28.08.2014 20:28

Breytingum lokið á Hákoni EA148

        Lagt af stað  veiðiferð © þorgeir 

                                Haldið til veiða © þorgeir 

Hákon EA er nú kominn úr breytingum á vinnsludekki, sem bæta meðferð og flokkun aflans um borð. Meðal annars stærðarflokkun á fiski, flutningi á fiski í  vinnslunni, vigtun og pökkun. „Fyrir vikið verður hægt að bjóða betri vöru á mörkuðunum. Þetta var 12 ára gömul vinnsla um borð, sem búið er að nota mikið,“ segi Ingi Jóhann Guðmundsson, framkvæmdastjóri  Gjögurs hf. í samtali við kvotinn.is.
Hákon er með um 4.000 tonna makrílkvóta og fer á veiðar á makríl og norsk-íslenskri síld í lok vikunnar. Auk þess er skipið með heimildir í íslenskri síld, loðnu og kolmunna. „Með þennan takmarkaða makrílkvóta, sem við höfum fengið úthlutað gáfum við okkur góðan tíma í breytingarnar og töldum nóg að hefji veiðar ekki fyrr en nú.  Það var talið að einhverjir aðrir en vinnsluskip eins og Hákon, sem hafa alla tíð unnið aflann um borð til manneldis, ættu frekar að veiða makrílinn. Við höfum verið að þessum veiðum frá upphafi og eingöngu unnið um borð og því kannski skilað minna magni á land en margir aðrir, sem landað hafa í bræðslu. Á sínum tíma voru einhverjir stjórnmálamenn sem sögðu að tekið yrði tillit til þess hvað menn gerðu við makrílinn, þegar hann yrði kvótasettur. Þeir gerðu ekkert af því sem þeir sögðu meðan þeir voru enn við völd. Töluðu bara, en efndirnar urðu engar,“ segir Ingi Jóhann.
Gjögur gerir gerir auk Hákons út togbátana Áskel og Vörð og hafa þeir fyrir nokkru lokið sínum veiðiheimildum í makríl. „Það gekk vel hjá þeim og þeir kláruðu það sem þeir fengu, en síðan hefur verið að bæta við einhverjum smá slöttum, sem maður veit varla hvaðan koma. Það er ekkert sérstaklega gáfulegt að koma með þá svona í lokin. Það þykir yfirleitt betra að vita í upphafi vertíðar hve mikið má veiða, eða að minnsta kosti áður en skipin eru búin með heimildirnar og farin á aðrar veiðar,“ segir Ingi Jóhann.
Hann segir að horfur á uppsjávarmörkuðunum virðist nokkuð góðar þrátt sviptingar og sveiflur. Þeir muni halda sínu striki og vinna sem mest af afla sínum til manneldis um borð.
Hann segir jafnframt að útgerð togbátanna gangi vel og sömuleiðis landvinnsla fyrirtækisins á Grenivík og í Grindavík. „Það er góður mannskapur á öllum vígstöðvum og því gengur þetta allt vel,“ segir Ingi Jóhann.

Heimild www.kvotinn.is

myndir Þorgeir Baldursson 

 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Móasiða 4f Akureyri

Staðsetning:

Akureyri

Heimasími:

4626947

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 6678
Gestir í dag: 115
Flettingar í gær: 12118
Gestir í gær: 172
Samtals flettingar: 10056882
Samtals gestir: 1395876
Tölur uppfærðar: 7.7.2020 12:24:46
www.mbl.is