19.02.2014 17:49

Öllu starfsfólki útgerðarinnar Hvamms sagt upp

             Siggi Gisla EA  255 mynd Þorgeir Baldursson

 

Útgerðarfélagið Hvammur í Hrísey hefur ákveðið að segja upp öllu starfsfólki sínu í landi frá og með næstu mánaðarmótum. Við fyrirtækið starfa 13 í vinnslu og tveir sjómenn. Uppsagnirnar gilda frá og með 1. júní

Hvammur er risastór vinnuveitand ef hann er settur í samhengi við íbúafjöldann sem býr í Hrísey. 13 starfsmenn eru 7.5% íbúa Hríseyjar. Til að setja þetta í samhengi þá er þetta líkt og að 1.350 starfsmenn á Akureyri myndu missa vinnuna á einu bretti, eða um 15.000 íbúar höfuðborgarsvæðsins.

Þetta er því mikil blóðtaka fyrir atvinnulíf í eynni. Jóhann Pétur Jóhannsson, einn eigandi Hvamms sagði við akv.is að ekki sé verið að leysa fyrirtækið upp. „Það er bara ekki hægt að reka fyrirtækið við óbreyttar aðstæður. Ástæðurnar eru margar og mismunandi. Við erum bara komin á þann stað að reksturinn stendur ekki undir sér“.

Við vorum nú bara að tilkynna starfsfólki þetta í morgun, þessar uppsagnir taka gildi 1. júní, kannski breytist eitthvað í millitíðinni. Við höfum verið að leita lausna undanfarið“ Segir Pétur Jóhann í samtali við akv.is

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Móasiða 4f Akureyri

Staðsetning:

Akureyri

Heimasími:

4626947

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 4183
Gestir í dag: 141
Flettingar í gær: 10551
Gestir í gær: 168
Samtals flettingar: 10076935
Samtals gestir: 1396252
Tölur uppfærðar: 9.7.2020 20:43:10
www.mbl.is