20.04.2014 18:03

Baldvin Nc 100 eftir lengingu

      Baldvin NC 100 á siglingu á Eyjafirði © Mynd Skapti Hallgrimsson 2014

                     Baldvin NC 100  á Flæmska hattinum © mynd þorgeir

Togarinn Baldvin NC 100, sem er í eigu dótturfélags Samherja, Deutsche Fischfang Union, er kominn til hafnar á Akureyri þar sem lokið verður við breytingar á skipinu.

„Slippurinn á Akureyri mun klára vinnu við ýmsan búnað sem setja þarf í skipið samhliða lengingunni á því en það hefur verið lengt um 14 metra,“ segir Óskar Ævarsson, útgerðarstjóri DFFU.

Verkið kostar á bilinu 5 til 6 milljónir evra og segir Óskar að ýmis búnaður og tæki hafi verið keypt á Íslandi og því hafi skipinu verið siglt heim til að ljúka yfirhalningu þess. Baldvin hét áður Baldvin Þorsteinsson og sigldi þá undir merkjum Samherja.

 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Móasiða 4f Akureyri

Staðsetning:

Akureyri

Heimasími:

4626947

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1253
Gestir í dag: 194
Flettingar í gær: 1640
Gestir í gær: 171
Samtals flettingar: 9353560
Samtals gestir: 1332481
Tölur uppfærðar: 18.8.2019 21:41:26
www.mbl.is