07.06.2014 14:51

Nýr Sigurður ve 15 til Eyja

             Gamli Sigurður VE 15 á sinni siðustu vertið 2012

Nýi Sigurður mynd af vef Isfélags Vestmannaeyja

Nýju skipi Ísfé­lags Vest­manna­eyja hf. var gefið nafnið Sig­urður í Celiktrans skipa­smíðastöðinni í Ist­an­búl í Tyrklandi í dag. Skipið verður af­hent til­búið til veiða á næstu dög­um og fær það ein­kenn­is­staf­ina VE 15.

Sig­urður VE er 80 metra lang­ur og 17 metra breiður og er vel bú­inn til veiða á upp­sjáv­ar­fiski s.s. loðnu, síld, mak­ríl og kol­munna.  Aðal­vél­in er 4.500 kW og kæliget­an er 2x1.300.000 kcal/?klst. Kælitank­ar skips­ins  eru 12 og eru sam­tals 2.970 rúm­metr­ar þannig að burðargeta skips­ins er mik­il og styður hún vel við öfl­uga land­vinnslu fé­lags­ins í Vest­manna­eyj­um og á Þórs­höfn.

Eldra skip Ísfé­lags­ins með sama nafni var smíðað árið 1960 í Þýskalandi og var 72 metra langt og 10 metra breitt.  Í því var 1.766 kW Nohab Pol­ar aðal­vél og bar skipið um 1.500 tonn í lest­um sem ekki voru út­bún­ar til að kæla afl­ann. 

Í frétta­til­kynn­ingu Ísfé­lags­ins seg­ir að kaup­in séu liður í end­ur­nýj­un á skipa­flota Ísfé­lags­ins og þátt­ur í hagræðing­araðgerðum þess ekki síst í kjöl­far  sí­fellt auk­inn­ar skatt­lagn­ing­ar stjórn­valda. „Fé­lag­inu er ætlað að greiða um einn og hálf­an millj­arð í veiðigjöld og tekju­skatt á þessu ári og er fé­lag­inu því nauðsyn­legt að fækka skip­um og auka hagræði á öll­um sviðum rekst­urs­ins.“

Gera má ráð fyr­ir að hið nýja skip leysi tvö af eldri skip­um fé­lags­ins af hólmi með til­heyr­andi lækk­un olíu- og launa­kostnaðar. 

Skip­stjóri á Sig­urði VE 15 er Hörður Már Guðmunds­son og yf­ir­vél­stjóri er Svan­ur Gunn­steins­son.

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Móasiða 4f Akureyri

Staðsetning:

Akureyri

Heimasími:

4626947

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1262
Gestir í dag: 291
Flettingar í gær: 2942
Gestir í gær: 427
Samtals flettingar: 10230300
Samtals gestir: 1424088
Tölur uppfærðar: 28.9.2020 12:14:35
www.mbl.is