27.08.2014 14:25

Börkur NK 122 Laus við allt Tóbak

 

Þegar Síldarvinnslan festi kaup á Berki NK í febrúarmánuði sl. var tekin ákvörðun um að ekki yrði reykt um borð í skipinu.

Nokkrir í áhöfninni þurftu að taka sig á og hætta reykingum og notkun nef- og munntóbaks er ekki til staðar hjá áhöfninni.

Börkur er því laus við alla tóbaksnotkun og mættu ýmsar aðrar áhafnir taka sér það til fyrirmyndar.

 Að sögn Hjörvars Hjálmarssonar skipstjóra var sérstakt reykherbergi í skipinu þegar það var keypt frá Noregi

en það hefur ekki verið notað eftir að Síldarvinnslan eignaðist það.

Hjörvar segir eftirfarandi um hvarf tóbaksins úr lífi áhafnarinnar:“ Að mínu mati skiptir þetta miklu máli og þarna fengu þeir fáu sem reyktu gullið tækifæri til að hætta.

Þeir gerðu það og sem betur fer hófst ekki notkun á nef- og munntóbaki í staðinn.

Þetta er þáttur í því að gera umhverfið um borð sem heilsusamlegast og öll umgengni um skip stórbatnar þegar tóbaksnotkun heyrir sögunni til.

Menn losna við reykingalyktina og staðreyndin er sú að allri tóbaksnotkun fylgir mikill sóðasakpur.

Ég hef engan heyrt kvarta um borð yfir hvarfi tóbaksins, þvert á móti held ég að allir séu ánægðir með að vera lausir við þennan ófögnuð.“

 

www.svn.is

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Móasiða 4f Akureyri

Staðsetning:

Akureyri

Heimasími:

4626947

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 6441
Gestir í dag: 111
Flettingar í gær: 12118
Gestir í gær: 172
Samtals flettingar: 10056645
Samtals gestir: 1395872
Tölur uppfærðar: 7.7.2020 11:54:41
www.mbl.is