonn af afurðum á dag en til þess þurfum við rétt um 300 tonn upp úr sjó. Við erum með 5 flökunnarlinur  til að flaka  fiskinn svo að afköstinn þvi óhenjumikill  
 
þegar verið er að keyra slikt magn i gegn, stundum dögum saman.    Allur úrgangur fer i mjöl.
 
 
Frystilestin tekur um 1200tonn  og erum við yfirleitt i 50-60 daga túrum en þó kemur fyrir að skipið hefur verið fyllt á styttri tima.
 
Allir yfirmenn fara annan hvern túr en Argentinsku undirmennirnir fara 2 túra og svo 1  fri. Kinverjarnir eru með öðruvisi skipulag a frium !
 
Lifið um borð er afar rólegt. Mest bara unnið, borðað og sofið. Við erum með tvo messa og bæði Argetinskan og Kinverskan kokk. þessir  þjóðflokkar hafa afar mismunandi matarsmekk og þvi ekki hægt annð en að hafa þetta aðskilið
 
Sagði Sigurgeir Pétursson i stuttu spjalli af miðunum i dag 

                Sigurgeir Pétursson © þorgeir 2014

                                            Tai An ©  Sigurgeir Pétursson 

                    Mynd úr Brúnni i dag © Sigurgeir Pétursson 2014

                     sérð aftureftir Trolldekkinu © Sigurgeir Pétursson 2014 

 Tannfiskur á dekkinu allt blóðgað til að fá sem best gæði og verð © Sigurgeir Pétursson

Fiskhakkið að fara i gegnum “decanter” þar sem öllum vökva er þrýst úr hakkinu

             Surimi eftir “decanter” þar sem það er orðið alveg þurrt © sigurgeir 

        Surimi pakkað i 10 kg pakkningar © Sigurgeir Pétursson 

                             Staflað i lestina © Sigurgeir Pétursson 2014

                      Útsýnið úr brúnni i dag © sigurgeir Pétursson 2014

 Og siðasta i þessari syrpu aftureftir trolldekkinu © Myndir Sigurgeir Pétursson 2014

20.10.2014 16:39

Gamlar Sildarmyndir

Fleiri myndir úr safni Hreiðars Valtýrssonar ef að þið lesendur góðir þekkið fólkið 

viljið þið vinsamlega merkið þær inni Athugasemdakerfið

             ung börn með Hundinn sinn á sildarárunum © úr safni Hreiðars 

                 sildarsöltun  sennilega á Seyðisfirði © úr safni Hreiðars 

                                      sildarlöndun i denn © úr safni Hreiðars 

19.10.2014 12:58

Úr skúrnum hjá Hauki Konn i Bótinni i morgun

Það var gaman að koma i kaffispjall til Hauks Konn i morgun en hann er með verbúð i bótinn 

sem að er aðstaða smábátamanna á Akureyri Þar er jafnan lif og fjör og mart fróðlegt sem að 

er rætt þar jamt pólitisk sem og veiðar ásamt öllu milli himins og jarðar sem að er heitast i 

umræðunni þann daginn Haukur er siungur þótt að hann sé kominn á Niræðisaldur en hann 

fór sinn fyrsta túr 15 ára gamall á Siðutogarnn Kaldbak EA1 sem hálfdrættingur 

þar að segja það voru tveir með eitt pláss Skipstjóri var Sæmundur Auðunson 

talsvert af gömlum myndum og úrklippum úr dagblöðum hanga þarna uppi og myndaði ég nokkur þeirra

 en látum myndirnar tala sinu máli 

             Haukur Konn © þorgeir 2014

            Kaldbakur EA 1 og Sæmundur Auðunsson skipst © þorgeir 2014

                                     Svalbakur EA 2 © ÞORGEIR 2014

                             Súlan EA 300 © þorgeir 2014

            Þessi mun heita Bris EA 404 ca 45 tonn að stærð 

                ólafur Magnússon EA  250 

                                      259 Súlann EA 300 

  Frigg MB 27 brt mynd Kristfinnur Guðjónsson 

                               Aðalbjörg RE 5 © islensk skip 

                   Sigurvon AK © haralbdur Bjarnasson um 1960

           Sildarbátur á leið á sigló © Kristfinnur Guðjónsson 

                      Kaldbakur EA 1 kemur til hafnar á Akureyri 

18.10.2014 19:39

Myndir af Svalbarða

i Morgun fékk ég dágott safn ljósmynda frá velunnarasiðunnar  Skúla Eliassyni sem að ég mun birta i bland við aðrar myndir 

Skúli er skipst á Taurus skipi Reykdals flestar myndirnar eru teknar i norðurhöfum og er mikill fengur i þeim

kann ég Skúla bestu þakkir fyrir afnotinn 

 

                                    ©  Mynd Skúli  A  Eliasson  2011

                                 © Mynd Skúli  A  Eliasson 2011

                        © mynd Skúli A Eliasson 2011

17.10.2014 16:28

V/s Týr kominn i Rétta búninginn

Mikið hefur verið að gera hjá slippnum á Akureyri undanfarið mörg skip i viðhaldi og stöðugt bætist við verkefnalistann

sem að þó var ansi góður fyrir siðustu daga hafa starfmenn verið að mála Týr eftir veruna á Svalbarða 

þvi að hann mun eiga að fara i verkefni i Miðjarðarhafi á vegum Frontex 

tók þessar myndir af honum i dag þegar þeir voru i óða önn við vinnu um borð 

         Glæsilegur Nýskveraður við Bryggju á Akureyri i dag 

                     Félagarnir gera stafina klára © þorgeir 2014

                                       Vandaverk © þorgeir 2014

15.10.2014 22:54

Týr i landamæraeftirlit i Miðjarðarhafi

        Jón Karl Pálmasson Málar Týr i réttum litum Gæslunnar © þorgeir 

         Jón Karl rúllar siðuna © Þorgeir 2014

                                    Tvilitur © Þorgeir Baldursson 2014

     V/s Týr kominn i réttan lit á stb siðuna © þorgeir Baldursson 2014

Í vikunni barst Landhelgisgæslunni beiðni frá Frontex, landamærastofnun EU um að Landhelgisgæslan myndi senda varðskip til aðstoðar við landamæragæslu á Miðjarðarhafi.

Landhelgisgæslan stefnir að því að verða við beiðninni og er nú hafinn undirbúningur sem miðar að því að varðskipið Týr fari í verkefnið sem mun standa yfir í desember mánuð með möguleika á framlengingu.

Reiknað er með að varðskipið fari á svæðið suður af Sikiley en þar hefur orðið gríðarleg aukning í fjölda flóttafólks síðustu misseri og hundruðir manna farist við að freista þess að komast til Evrópu.

Frontex vinnur að því að stórauka viðbúnað á svæðinu og er óskað eftir skipum frá Ítalíu, Eistlandi, Möltu og Portúgal auk Íslands en því til viðbótar munu minni bátar og flugvélar taka þátt.

Landhelgisgæslan hefur tekið þátt í verkefnum á vegum Frontex frá árinu 2010, bæði með flugvél og varðskipi en Ísland er aðili að Frontex í gegnum Schengen samstarfið. 

Starfsmenn Landhelgisgæslunnar á tímabilinu komið að óteljandi björgunaraðgerðum á Miðjarðarhafi þar sem þúsundum manna hefur verið bjargað og er mikil þörf á að Evrópuþjóðir taki höndum saman við leit-, björgun og eftirlit á svæðinu

Frétt af heimasiðu Lhg .is

Myndir Þorgeir Baldursson 

 

 

14.10.2014 11:03

Hopen á hryggnum 2014

Einn nýjasti togari Norðmanna Hopen var á hryggnum i vor og tók ég þá þessta myndir af honum 

                        Hopen tekur Trollið © þorgeir 2014

 

13.10.2014 23:26

Sildarárin á sjó

         Ein gömul af Sildarárunum © Mynd úr safni Hreiðars Valtýrssonar

12.10.2014 23:10

Rússatogarar á Reykjaneshrygg i vor

Svona leit þetta út úr lofti rússneskir togarar á Karfaveiðum á hryggnum 2014 

                 trollið tekið á Karfaveiðum © myndir Þorgeir 2014

 

 

12.10.2014 00:18

Melkart 2

Þessi Rússneski togari Melkart 2 kom til Akureyrar i gær til viðgerða hjá slippnum 

ekki veit ég hvað verður gert en hann var áður i eigu Norskrar útgerðar 

og hét þá Langvin 

                          Við slippkantinn  seinnipartinn i gær 

11.10.2014 22:56

1629 Farsæll SH 30

Nú þegar Haustlægðirnar fara að bresta á er oft erfiðara fyrir smærri togbáta að fiska 

og getur oft verið annsi snúið að standa i þessu sérstaklega ef að mikil kvika er 

Eins og meðfylgjandi myndir af Farsæli SH 30 Gefa til kynna en það er Fisk Seafood 

sem að gerir hann út til isfiskveiða skipið er smiðað á Seyðisfirði 1983 

og hét áður Klængur ÁR 

                              1629 Farsæll SH 30 á Miðunum  

                                       Talsverð kvika 

11.10.2014 22:46

1030 Páll Jónsson GK 7

LinuBáturinn Páll Jónsson á útleið eftir Löndun Skipið er smiðað i Deest i Hollandi árið 1967 

og hét meðal annas Arnþór EA og Björg Jónsdóttir ÞH 

annas kemur Haukur Sigtryggur örugglega með miða á hann 

 

30.09.2014 08:43

Hvað vita menn um þessa mynd

           Úr safni © Hreiðars Valtýrssonar 

29.09.2014 15:05

Rækjuveiðar dragast saman við Canada

   Canadiskir Eftirlitsmenn © þorgeir 

Mikill samdráttur er fyrirsjáanlegur í veiðum á kaldsjávarrækju árin. Veiðar verða bannaðar á Miklabanka á næsta ári, en kvóti þessa árs var 4.300 tonn. Lokun veiðanna bitnar mest á Kanadamönnum, en þeir höfðu 3.580 tonna heimildir nú. Bannið hefur einnig áhrif á veiðar Grænlendinga og Færeyinga, sem hafa haft nokkurn kvóta þarna.
Grænlendingar íhuga nú að lækka rækjukvótann við Grænland úr 93.300 tonnum í ár í 70.000 tonn og byggist það á ráðleggingum frá NAFO, Fiskveiðinefnd Norðvestur-Atlantshafsins.
Rækjuveiðibannið á Miklabanka tekur til veiðisvæðisins 3L, aldrei hefur verið rækjukvóti á svæðum 3N og 3O, en rækjuveiðar á svæði 3M hafa verið bannaðar lengi. Miklar sveiflur hafa verið í rækjuveiðum á Miklabanka frá aldamótum. Þá var kvótinn 6.000 og hækkaði síðan smátt og smátt upp í 30.000 tonn árið 2009, sem er mesti kvótinn þar. Síðan þá hefur veiðin legið niður á við og veður nú engin á næsta ári. Íslendingar stunduðu þarna veiðar fyrir mörgum árum en hafa ekkert veitt nú í nokkur ár í röð.
Rækjuveiðar í Barentshafi og við Svalbarða hafa einnig verið að dragast saman og hér hefur mjög lítið verið veitt af rækju undanfarin ár. Á síðasta ári varð afli hér við land 10.700 tonn og hefur farið hægt vaxandi frá því 2006, þegar aflinn varð aðeins 858 tonn. Það er minnsti rækjuafli við Ísland frá því um miðja síðustu öld. Mestur varð rækjuaflinn hins vegar 76.000 tonn árið 1995. Rækjukvótinn nú í úthafsrækju og rækju innan fjarðaer samtals innan við 10.000 tonn.
Mikill aflasamdráttur í kaldsjávarrækju bæði í Atlantshafi og Kyrrahafi hefur leitt til mikilla verðhækkana að undanförnu, enda framboði í sögulegu lágmarki.

Heimild Kvotinn.is 

mynd þorgeir Baldursson 

www.mbl.is