29.11.2014 12:19

1944 Bjarnveig RE 98

Nú spyr ég hvað getið þig sagt mér um þennan bát Félagar

Árni björn www.aba.is Þorsteinn Pétursson og Haukur Sigtryggur 

      1944  Bjarnveig RE98  Ljósmyndari Páll A Pálsson Akureyri

I framhaldi af þessum skrifum Sendi Árni Björn mér myndir og Teksta sem að er eftirfarandi

 

Stærð: 22,54 brl. Smíðaár 1988. Eik og fura.
Stokkbyrtur þilfarsbátur. Vél 193 ha. Volvo Penta.

Þar sem þessi bátur var síðasti eikarbátur, sem Slippstöðin hf. smíðaði þá verður honum gerð ögn betri skil en öðrum hliðstæðum bátum stöðvarinnar.

Kjölur var lagður að bátnum árið 1975 en vegna þverrandi eftirspurnar eftir slíkum bátum þá var smíði hans ekki lokið fyrr en árið 1988. 

Kaupsamningur að bátnum var gerður við Fiskrétti hf. Hafnarfirði og var báturinn útbúinn til veiða á trjónukrabba. Minna varð þó úr þeim veiðum en vonir stóðu til og var báturinn seldur til Þingeyrar 11. maí 1989 og fékk þá nafnið Tjaldanes ÍS-522.

Árið 1991 breytist nafn bátsins í Tjaldanes ll Ís-522 en áfram var hann þó gerður út af sömu aðilum.

Þann 14. júní 1995 var báturinn seldur til Hornafjarðar og fékk þar nafnið Von SF- 1.

Eigandi hans þar er skráður Slippstöðin hf., sem sennilega helgast af því að báturinn hefur ekki verið að fullu greiddur og stöðin átt veð í honum.

Nokkrum mánuðum seinna eða 15. janúar 1996 er Páll Guðmundsson skráður eigandi bátsins, sem fær nafnið Von SF-101 frá og með 14. nóvember 1996. 

Skráður eigandi frá 14. apríl 2000 er Landsbanki Íslands en frá 25. janúar 2001 er það Magnús Þorgeirsson og í hans eigu fær báturinn nafnið Afturelding KÓ-2.

Þann 11. júlí 2001 er nafnið Aðalvík BA-109 komið á bátinn og er hann þá kominn til Bíldudals. Skráður eigandi hans frá 23. janúar 2002 er Eygó ehf.

 

 

Eins og fram hefur komið þá var þetta seinasti stokkbyrti eikarbáturinn, sem smíðaður var hjá Slippstöðin hf. og stóð smíði hans yfir með hléum í þrettán ár. Vegna þessa langa verktíma þá var báturinn notaður til sveinsprófa fyrir skipasmíðanema og munu fjórir til fimm skipasmiðir eiga sveinsstykki sín um borð í bátnum.

Báturinn hét Aðalvík BA-109 er hann var tekinn úr rekstri og af skrá 27. sept. 2004. Dagar bátsins voru þó ekki aldeilis taldir þó að hann væri tekin af skipaskrá því að hann var seldur til Danmerkur 15. nóvember 2004 og heitir nú Sandvik HM-123 með heimahöfn í Hanstholm. 

Og hérna koma nokkar myndir sem að Páll A Pálsson Ljósmyndari tók og kann ég honum bestu þakkir fyrir afnotin

Og eins Árna Birni sem að er með bátavefinn www.aba.is fyrir tekstann hér að ofann

 


© Páll 

 © Páll 

 © Óþekkur

  © Af netinu

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Móasiða 4f Akureyri

Staðsetning:

Akureyri

Heimasími:

4626947

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 4291
Gestir í dag: 143
Flettingar í gær: 10551
Gestir í gær: 168
Samtals flettingar: 10077043
Samtals gestir: 1396254
Tölur uppfærðar: 9.7.2020 21:13:26
www.mbl.is